James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:44 Spegill JWST er sex og hálfur metri að þvermáli, mun stærri en Hubble-geimsjónaukans. NASA/MSFC/David Higginbotham Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira