Bjarni Ófeigur frá Þýskalandi til KA Handknattleikslið KA hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíðir því Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið. Handbolti 19. mars 2024 10:18
Ætlar að verða betri en stóri bróðir Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Handbolti 19. mars 2024 08:31
„Benedikt verður í heimsklassa“ Frammistaða Benedikts Gunnars Óskarssonar í bikarúrslitaleiknum var ein sú rosalegasta sem sést hefur í leik hér á landi í áraraðir. Handbolti 19. mars 2024 07:31
Arnór fer til Gumma Gumm og stefnir á að spila með bróður sínum Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia, sem leikur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Handbolti 18. mars 2024 10:07
Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Handbolti 16. mars 2024 20:01
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 25-32 | Aftur öruggt gegn Grikkjum Ísland vann öruggan sjö marka sigur, 32-25, gegn Grikklandi ytra. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk. Þetta var annar vináttuleikur þjóðanna á tveimur dögum. Næsti keppnisleikur Íslands verður í byrjun maí í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Handbolti 16. mars 2024 19:00
Umfjöllun: Valur - Haukar 30-23 | Alls ekkert slen á Valskonum eftir bikarsigurinn Valur bar sigurorð af Haukum þegar liðin áttust við í 20. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hliðarenda í kvöld. Handbolti 16. mars 2024 18:54
Dagur svo gott sem búinn að koma Króötum á Ólympíuleikana Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska karlalandsliðinu í handbolta eru komnir með annan fótinn á Ólympíuleikana í París eftir sterkan þriggja marka sigur gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í dag, 30-33. Handbolti 16. mars 2024 15:02
Dagur gat strax sungið þjóðsönginn og kallaður Sigurdssonić Króatar eru ánægðir með Dag Sigurðsson eftir fyrsta leik króatíska handboltalandsliðsins undir hans stjórn, þegar liðið vann afar mikilvægan sex marka sigur gegn Austurríki í ólympíuumspilinu. Handbolti 15. mars 2024 23:01
Lærisveinar Arons misstu frá sér leikinn og ÓL-draumurinn er veikur Bareinska landsliðið tapaði með minnsta mun á móti Brasilíu í kvöld, 24-25, í öðrum leik sínum í umspili um tvö laus sæti á á Ólympíuleikunum í París í sumar. Handbolti 15. mars 2024 18:59
Umfjöllun: Grikkland - Ísland 22-33 | Öruggt í Aþenu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka sigur, 33-22, á Grikkjum ytra í dag. Handbolti 15. mars 2024 13:15
Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. Enski boltinn 15. mars 2024 09:00
Frábær fyrsti dagur hjá Degi Dagur Sigurðsson stýrði króatíska handboltalandsliðinu til sannfærandi sex marka sigurs í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Króata. Handbolti 14. mars 2024 20:46
Alfreð Gísla og strákarnir hans byrja vel í ÓL-umspilinu Þýska handboltalandsliðið vann öruggan tólf marka sigur á Alsír, 41-29 í fyrsta leik sínum í umspili um tvö laus sæti í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París næsta sumar. Handbolti 14. mars 2024 18:15
Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Handbolti 14. mars 2024 13:01
Fagnar ráðningu Dags: „Mjög gott dæmi hjá Króötunum“ Alfreð Gíslason fagnar ákvörðun Dags Sigurðssonar að hætta með japanska landsliðið í handbolta og taka við því króatíska. Þeir félagar munu leiða saman hesta sína í vikunni. Handbolti 14. mars 2024 10:02
Bræðurnir spila sinn fyrsta landsleik: „Gott að geta rifist aftur“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum. Handbolti 14. mars 2024 08:00
Eistar með forskot í baráttunni um leik á móti Íslandi Eistland fer með þriggja marka forskot í seinni leik sinn á móti Úkraínu í undankeppni HM í handbolta. Handbolti 13. mars 2024 19:47
Dagur kenndi Króötum íslenskt orð, valdi Cindric og fær eina æfingu með Duvnjak Á morgun er fyrsti leikur króatíska handboltalandsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar og segja má að það sé hálfgerður úrslitaleikur, við Austurríki, um sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Handbolti 13. mars 2024 07:30
ÍBV með góðan sigur á Haukum ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik. Handbolti 12. mars 2024 20:15
Afmælisbarnið og Óskarssynir á fyrstu æfingunni í Aþenu Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt til Aþenu þar sem það mætir Grikklandi í tveimur vináttulandsleikjum. Handbolti 12. mars 2024 14:30
Strákarnir okkar í efsta styrkleikaflokki Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2026 þann 21. mars næstkomandi. Handbolti 12. mars 2024 13:01
Ólétt Sandra fagnaði stórum titli Sandra Erlingsdóttir varð um helgina þýskur bikarmeistari í handbolta, með TuS Metzingen, og er aðeins önnur íslenska handboltakonan til að afreka það. Handbolti 12. mars 2024 09:46
„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Handbolti 12. mars 2024 09:00
Gísli Þorgeir leikmaður ársins í Þýskalandi Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var í kvöld valinn besti leikmaður ársins árið 2023. Handbolti 11. mars 2024 20:39
Bræðurnir saman í landsliðinu eftir meiðsli Teits Arnór Snær Óskarsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðið í handbolta sem spilar á næstunni tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra. Handbolti 11. mars 2024 16:05
Tuttugasti stóri titil Önnu Úrsúlu Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varð í gær bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum og bætti því enn einum titlinum við magnaða ferilskrá sína. Handbolti 10. mars 2024 23:30
Aue eygir enn von | Bjarki Már markahæstur Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue unnu gríðarlega mikilvægan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Liðið er sem fyrr á botni deildarinnar en á nú raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Þá var Bjarki Már Elísson markahæstur þegar Veszprém vann 18. leikinn í röð í Ungverjalandi. Handbolti 10. mars 2024 19:16
Ómar Ingi marka- og stoðsendingahæstur þegar Magdeburg galopnaði toppbaráttuna Evrópumeistarar Magdeburgar hafa ekki sagt sitt síðasta í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildar karla í handbolta en liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á toppliði Füchse Berlín í dag. Handbolti 10. mars 2024 16:44
Benedikt spilaði sig inn í landsliðið í bikarúrslitaleiknum: Tvær breytingar Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson fær ekki langan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum með Hlíðarendafélaginu því strákurinn er á leiðinni út með íslenska landsliðinu. Handbolti 10. mars 2024 13:33