Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Mér líður ekkert vel“

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikars karla í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir

Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir

Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30.

Handbolti
Fréttamynd

HK missir lykilmann til FH

Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“

Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum.

Handbolti