Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Leikkonan Halle Berry hefur svarað yfirlýsingum fyrrverandi eiginmanns síns, Davids Justice, um skilnað þeirra árið 1997. Justice sagði nýlega að slitnað hefði upp úr hjónabandi þeirra vegna væntinga hans til heimilisstarfa hennar. Lífið 15.8.2025 15:57
Cruise afþakkaði boð Trump Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið. Lífið 15.8.2025 09:27
Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sean Harris hefur skapað sér sess sem karakterleikari í breskri kvikmyndagerð og í Hollywood-myndum. Hann kom til landsins í júlí til að leika í nýrri íslenskri bíómynd. Harris ræddi við Vísi um ferilinn, stökkið yfir í Hollywood og hvernig sum hlutverk taka á líkamann. Lífið 15.8.2025 08:15
Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið 14.8.2025 14:01
Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið 12.8.2025 16:24
Superstore-leikari látinn Bandaríski leikarinn Jon Miyahara, sem fór með hlutverk hins þögla Brett Kobashigawa í gamanþáttunum Superstore, er látinn, 83 ára að aldri. Lífið 11. ágúst 2025 07:11
Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. Gagnrýni 11. ágúst 2025 07:01
Bay segir skilið við Smith Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Bay er sagður hafa lokið störfum í framleiðslu kvikmyndar sem hann átti að leikstýra. Fyrirhugað er að Will Smith muni leika aðalhlutverk myndarinnar, en hann og Bay eru sagðir hafa verið á öndverðum meiði. Lífið 8. ágúst 2025 16:00
„Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Tómas Lemarquis er í stóru hlutverki í geimþáttunum Foundation. Tómas vann náið með leiklistarþjálfara í undirbúningi fyrir hlutverkið og kafaði þar ofan í erfiðar æskuminningar. Úr varð heilandi innra ferðalag sem hafði djúpstæð áhrif á hann. Lífið 8. ágúst 2025 07:01
Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Brandon Blackstock, umboðsmaður og fyrrverandi eiginmaður bandarísku söngkonunnar og þáttastjórnandans Kelly Clarkson, er látinn, 48 ára að aldri. Lífið 8. ágúst 2025 06:43
McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Litlu munaði að Matthew McConaughey hefði farið með aðalhlutverk í Titanic, stórmynd James Cameron. Hann hefði þá leikið Jack Dawson sem Leonardo DiCaprio lék í myndinni. Lífið 7. ágúst 2025 16:01
Geislasverð Svarthöfða til sölu Geislaverðið sem Svarthöfði, eða Darth Vader, notaði til að skera aðra höndina af Luke Skywalker, eða Loga Geimgengli, í Star Wars myndinni Empire Strikes Back fer á uppboð í næsta mánuði. Áætlað er að leikmunurinn muni seljast fyrir allt að þrjár milljónir dala, sem samsvarar um 370 milljónum króna. Erlent 7. ágúst 2025 13:30
Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Jack Osbourne, sonur rokkarans Ozzy Osbourne, hefur tjáð sig um fráfall föður síns á samfélagsmiðlum. Þar segist hann hafa verið í mikilli hjartasorg og ekki getað tjáð sig fyrr en nú. Lífið 6. ágúst 2025 08:31
Walking Dead-leikkona látin Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri. Lífið 6. ágúst 2025 07:28
Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir keppti við bandarísku tónlistarkonuna Clairo í nýjasta þætti YouTube-sjónvarpsþáttanna Hot Ones Versus. Aðspurð hvort henni mislíkaði eitthvað við Ísland kaus hún að svara spurningunni ekki. Lífið 6. ágúst 2025 00:07
Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil. Erlent 5. ágúst 2025 22:51
Loni Anderson er látin Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri. Lífið 5. ágúst 2025 07:58
Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. Gagnrýni 5. ágúst 2025 07:31
Calvin Harris orðinn faðir Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah. Lífið 4. ágúst 2025 20:24
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4. ágúst 2025 10:08
Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Fjórða myndin um Köngulóarmanninn með Tom Holland í aðalhlutverki er farin í framleiðslu og er leikhópurinn stjörnum prýddur. Svo virðist sem Hulk, Punisher og Scorpion muni allir koma við sögu. Bíó og sjónvarp 2. ágúst 2025 11:41
Gary Busey játar kynferðisbrot Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér. Lífið 1. ágúst 2025 15:52
Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Breski stórleikarinn Anthony Hopkins hefur líkt nýrri andlitsgrímu Kim Kardashian við grímu sem hann bar þegar hann lék hinn ógleymanlega Hannibal Lecter. Lífið 1. ágúst 2025 10:39
Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína. Lífið 31. júlí 2025 16:44
Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Zakk Wylde, gítarleikari og náinn samstarfsmaður Ozzy Osbourne sem lést á dögunum, hefur greint frá síðustu skilaboðunum sem hann fékk frá honum. Þar mun Osbourne hafa lýst yfir þakklæti sínu. Lífið 31. júlí 2025 10:30
Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Tugþúsundir komu saman á götum Birmingham í Bretlandi í dag til að votta myrkraprinsinum og rokkgoðsögninni Ozzy Osbourne virðingu sína og fylgja honum síðasta spölinn. Lífið 30. júlí 2025 20:43