Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli

Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Harry Styles lék óþolandi Íslending í SNL

Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Harry Styles var í aðalhlutverki í Saturday Night Live grínþættinum í Bandaríkjanum um helgina. Þar brá hann sér meðal annars í hlutverk Íslendings sem sótti fæðingarnámskeið með kærustunni.

Lífið
Fréttamynd

Níu milljarðar í endurgreiðslur en álitamál uppi

Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

James Corden lenti illa í því og borðaði fiskaugu

Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.

Lífið