Dómur Joe Exotic styttur í dag Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 13:19 Joe Exotic, eða Joseph Maldonado-Passage. AP/Sue Ogrocki Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Maldonado varð mjög vinsæll þegar Netflix sýndi heimildarþættina Tiger King árið 2020. Stuðningsmenn Maldonados vilja hann lausan úr fangelsi en ólíklegt þykir að það gerist þar sem viðmið segja að dæma eigi menn í 17 og hálft til 22 ára í fangelsi fyrir brot eins og það sem hann var dæmdur fyrir. Maldonado var dæmdur til 22 ára fangelsisvistar árið 2020 fyrir að hafa reynt að greiða tveimur mismunandi mönnum peninga fyrir að myrða Carole Baskin. Hún rak skýli fyrir stór kattardýr og hafði gagnrýnt Maldonado harðlega fyrir meðferð hans á kattardýrum. Áfrýjunardómstóll komst svo að þeirri niðurstöðu að réttast væri að stytta dóm Maldonado því réttara hefði verið að fella tvær ákærur gegn honum saman í eina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Meðal annars reyndi Maldonado að greiða útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna tíu þúsund dali fyrir að myrða Baskin. Hann sagði honum að elta Baskin inn í bílastæðahús, drepa hana og keyra á brott. Við réttarhöldin sögðu verjendur Maldonados að honum hefði ekki verið alvara. Hann var einnig dæmdur fyrir að drepa fjögur tígrisdýr, selja tígrisdýraunga og falsa opinber gögn. Maldonado er með krabbamein í blöðruhálskirtli og lögmenn hans segja að hann hafi frestað meðferð þar til dómur hans verði mildaður.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Netflix Tengdar fréttir Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30 Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Framleiðendur Ace Ventura í mál við Netflix vegna Tiger King Morgan Creek Entertainment, fyrirtækið sem framleiddi kvikmyndirnar um gæludýra-einkaspæjarann Ace Ventura, hefur höfðað mál gegn Netflix. Það er vegna myndefnis úr Ace Ventura 2: When Nature Calls sem notað var í þáttaröðina Tiger King, sem naut gífurlegra vinsælda á Netflix í fyrra. 29. desember 2021 12:30
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. 2. nóvember 2021 07:48
Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent