Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Að bæta kjör sín með fast­eigna­kaupum

Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn.

Skoðun
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Út­hverfin ekki út­undan

Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni.

Skoðun
Fréttamynd

Verkin tala

Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða

Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum.

Innherji
Fréttamynd

Lækkum fast­eigna­gjöld tafar­laust

Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­markaður við suðu­mark

Seðlabanki Íslands hækkaði meginvexti sína um 75 punkta þann 9. febrúar sl. líkt og væntingar stóðu til og nú standa vextirnir í 2,75%. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan fyrir heimsfaraldurinn. Útlánastofnanir hafa brugðist við með hækkun útlánsvaxta og nú eru fastir vextir til þriggja ára á óverðtryggðum lánum á bilinu 4,8-5,7%.

Skoðun
Fréttamynd

Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma

Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurborg sektuð um 24,5 milljarða

Ef Reykjavík væri borg í Frakklandi, eða ef frönsku sjómennirnir og nunnurnar hefðu náð að setja almennilegt mark á okkur sem samfélag, væri Reykjavíkurborg sektuð um 24.5 milljarða af ríkinu á hverju ári vegna vanrækslu og ábyrgðarleysis í húsnæðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Félagslegt húsnæði og biðlistarnir í Hafnarfirði

Það er grundvallarskylda sveitarfélaga að sjá fólki fyrir húsnæði sem af einhverjum ástæðum þarf á stuðningi að halda í þeim efnum. Árið 2020 voru þrjár íbúðir keyptar inn í félagslega íbúðakerfið og 6 í fyrra. 

Skoðun
Fréttamynd

Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ýkja neysluvísitöluna

Innviðaráðherra segir húsnæðisliðinn ofmetinn í vísitölu neysluverðs og hann ýki því ástandið. Hagstofan ein hafi lagst gegn breytingum á vísitölunni. Forsætisráðherra sem einnig fer með málefni Hagstofunnar segir málið ekki hafa verið tekið upp í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Nær aldrei bæst við fleiri í­búðir en í fyrra

Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­markaður í heljar­greipum borgar­línu

Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf ekkert minna en byltingu í hús­næðis­málum

Sósíalistar bentu á það fyrir þingkosningarnar í haust að vaxandi húsnæðiskostnaður væri alvarlegasta ógnin við lífsafkomu almennings í dag. Sósíalistar sögðu það mikilsverðasta verkefni hins opinbera er að tryggja öllum landsmönnum öruggt og ódýrt húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa á Selfoss í ár“

Reiknað er með að íbúum á Selfossi fjölgi um fimmtán prósent á árinu, sem samsvarar að um átján hundruð manns muni flytja í bæjarfélagið. Bæjarstjórinn segir mikla vaxtarverki fylgja svo mikilli fjölgun og vonar að hún verði ekki svo mikil, það sé alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns

Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

Viðskipti innlent