Tindastóll sækir reynslumikla leikmenn út fyrir landsteinana Tindastóll hefur sótt tvær landsliðskonur frá Rúmeníu og Moldóvu fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Stólarnir sitja á botni deildarinnar með 8 stig, aðeins stigi frá öruggu sæti. Íslenski boltinn 14. júlí 2021 15:30
Þórður í klandri í Kórnum: „Ætlar að gera einhverjar krúsídúllur“ Þórður Ingason, markvörður Víkinga, kom sér í klípu er hann var að dútla með knöttinn í leik Víkings og HK í Pepsi Max deild karla. Var það til umræðu í Stúkunni að leik loknum. Íslenski boltinn 14. júlí 2021 14:15
Öll mörkin úr mánaðarlangri 12. umferð: Skæri Orra klipptu Brkovic niður Þrjú mörk voru skoruð þegar tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Mörkin þrjú voru öll skoruð í Árbæ þar sem Fylkir vann KA 2-1. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 14. júlí 2021 11:31
Lof og last 12. umferðar: Sindri Kristinn, Arnþór Ingi, Orrarnir tveir í Árbæ og liðum að fatast flugið Tólftu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk loks í gærkvöld. Hún hófst þann 16. júní en vegna landsleikja og Evrópuleikja færðist hún til svo henni lauk loks þann 13. júlí. Mikið gekk á í umferðinni og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Íslenski boltinn 14. júlí 2021 10:31
Pálmi skýtur alltaf í sama hornið og Sindri las hann Síðastliðinn mánudag vann KR 1-0 sigur gegn Keflavík þar sem Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark leiksins. Pálmi Rafn Pálmason misnotaði víti fyrir KR-inga og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni, er búinn að taka eftir ákveðnu mynstri í spyrnum Pálma. Íslenski boltinn 14. júlí 2021 07:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KA 2-1 | Mikilvægur heimasigur í Árbænum Fylkir tók á móti KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Fylkismenn stukku úr tíunda sæti upp í það sjötta með mikilvægum 2-1 sigri. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 22:29
Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 21:55
Alfreð Elías: Mikilvægt að Brenna Lovera sé mætt aftur í liðið Selfoss komst aftur á sigurbrautina eftir að hafa ekki náð í sigur í síðustu fimm leikjum sínum. Leikurinn endaði með 1-0 sigri þar sem Brenna Lovera gerði sigurmark leiksins.Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var afar kátur í leiks lok. Sport 13. júlí 2021 21:40
Dramatískt jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum FH tók á móti Haukum í nágrannaslag Lengjudeildar kvenna í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem að jöfnunarmarkið kom á annari mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Keflavík 1-0 | Selfoss aftur á sigurbraut Selfoss eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa ekki unnið í fimm síðustu leikjum sínum. Brenna Lovera var mætt aftur í liðið eftir meiðsli og launaði félaginu það með sigurmarki leiksins. 1-0 Íslenski boltinn 13. júlí 2021 21:08
Ólafur Stígsson: Mjög sáttur við strákana Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld gegn KA eftir erfitt gengi undanfarið. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn færast fjær fallbaráttunni. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 20:30
Skoraði frábært mark í 100. leiknum sínum fyrir Breiðablik Hildur Antonsdóttir skoraði fjórða mark Breiðabliks í þægilegum 4-0 sigri á Fylki í gær. Þetta var leikur númer 100 í treyju Breiðablisk hjá þessum öfluga miðjumanni sem er að koma til baka eftir að hafa slitið krossbönd á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 16:00
Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 15:01
„Sindri, fokking skammastu þín“ „Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 12:01
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 11:03
Sjáðu mörkin úr enn einum heimasigri Leiknis og kærkomnum KR-sigri á Meistaravöllum Leiknir vann fjórða heimasigur sinn á tímabilinu í gær á meðan KR vann langþráðan sigur á Meistaravöllum. Íslenski boltinn 13. júlí 2021 09:27
Breytingar hjá Vestra Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 23:00
„Mér finnst dómararnir alveg mega stíga aðeins upp“ „Það er bara frábært að koma hérna og vinna. Þetta er erfitt lið að eiga við en við erum hæst ánægð með stigin þrjú,“ sagði Eiður Ben Eiríksson, annar þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 22:34
Kjartan: Við þurfum að trúa Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var að vonum ósáttur eftir 4-0 tap síns liðs gegn Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 22:04
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - ÍA 2-0 | Fjórði heimasigur Leiknis Leiknir unnu sinn fjórða heimaleik í kvöld þegar þeir lögðu botnlið ÍA, 2-0. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:59
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 0-2 | Toppliðið sótti sigur í Garðabæ Valur hélt sigurgöngunni áfram þegar þær unnu Stjörnuna 2-0 á útvelli í kvöld. Valur heldur því toppsætinu og eru búnar að koma sér í virkilega góða stöðu nú þegar 10. umferð Pepsi Max deildarinnar er að ljúka. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:49
„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“ ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:38
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Auðveldur sigur Blika í Árbænum Breiðablik var ekki í vandræðum með Fylki í Pepsi Max deild kvenna í kvöld en lokatölur voru 4-0 þar sem Breiðablik skoraði meðal annars beint úr hornspyrnu. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 21:09
Ísak Andri á láni til ÍBV Stjarnan hefur ákveðið að senda hinn unga Ísak Andra Sigurgeirsson á láni til ÍBV sem leikur í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 17:00
Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast en þá munaði 29 stigum á liðunum KR og Keflavík mætast í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikið er í Frostaskjóli en síðast þegar liðin mættust þar munaði 29 stigum á liðunum. Staðan er töluvert öðruvísi í dag. Íslenski boltinn 12. júlí 2021 13:31
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Tindastóll 2-0 | Þróttur upp í þriðja sætið Þróttur vann 2-0 sigur á Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld. Tindastóll er sem fyrr á botni deildarinnar en Þróttur fer upp í þriðja sæti með sigrinum. Íslenski boltinn 11. júlí 2021 18:55
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - ÍBV 1-1 | Jafnt í hörkuleik á Akureyri Þór/KA og ÍBV eru enn hlið við hlið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli í fyrsta leik 10. umferð deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Þór/KA yfir en gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og þar við sat. Íslenski boltinn 11. júlí 2021 17:05