Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Alexander Rafn Pálmason skráði sig á spjöld íslenskrar fótboltasögu þegar hann skoraði í 4-1 sigri KR á ÍBV á laugardaginn. Hann er rétt rúmlega fimmtán ára en sérfræðingar Stúkunnar segja að það sjáist ekki á spilamennsku hans. Íslenski boltinn 12. maí 2025 11:01
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 60.-51. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 12. maí 2025 10:07
Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. Íslenski boltinn 12. maí 2025 09:31
Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. Íslenski boltinn 12. maí 2025 09:00
Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum. Íslenski boltinn 12. maí 2025 08:01
Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Alltaf vonbrigði að tapa, við vorum sjálfum okkur verstir í þessum leik. Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tap sinna manna gegn Víkingum. Lokatölur 3-1. Íslenski boltinn 11. maí 2025 21:52
„Þurftum að grafa djúpt“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. Íslenski boltinn 11. maí 2025 21:31
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Víkingar komu sér aftur á toppinn í Bestu deildinni eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Tólfta tap FH í röð gegn Víkingum, sem virðast vera með heljartak á Hafnfirðingum. Íslenski boltinn 11. maí 2025 21:12
„Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” KA-menn sitja áfram í botnsæti Bestu deildar karla eftir tap á móti Blikum en þjálfarinn var ánægður með spilamennsku liðsins. Íslenski boltinn 11. maí 2025 20:38
Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Blikar hoppuðu upp í annað sæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir nauman 1-0 útisigur á botnliði KA fyrir norðan. Íslenski boltinn 11. maí 2025 19:23
„Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Hann byrjaði þetta rosalega rólega en svo kom þetta tandurhreint út,“ sögðu Helena Ólafsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í kór þegar farið var yfir dómgæslu í Bestu mörkunum að lokinni 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 11. maí 2025 11:01
Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum. Íslenski boltinn 11. maí 2025 08:02
Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka. Íslenski boltinn 11. maí 2025 07:02
Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins. Íslenski boltinn 10. maí 2025 21:49
Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Valur tók á móti ÍA í sjöttu umferð Bestu deild karla á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð mættu Valsmenn heldur betur einbeitir til leiks í kvöld gegn Skagamönnum og fóru með öruggan sigur af hólmi 6-1. Íslenski boltinn 10. maí 2025 21:08
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. Íslenski boltinn 10. maí 2025 19:27
Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð. Íslenski boltinn 10. maí 2025 18:32
Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla. Íslenski boltinn 10. maí 2025 18:17
Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 10. maí 2025 18:01
„Sigur liðsheildarinnar“ „Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. Íslenski boltinn 10. maí 2025 17:31
Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. Íslenski boltinn 10. maí 2025 15:50
Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Íslenski boltinn 10. maí 2025 11:03
„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Steven Lennon átti mörg frábær ár í íslensku deildinni sem leikmaður og hver veit nema að við sjáum hann líka þjálfa í deildinni í framtíðinni. Íslenski boltinn 9. maí 2025 23:00
Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Þór Akureyri, Fylkir og Þróttur unnu öll leiki sína í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld en jafntefli varð hjá HK og ÍR í Kórnum. Íslenski boltinn 9. maí 2025 22:01
Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Guðni Eiríksson þjálfari FH, er að gera flotta hluti með FH konur í Bestu deild kvenna en hann hefur áhyggjur af markamannsmálum á Íslandi. Íslenski boltinn 9. maí 2025 21:31
Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Fram vann 2-1 sigur á Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en spilað var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Hamingjan var þó öll gestanna úr Úlfarsárdal. Íslenski boltinn 9. maí 2025 19:57
Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi FH lagði Stjörnuna 2-1 í Kaplakrika í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Með sigrinum jafnar FH bæði Íslandsmeistara Breiðablik og Þrótt Reykjavík að stigum á toppi deildarinnar – öll liðin eru nú með 13 stig. Íslenski boltinn 9. maí 2025 19:50
Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Leik KR og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta hefur verið seinkað um tvo tíma. Leikurinn átti að fara fram klukkan 17:00 en verður á dagskrá klukkan 19:00 á Avis-vellinum í Laugardal. Íslenski boltinn 9. maí 2025 12:58
Frederik Schram fundinn Eftir stutt stopp í Danmörku er markvörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Íslands að spila fótbolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur. Íslenski boltinn 9. maí 2025 09:00
Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Lið í Lengjudeild karla í fótbolta treysta Almannavörnum fyrir öryggi til fótboltaiðkunar í Grindavík en fyrsti leikur liðsins í bænum fer fram á morgun. Vísir stóð að könnun á meðal liðanna í Lengjudeild karla þar sem athugun var gerð á viðhorfi til þess að spila í Grindavík. Íslenski boltinn 9. maí 2025 08:00