Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Andri Rúnar snýr heim

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hans Viktor í KA

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hreint út sagt al­gjör mar­tröð“

Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer Eiður Smári í Vesturbæinn?

Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Drauma­starfið þitt er ekki alltaf á lausu“

Fót­bolta­þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfs­son einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfara­störfum í fót­bolta­heiminum. Staðan þar er eins og á al­mennum vinnu­markaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nik tekur við Blikum

Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“

Sigurður Ragnar Eyjólfs­son hefur í tví­gang rætt við for­ráða­menn knatt­spyrnu­deildar KR varðandi þjálfara­stöðuna hjá karla­liði fé­lagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til fé­lagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfara­stöðuna. Fé­lagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stórar hug­­myndir – lítil sam­­skipti: „Veldur okkur áhyggjum“

Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.

Fótbolti
Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn