„Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. Innherji 7.10.2025 16:56
Búast við fjórðungi meiri gullframleiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði. Innherji 7.10.2025 15:25
Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrverandi forstjóri færeyska orkufélagsins Magn, sem Íslendingar eiga stóra hluti í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann hafði verið ákærður fyrir „umboðssvik af sérlega alvarlegum toga“ með því að draga sér samtals 3,4 milljónir danskra króna, andvirði 65 milljóna íslenskra. Viðskipti erlent 7.10.2025 14:54
Ávinningur hluthafa af samruna geti „varlega“ áætlað numið um 15 milljörðum Innherji 7.10.2025 14:15
Gengi bréfa Oculis rýkur upp eftir að greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Innherji 7.10.2025 11:27
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent 6.10.2025 12:21
Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins. Viðskipti erlent 6. október 2025 11:22
Gengi Skaga rýkur upp Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður. Viðskipti innlent 6. október 2025 10:01
Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6. október 2025 08:11
Virði félaga í Úrvalsvísitölunni á móti hagnaði er enn lágt Hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) og hefðbundið hlutfall virðis og hagnaðar (VH-hlutfall) fyrir Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, OMXI15, héldust nær óbreytt milli mánaða í september. Umræðan 6. október 2025 07:40
Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal verið undirritað af hálfu beggja aðila. Viðskipti innlent 6. október 2025 06:25
Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag. Innlent 5. október 2025 20:01
Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5. október 2025 14:15
„Allt í góðum skorðum“ hjá Heimum sem er metið um 30 prósent yfir markaðsgengi Rekstur og afkoma Heima það sem af er árinu hefur verið í „góðum skorðum“ og samkvæmt nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað lítillega, einkum vegna lægri fjármagnskostnaðar og betri sjóðstöðu. Innherjamolar 5. október 2025 09:42
Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Neytendur 4. október 2025 21:31
Margt gæti réttlætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn bankans Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri. Innherji 4. október 2025 10:05
Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa þegar verið auglýstir til sölu, aðeins fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að rekstri félagsins væri hætt. Uppgefið verð fyrir allt það sem hefur verið auglýst til sölu er 13,5 milljónir króna. Enn á þó eftir að verðleggja stóran sófa. Viðskipti innlent 3. október 2025 15:59
Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Eva Brink hefur verið ráðin forstöðumaður rekstrarstýringar hjá Icelandair og Guðrún Olsen hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og umbreytinga. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:59
Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Innviðaráðherra hefur breytt reglum um afskráningu loftfara þannig að framvegis þarf umráðamaður loftfara að leggja fram staðfestingu á að flugvallagjöld hafi verið greidd. Viðskipti innlent 3. október 2025 12:28
Lækka verðmat á Kaldvík um nærri þriðjung vegna óvissu og ytri áfalla Erfiðar ytri aðstæður, minni framleiðsla og versnandi sjóðstaða ráða hvað mestu um að verðmatsgengið á Kaldvík hefur verið lækkað um nærri þrjátíu prósent, samkvæmt nýrri greiningu, en er samt enn nokkuð yfir núverandi markaðsgengi. Eldisfyrirtækið er núna verðlagt rétt undir bókfærðu eigin fé. Innherji 3. október 2025 11:16
Sjálfsát Sjálfstæðismanna Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið. Innherji 3. október 2025 11:15
Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Eina Play-flugvélin sem er eftir á Íslandi er í eigu kínversks félags en óljóst er hvort, og þá hvenær, eigendurnir geti sótt vélina til Íslands þar sem Play skuldar Isavia lendingargjöld. Innlent 2. október 2025 22:27
„Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Lögfræðingur segir tilfærslu á starfsemi félags frá einu til annars vera skilgreint sem kennitöluflakk samkvæmt gjaldþrotalögum. Forstjóri Play sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem hann hafnar sögusögnum um fyrirfram ákveðna fléttu. Viðskipti innlent 2. október 2025 19:04
Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Fyrrverandi forstjóri Play segir eðilegt að sögusagnir og getgátur fari á flug þegar stórt og þekkt félag fellur. Fólk telji að að baki maltneska dótturfélagi Play sé mikil og úthugsuð flétta. Málið sé þó allt mun einfaldara og því miður dapurlegra en kenningarnar bera með sér. Viðskipti innlent 2. október 2025 17:08
Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri. Innlent 2. október 2025 15:33
Betra sjóðstreymi með hækkandi gullverði og mæla með kaupum í Amaroq Vænta má þess að gullvinnsla við Nalunaq-námuna verði búin að ná fullum afköstum um mitt næsta ár, að sögn hlutabréfagreinenda, og Amaroq verði þá farið að skila arðbærum rekstri en gullverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Í nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað nokkuð og mælt með kaupum. Innherji 2. október 2025 15:24
„Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Framkvæmdastjóri Birtu Lífeyrissjóðs telur enga ástæðu til að ætla að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í tengslum við flutning flugfélagsins Play til Möltu. Þá hafi fjárfestingu sjóðsins í flugfélaginu verið stýrt þar sem vitað var að hún væri áhættusöm. Viðskipti innlent 2. október 2025 12:09