Afsökun á Fiskare Finn Mortensen, viðskiptaritstjóri Berlingske Tidende, var gestur Félags íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi félagsins. Ef einhver bjóst við stórkarlalegum fjandsamlegum yfirlýsingum frá Mortensen þá varð sá hinn sami fyrir vonbrigðum. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 03:00
Wahlroos blómstrar Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Forhertir þorskhausar Leiðarahöfundur Moggans hefur oft amast við stórfyrirtækjunum og fundist þau vaða yfir allt og alla. Hann hefur nú fundið svar við slíku, en í leiðara blaðsins mátti lesa mikla lofgjörð um herðingu þorskhausa. Nú skal ekki gert lítið úr virðisauka af hugviti í þeirri grein, en ýmsir freistast til að lesa slíka lofgjörð í samhengi við önnur skrif blaðsins. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Sérsveit Geirs Þeim hefur fjölgað ráðherrunum sem vilja stofna sérsveitir. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var lengi legið á hálsi fyrir að vilja stofna sérsveit. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Hvað vill Sampo? Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, hefur sagt að Sampo muni gera sig gildandi við þá samþjöppun sem spáð er að verði á norrænum fjármálamarkaði eins og annars staðar í Evrópu. Exista er nú orðinn stærsti hluthafinn í Sampo eins og kemur fram annars staðar á síðunni. Viðskipti innlent 9. febrúar 2007 09:48
Peningaskápurinn ... Halveiðar eru þeim greinilega ofarlega í huga sem eru í viðskiptum og ljóst að þar telja margir hverjir meiri hagsmunum hafa verið fórnað fyrir minni þegar veiðarnar voru hafnar á ný á síðasta ári. Á þingi Viðskiptaráðs Íslands var í gær fjallað um ímynd landsins. Viðskipti innlent 8. febrúar 2007 00:01
Jyske nær ekki Straumi Jyske Bank skilaði methagnaði í fyrra. Hagnaðurinn nam 33 milljörðum íslenskra króna og eru menn þar á bæ nokkuð ánægðir með árangurinn. Viðskipti innlent 7. febrúar 2007 05:15
Finnskan meiri ögrun Það vakti athygli á sínum tíma þegar Glitnir sem þá hét Íslandsbanki keypti norska BN bankann, að forstjórinn, Bjarni Ármannsson, mætti þar flugmælskur á norsku. Viðskipti innlent 7. febrúar 2007 05:00
Grætt á friði og spekt Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Viðskipti innlent 7. febrúar 2007 00:01
Peningaskápurinn... Tölvupóstur gengur nú manna í millum þar sem neytendur eru hvattir til að fylgjast með þeim birgjum sem vörur frá hafa hækkað að undanförnu. Síðan fylgir langur listi af ýmis konar þekktum neysluvörum sem eiga það allar sameiginlegt að vera innfluttar, framleiddar úr innfluttri vöru eða vera innlendar landbúnaðarvörur. Viðskipti innlent 3. febrúar 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Danske Bank skilaði besta uppgjöri í sögu sinni í gær. Þar á bæ treystu menn sér ekki til að færa upp væntingar til þess að færa upp væntingar til þessa árs. Það varð til þess að bréfin féllu í verði þrátt fyrir metuppgjör. Viðskipti innlent 1. febrúar 2007 00:01
Lars varar við bjartsýni Lars Christiensen varaði við því að Danir væru of bjartsýnir og vanmætu Íslendinga. Þessi Lars Christiensen talaði úr herbúðum danska handboltalandsliðsins og mælti þar af skynsemi. Viðskipti innlent 31. janúar 2007 00:01
Væntingarnar meiri en í fyrra Væntingar íslenskra neytenda voru meiri í janúar í ár en í fyrra, sem var áður en erlendar bölsýnisspár um íslenska hagkerfið og bankana tröllriðu fjölmiðlum. Væntingavísitala Gallup mælist 128,6 stig og hefur reyndar lækkað örlítið frá því í desember, eða um tíu stig. Viðskipti innlent 31. janúar 2007 00:01
Kýr slá líka Íslandsmet Það voru ekki aðeins íslensku viðskiptabankarnir sem slógu hvert afkomumetið á fætur öðru á síðasta ári. Íslensku kýrnar virðast síst eftirbátar bankanna enda mjólkuðu þær sem aldrei fyrr á liðnu ári. Viðskipti innlent 31. janúar 2007 00:01
Heill ykkur meistarar Hverjir eru þeir sem með blóði, svita og tárum gera manni eins og mér kleift að vakna seint á morgnana og liggja þess á milli með fartölvuna á maganum uppi í sófa? Það eru blessaðir bankastjórarnir. Viðskipti innlent 31. janúar 2007 00:01
Nýir menn í stjórn Viðskiptaráð áfrýjunarréttar í Amsterdam í Hollandi hefur skipað þrjá nýja menn í stjórn Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunnar í kjölfar deilna stjórnarinnar við stærstu hluthafa. Eftir breytinguna verða átta í stjórn í stað fimm og hafa nýju mennirnir úrslitavald í stefnumarkandi ákvörðunum. Viðskipti innlent 27. janúar 2007 14:31
SAS býður farþegum aflátsbréf Flugfélagið SAS mun frá og með haustinu bjóða þjónustu sem byggir á svipaðri hugmynd og aflátsbréf kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Bréf kirkjunnar áttu að tryggja styttri dvalartíma í hreinsunareldinum. Bréf SAS eru hins vegar til þess gerð að hreinsa samvisku flugfarþega. Guðjón Arngrímsson, upplýsingastjóri Icelandair Group, segir engar áætlanir um að bjóða flugfarþegum upp á bréf sem þessi í bráð. Viðskipti erlent 26. janúar 2007 01:28
Markmiðakvöld í febrúar Guðjón Bergmann jógakennari ætlar að bjóða upp á Markmiðakvöld 1. febrúar næstkomandi. Á Markmiðakvöldum er einblínt á stefnumótun í ljósi hinna sjö mannlegu þarfa, með stuttum fyrirlestri um mikilvægi markmiða og drauma, þar sem meðal annars verður rætt um fyrirheit og hættur. Markmiðakvöld var haldið síðast undir lok desember í fyrra á Grand Hótel í Reykjavík. Viðskipti innlent 25. janúar 2007 11:30
Peningaskápurinn... Jón Þór Sturluson hagfræðingur var meðal frummælenda á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga um krónuna og evruna. Erindi Jóns Þórs var athyglisvert og tæpt á ýmsum þáttum sem eru verðugt innlegg í þessa mikilvægu umræðu sem eflaust mun halda áfram næstu misserin. Viðskipti innlent 25. janúar 2007 06:00
Fyrirhyggja í uppgjöri Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins hafa ýmist ákveðið að gera bækur sínar upp í evrum eða íhuga að gera slíkt. Viðskipti innlent 24. janúar 2007 06:00
Félagsþjónusta auðmanna Það var glatt á hjalla hjá kunningja Aurasálarinnar um helgina. Eins og venjulega var úr nógu félagslífi að velja. Bankarnir buðu allir í partí og kvöldmat, nokkur stórfyrirtæki voru með veislur og svo var vini Aurasálarinnar vitaskuld boðið á leiki hjá íslenska handboltalandsliðinu, West Ham, Chelsea og Barcelona. Viðskipti innlent 24. janúar 2007 05:30
Lúterskir leiðindapúkar Stundum verður maður ótrúlega þreyttur á hvað þessi þjóð er lútersk og leiðinleg. Sammælist um að gera hvunndaginn að endalausum táradal og ef einhver vogar sér í grámyglu skamm-degisins að gera sér glaðan dag þá rjúka allir harðlífismenn þjóðarinnar upp til handa og fóta og hneykslast. Viðskipti innlent 24. janúar 2007 04:00
Vaxtalækkun fyrir kosningar? Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að ekki verði tilefni fyrir Seðlabankann að lækka vexti fyrr en um mitt sumar. Ástæðan er að allt er á fullu svingi enn sem komið er í hagkerfinu og kólnunareinkennin láta lítið á sér kræla. Viðskipti innlent 24. janúar 2007 03:30
Stríðslán uppgreitt Um áramótin síðustu greiddu Bretar Bandaríkjamönnum lokagreiðslu af láni sem tekið var í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Bretar fengu á stríðsárunum um 30 milljarða Bandaríkjadala í formi efnahagsaðstoðar Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta til bandamanna. Viðskipti innlent 24. janúar 2007 03:00
Finnair flýgur á skýrslu Hlutabréf í Finnair hækkuðu um fjögur prósent á miðvikudaginn eftir að ABN Amro sendi frá sér skýrslu um evrópsk flugfélög þar sem mælt var með kaupum á bréfum finnska flugfélagsins. Viðskipti erlent 19. janúar 2007 00:01
Peningaskápurinn... Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og eigandi Talnakönnunar og Heims, er glöggur maður og skrifar oft hnyttinn og hittinn texta. Hann hefur árum saman haldið úti því merka tímariti Vísbendingu þar sem ýmis hagræn málefni eru krufin. Viðskipti innlent 18. janúar 2007 08:14
Færeyingar fylgjast með Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar. Viðskipti innlent 17. janúar 2007 11:45
Kaup, Land og Glit Þær fregnir berast nú utan úr heimi að bankarisinn Citigroup hyggi á nýtt nafn. Vatnið verður vitanlega ekki sótt yfir lækinn og nýja nafnið mun verða Citi sem er einföld stytting á núverandi nafni. Viðskipti innlent 17. janúar 2007 11:15
Eini góði bankinn Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Viðskipti innlent 17. janúar 2007 10:30