
Stærsta einkavæðing Íslands
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.
Klinkið er spjallþáttur um viðskipti og efnahagsmál.
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.
Um það bil fjórðungur af öllum sjávarafla í heiminum er nú veiddur í fiskveiðistjórnunarkerfum að íslenskri fyrirmynd.
Sjávarklasinn, þ.e sjávarútvegurinn og þyrping fyrirtækja utan um hann, stóð á árinu 2010 undir 26 prósentum af landsframleiðslu Íslands.
"Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi,“ sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt.
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu.
Pétur Einarsson, forstjóri Straums sem er í viðtali í nýjasta þætti Klinksins á viðskiptavef Vísis, segir offramboð vera fyrir hendi á viðskiptabankastarfsemi hér á landi. Rekstrarkostnaður sé of mikill.
Pétur Einarsson, forstjóri Straums, eina sérhæfða fjárfestingarbankans á Íslandi, segir að þrátt fyrir breyttar aðstæður frá því sem áður var séu næg verkefni fyrir hendi við að "koma fjármagninu í arðbæra vinnu“. Þar geti Straumur gegnt mikilvægu hlutverki.
"Ég ætla að gefa þér hundrað þúsund kall. Ertu sáttur?" spyr Ragna Benedikta Garðarsdóttir, doktor í félagssálfræði, fréttamann í nýjasta þætti Klinksins.
Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi.
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að markaðsherferðin Inspired by Iceland, sem ráðst var í eftir að gosinu í Eyjafallajökli lauk, hafi skipt sköpum til að rétta af ferðamannaiðnaðinn eftir áfallið sem dundi yfir með gosinu. Hann segir að hrun hafi blasað við í bókunum á ferðum til Íslands áður en ráðist var í herferðina.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann.
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur.
Bankaráð Landsbanka Íslands vill að bankaráðið sjálft, en ekki kjararáð, úrskurði um laun bankastjórans. Þetta kemur fram í umsögn bankaráðsins við frumvarpi fjármálaráðherra um kjararáð, sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fram 2. desember síðastliðinn, tæpum mánuði áður en hann sagði skilið við embættið.
Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu.
Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni.
Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir nafn og merki bankans aukaatriði. Hann segir að nýtt nafn hafi verið rætt en enga ákvörðun hafa verið tekna í þeim efnum. "Það getur vel verið að nafn og ásýnd breytist, en það verður þá bara fylgifiskur þess hvert við erum að fara með bankann. “
Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum.
Bankastjóri Landsbankans telur að bankinn verði tilbúinn til skráningar í Kauphöll á næsta ári en hann segir að ríkissjóður gæti fengið miklar fjárhæðir fyrir lítinn hlut í honum.
"Það er engin spurning," segir Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, um hvort fyrirtæki í eigu Framtakssjóðs verði sett á markað á næstunni.
Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar.
N1 ætlar í framtíðinni að hasla sér frekari völl á markaði með matvöru og jafnframt annarri smásölu sem tengist ekki eldsneyti. Þetta sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Klinkinu hér á Vísi.
Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka í samkeppnisrekstri hefði auðvitað ekki gengið til lengdar.
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013.
"Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir of djúpt í árinni tekið að Seðlabankinn sé búinn að gefast upp á einföldu verðbólgumarkmiði og fljótandi gengi. Hins vegar hafi bankinn talað óvenju opinskátt um hversu illa hafi tekist með þá stefnu á árunum fyrir hrun.
"Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins.