Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Körfubolti 18. nóvember 2022 12:31
Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17. nóvember 2022 15:27
Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir. Körfubolti 17. nóvember 2022 14:31
Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Körfubolti 17. nóvember 2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 63-68 | Keflavík með fullt hús eftir tíu leiki Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn. Körfubolti 16. nóvember 2022 23:00
„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Körfubolti 16. nóvember 2022 22:30
„Þurfum að læra að góð lið byrja ekki illa á heimavelli“ Haukar töpuðu gegn toppliði Keflavíkur í Ólafssal 63-68. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur með hvernig Haukar spiluðu í fyrri hálfleik. Sport 16. nóvember 2022 22:30
Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó. Körfubolti 16. nóvember 2022 21:13
Yngvi: Fólk getur blásið í hvaða setti sem er „Fínn fyrri hálfleikur af okkar hálfu, vantaði svolítið orku komandi inn í þriðja leikhluta og að sama skapi voru Grindavíkurstelpur mjög grimmar og hittu eins og óður maður. Það er erfitt að hemja þær þegar sá gállinn er á þeim. Þær eru búnar að spila vel að undanförnu og sýndu styrk sinn í þriðja leikhluta. Heilt yfir er ég ekkert ósáttur,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Grindavík í Subway deild kvenna í kvöld. Körfubolti 16. nóvember 2022 20:39
Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 65-89 | Grindavík stakk af í þriðja leikhluta gegn Kanalausum Blikum Grindavík vann 89-65 sigur á Breiðabliki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Sigurinn var sá fjórði í vetur hjá Grindavík en Blikar voru hins vegar að tapa sínum fjórða leik í röð. Körfubolti 16. nóvember 2022 20:00
Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. Körfubolti 16. nóvember 2022 12:31
Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. Körfubolti 16. nóvember 2022 08:01
Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. Körfubolti 15. nóvember 2022 18:22
Durant sagði tæknivillu Tatum hlægilega og þá verstu sem hann hefur séð Jayson Tatum spilar með Boston Celtics í NBA-deildinni einu af liðinu sem Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets eru að keppa við á Austurströndinni. Körfubolti 15. nóvember 2022 17:01
Reynslumikill Spánverji á að hjálpa Njarðvíkingum upp úr neðsta sæti í fráköstum Njarðvíkingar styrktu liðið sitt í landsleikjaglugganum því félagið samdi við 205 sentímetra framherja. Körfubolti 15. nóvember 2022 16:30
„Hann er fáránlega ungur“ „Nei eða Já“ var að sjálfsögðu á sínum stað í Lögmál leiksins sem sýndur var í gær, mánudag. Gæði Luka Dončić voru til umræðu sem og hvort Austrið væri sterkara en Vestrið, hvort töp ungra leikmanna snemma á ferlinum væru slæm og að endingu hvort NBA deildin hefði einhvern tímann verið jafn opin og í dag. Körfubolti 15. nóvember 2022 07:00
Ítalía gerði Íslandi greiða Ítalía vann eins nauman sigur og mögulegt er á Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta, lokatölur 85-84. Sigurinn þýðir að Ítalía er komið á HM á meðan Ísland mætir Georgíu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og Filippseyjum. Körfubolti 14. nóvember 2022 21:00
„Ekki hægt að kalla þá meistarakandídata núna“ Gengi Golden State Warriors, ríkjandi meistara NBA deildarinnar, er til umræðu í nýjasta þætti Lögmál leiksins. Síðan Draymond Green gerði sér lítið fyrir og sló Jordan Poole kaldan í byrjun októbermánaðar hefur allt gengið á afturfótunum hjá Stríðsmönnunum. Körfubolti 14. nóvember 2022 17:45
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 79-72 | HM-vonin orðin afar veik Möguleikar Íslands á að komast á HM 2023 veiktust til muna eftir tap fyrir Úkraínu, 79-72, í Ríga í Lettlandi í dag. Körfubolti 14. nóvember 2022 16:00
„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Körfubolti 14. nóvember 2022 12:00
Ragnar og Hörður kallaðir inn gegn Úkraínu Tvær breytingar voru gerðar á landsliðshópi Íslands eftir tapið nauma gegn Georgíu á föstudag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í dag, í undankeppni HM karla í körfubolta. Körfubolti 14. nóvember 2022 11:13
Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Körfubolti 14. nóvember 2022 08:01
„Við setjum markmanninn bara strax fram“ Breiðablik hefur heillað með frammistöðu sinni í upphafi Subway-deildar karla í körfubolta, en leikstíll liðsins hefur komið andstæðingum þess í opna skjöldu. Körfubolti 14. nóvember 2022 07:00
Hefndartúr Dončić heldur áfram | Embiid og Tatum með yfir 40 stig Luka Dončić heldur hefndartúr sínum áfram í NBA deildinni. Eftir að vera lengi í gang á síðustu leiktíð og gagnrýndur fyrir að vera of þungur þá hefur Slóveninn verið hreint út sagt magnaður á þessari leiktíð. Hann var með þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Portland Trail Blazers. Körfubolti 13. nóvember 2022 10:02
Curry skaut meisturunum á beinu brautina á meðan Lakers stefnir í hyldýpið Meistarar Golden State Warriors lögðu spútniklið NBA deildarinnar, Cleveland Cavaliers, í nótt. Virðist sem Stríðsmennirnir séu að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á meðan Los Angeles Lakers getur varla unnið leik til að bjarga lífi sínu. Hvað þá án LeBron James. Lakers eru sem stendur lélegasta lið deildarinnar ásamt Houston Rockets. Körfubolti 12. nóvember 2022 11:17
„Hún er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin“ „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna. Körfubolti 12. nóvember 2022 07:00
Myndasyrpa frá tapinu súra gegn Georgíu Ísland mátti þola einkar súrt tap gegn Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Leikið var í Laugardalshöll og var stemningin í stúkunni gríðarleg. Körfubolti 11. nóvember 2022 23:47
„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“ Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld. Körfubolti 11. nóvember 2022 23:15
„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“ Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn. Körfubolti 11. nóvember 2022 23:00
Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu. Körfubolti 11. nóvember 2022 22:50