Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Álfta­nes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks

Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Real Madrid spænskur meistari í körfuknattleik

Real Madrid er Spánarmeistari í körfuknattleik eftir að hafa lagt Barcelon 3-1 í einvíginu um titilinn. Real lagði Börsunga 81-74 í dag á heimavelli og hefndi þar með fyrir einvígið í fyrra.

Sport
Fréttamynd

LeBron staddur á Íslandi

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Lífið
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son ó­vænt körfu­bolta­stjarna

Streetball-mót Húrra og Nike fór fram í annað skiptið í dag þar sem liðið Lads, skipað landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni og Kristjáni Daða Finnbjörnssyni, bar sigur úr býtum. Þar að auki var Albert valinn mikilvægast leikmaður mótsins, MVP.

Lífið
Fréttamynd

Curry loks mikil­vægastur í úr­slita­ein­víginu

Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring.

Körfubolti
Fréttamynd

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Körfubolti
Fréttamynd

Dúsir í rúss­nesku fangelsi fram yfir mánaðamót

Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta.

Körfubolti