Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Innlent 22. júlí 2021 10:20
Starfsfólk sem sótti LungA beðið um að fara í skimun Farsóttanefnd Landspítalans mælist til þess að starfsfólk spítalans, sem sótti hátíðina LungA á Seyðisfirði, fari í skimun fyrir kórónuveirunni eins fljótt og auðið er. Innlent 22. júlí 2021 09:58
Upplýsingafundur verður haldinn klukkan ellefu í dag Líkt fram kom eftir síðasta upplýsingafund, þá boða almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Innlent 22. júlí 2021 08:06
Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Erlent 22. júlí 2021 07:44
Tveir skammtar af bóluefni Pfizer eða AstraZeneca veiti góða vernd gegn delta-afbrigðinu Niðurstöður nýrrar rannsóknar á virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca á hið svokallaða delta-afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að bóluefnin veiti góða vernd þiggi einstaklingar báða skammta bóluefnana. Virknin er mun síðri með aðeins einum skammti. Erlent 21. júlí 2021 23:30
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. Innlent 21. júlí 2021 20:00
Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst. Innlent 21. júlí 2021 19:42
Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. Innlent 21. júlí 2021 18:31
Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. Innlent 21. júlí 2021 17:36
Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. Innlent 21. júlí 2021 15:29
Sárafátækum fjölgar í fyrsta skipti í áratug Ný skýrsla um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er komin út. Heimsmarkmiðin 21. júlí 2021 15:12
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Innlent 21. júlí 2021 14:24
Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju? Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu. Skoðun 21. júlí 2021 14:07
Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum. Tónlist 21. júlí 2021 13:55
Vonir dofna vegna Delta-afbrigðisins Þær vonir sem fjárfestar víða um heim höfðu varðandi það að lífið væri að færast í eðlilegan farveg, hafa ekki ræst að fullu. Hagkerfi hafa ekki jafnað sig eins hratt og vonast var og óttast er að það geti jafnvel tekið langan tíma vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins. Viðskipti erlent 21. júlí 2021 13:49
Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. Innlent 21. júlí 2021 13:05
Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Innlent 21. júlí 2021 12:07
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. Innlent 21. júlí 2021 12:00
Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Innlent 21. júlí 2021 11:36
Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. Innlent 21. júlí 2021 11:26
56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 21. júlí 2021 10:56
Tveir smitaðir á Seyðisfirði þar sem hátíðin LungA fór fram um helgina Tveir hafa greinst smitaðir á Seyðisfirði síðustu daga en listahátíðin LungA fór fram í bænum um helgina. Innlent 21. júlí 2021 10:24
Öll sýni neikvæð á Grund Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. Innlent 21. júlí 2021 10:09
Útgöngubann sett á aftur í Ástralíu Delta afbrigði kórónuveirunnar virðist nú á mikilli siglingu í Ástralíu og nú er svo komið að þrjú fjölmennustu ríki landsins hafa hert sóttvarnalögin á ný. Erlent 21. júlí 2021 07:08
Bólusettir muni líklega veikjast alvarlega hér eins og annars staðar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að grípa eigi strax til aðgerða innanlands svo stemma megi stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Reikna megi með að bólusettir veikist alvarlega hér á landi eins og dæmi séu um í öðrum Evrópulöndum. Innlent 20. júlí 2021 20:30
„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. Innlent 20. júlí 2021 19:23
Biðlar til Íslendinga að fara í sýnatöku sem fyrst eftir komu til landsins Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til þeirra sem eru bólusettir eða eru með sögu um fyrri COVID-19 sýkingu og eru búsettir á Íslandi, eða hafa hér tengslanet, að fara í sýnatöku vegna COVID-19 við komuna hingað til lands þrátt fyrir neikvætt PCR- eða antigen próf, sem tekið var fyrir brottför. Innlent 20. júlí 2021 18:55
Nýtt farsóttarhótel opnað þar sem hitt var að fyllast Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús á Hótel Rauðará í Reykjavík þar sem farsóttarhúsið Lind er orðið svo til fullt. Búist er við að áframhaldandi fjölda sýktra á næstu dögum. Innlent 20. júlí 2021 17:24
Vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða vegna stöðunnar Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans hefði viljað sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann hefur áhyggjur af verslunarmannahelginni og býst við háum smittölum næstu daga. Innlent 20. júlí 2021 17:20
Útilokar ekki að Ólympíuleikunum verði aflýst á síðustu stundu Tíu til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna í Ólympíuþorpinu á undanförnum sólahring. Heildarfjöldi smitaðra er kominn upp í 68 talsins og framkvæmdarstjóri leikanna hefur ekki útilokað að þeim verði aflýst á síðustu stundu. Sport 20. júlí 2021 16:30