Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf

Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi.

Innlent
Fréttamynd

Covid 19 – eðlilegar áhyggjur en höldum í vonina

Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta smitið síðan í júlí

Maður sem kom nýverið til Grænlands frá Danmörku hefur greinst með kórónuveiruna. Er um fyrsta smitið að ræða á Grænlandi síðan í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel

Um 600 manns fara í sýnatöku í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag en um er að ræða 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn. Allt hefur gengið vel það sem af er degi en sýnatakan hófst klukkan 08:30 í morgun og henni á að vera lokið klukkan 16:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fólk glímir enn við fjöl­þætt ein­kenni mánuðum eftir veikindin

Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk sem smitaðist af kórónuveirunni engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Landspítala ogHáskóla Íslands benda til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir

„Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós.

Innlent
Fréttamynd

Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla

Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans.

Innlent
Fréttamynd

Jólasveinninn er dáinn

„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. 

Skoðun
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu

Það hefur margt breyst þau 16 ár sem Kokka hefur verið með netverslun en salan í vefversluninni tífaldaðist í apríl á þessu ári. Það hefur þó komið Guðrúnu Jóhannesdóttur eiganda Kokku mest á óvart hvað salan í versluninni hefur líka aukist mikið í kjölfar kórónufaraldurs.

Atvinnulíf