Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 

Innlent
Fréttamynd

Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum

Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag.

Erlent
Fréttamynd

Við ætlum að halda áfram

Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Berlu­sconi lagður inn á sjúkra­hús

Silvio Berlusconi, Evrópuþingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi. Gekkst hann undir rannsóknir, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hafi greinst með kórónuveiruna.

Erlent
Fréttamynd

Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans

Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent