
Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks
Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs.