Grænar hindranir Svavar Halldórsson skrifar 15. október 2021 07:00 Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar