

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna
Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973.

Fundu þrjú kíló af kannabis og 90 plöntur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær.

Ölvaður á ofsahraða
Karl um þrítugt var stöðvaður í akstri á Vesturlandsvegi á móts við Höfðabakka síðdegis í gær. Bíll hans mældist á 147 km hraða en þarna er 80 km hámarkshraði. Maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður.

Ingólfur færður til yfirheyrslu eftir næturvist hjá lögreglunni
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap
Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík.

Einum sleppt vegna kókaínmálsins
Karl á sextugsaldri er laus úr haldi lögreglu en maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild á innflutningi kókaíns hingað til lands frá Spáni.

Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni
Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm.

Mikið um þjófnaði á Akranesi
6 þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku.

Segist ekki tala á upptökum
Gunnar Viðar Árnason hafnar því að símtöl sanni fíkniefnasmygl hans.

Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum
Athafnamaðurinn Sigurður Ólason er talinn hafa þvættað peninga í gegnum félagið Hollís, sem hann stofnaði með hollenskum og ísraelskum fíkniefnasölum. Sigurður tengist miklum fjölda annarra fyrirtækja hérlendis og á tugi fasteigna.

Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað
Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðarlega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reyndist innihalda nokkur kíló af hörðum fíkniefnum hafði borist hingað til lands.

Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir.

Fimm stærstu fíkniefnamál ársins 2007
Í tilefni þess að árið er senn á enda hefur Vísir tekið saman fimm stærstu fíkniefnamálin sem upp komu á árinu.

Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt
Umsátri sérsveitar lögreglunnar um hús á Hnífsdal lauk á þriðja tímanum í nótt með því að byssumaður sem var í húsinu var yfirbugaður. Maðurinn, sem var í húsi við Bakkaveg, er talinn hafa hleypt af skoti fyrr um kvöldið.
Sérsveit lögreglu situr um vopnaðan mann á Hnífsdal
Sérsveit lögreglunnar situr nú um hús á Hnífsdal, á Vestfjörðum, þar sem inni er vopnaður maður sem talið er að hafi hleypt af skoti fyrr í kvöld. Sérsveitarmenn voru sendir með þyrlu frá Reykjavík. Þeir lentu í Hnífsdal upp úr miðnætti og umkringja nú húsið.

Ekkert lát á straumi fíkniefna
Mörg stór fíkniefnamál hafa komið upp síðustu ár. Tólf ára fangelsisdómur yfir Austurríkismanni var mildaður í níu ár í Hæstarétti. Tryggvi Rúnar Guðjónsson situr nú af sér tíu ára fangelsisdóm sem er þyngsti fíkniefnadómur Hæstaréttar.