Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 18:34 Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Lögreglan segir of algengt að fólk virði ekki umferðalokanir við slysstaði en eftir alvarlegt slys fyrr í vikunni, þegar ekið var á barn á reiðhjóli, áréttaði lögreglan mikilvægi þess að troðast ekki fram hjá ökutækjum þeirra. Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. Barnið hjólaði niður Austurgerði, sem er lítil gata í smáíbúðarhverfinu, og við gatnamótin á Sogaveginum, þar fyrir neðan, ekur bíll á það. Lögreglan þurfti að loka gatnamótum við Bústaðaveginn og skilja ökutækin sín eftir til að geta sinnt fyrstu hjálp á vettvangi. Lögreglunni varð fljótt ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. „Þegar að slys verða þá fer lögreglan á staðinn ásamt sjúkrabíl og tækjabíl frá slökkviliði. Fyrsta viðbragð hjá okkur er að loka vettvangi nokkuð vítt til að meta stöðuna á vettvangi. Oft þurfa lögreglumenn að fara frá tækjunum. Skilja þau eftir með blá blikkandi ljós. Við hreinlega erum að upplifa það að bílar, ökumenn eru að keyra fram hjá þessum lokunum,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, tróðu ökumenn sér fram hjá og þeim sem tókst það urðu að nema staðar alveg við slysstað. Slíkt gæti haft áhrif á rannsóknahagsmuni. „Lögregla þarf sinn tíma til að skoða rannsóknahagsmuni og hvernig svona slys og umferðarslys verða. Taka myndir og leggja hald á sönnunargögn ef því er að skipta,“ segir hann og bendir á að sé ekið inn á vettvang gæti það haft áhrif á sönnunargögn á vettvangi.Einhver tilmæli sem þú hefur til fólks varðandi þetta?„Það er bara afskaplega einfalt. Það er að virða lokanir þegar lögregla og sjúkrabílar eru við störf. Ef fólk er eitthvað í vafa, þá bara hreinlega bíða þangað til lögreglumaður kemur að tækinu. Við náttúrulega erum að vinna á vettvangi og þurfum fyrst og fremst að hugsa um það. Síðan komum við að tækjunum og þá er einfaldlega hægt að fara út og spyrja.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira