Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Hver sem er getur grillað fisk

"Það er yfir höfuð dauðaeinfalt að grilla. Aðalatriðið er bara að hafa góðan félagsskap," segir Kristófer Ásmundsson, matreiðslumaður á matsölustaðnum og fiskversluninni Gallerý fiski.

Menning
Fréttamynd

Grænt á grillið

"Grill hentar fyrir flest allt grænmeti og til að mynda er alltaf sígilt að grilla hálfan tómat bara á skinninu og pensla með hvítlauksolíu og virkar þetta bæði sem meðlæti og sósa með öðrum réttum," segir Dóra Svavarsdóttir, kokkur á veitingastaðnum Á næstu grösum.

Menning
Fréttamynd

Sukiyaki í sumarblíðu

Hjónin Dúna og Tómas Boonchang reka veitingastaðina Ban Thai á Hverfisgötu og NaNa Thai í Skeifunni. Veitingastaðurinn Ban Thai (sem þýðir Taíhúsið) hefur verið starfræktur í þrettán ár við góðan orðstír.

Menning
Fréttamynd

Þegar hitaeininga er þörf

Hvað er betur viðeigandi á 17. júní en heimilislegt kaffihlaðborð með þjóðlegu íslensku bakkelsi? Eftir skrúðgöngu og hæfilega útivist í hinu hefðbundna íslenska sumarveðri er hitaeininga þörf í kroppinn.

Menning
Fréttamynd

Blástursofn gerir kraftaverk

"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri.

Menning
Fréttamynd

Humar í sérstöku uppáhaldi

Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, finnst gaman að elda góðan mat og eru sjávarréttir í sérstöku uppáhaldi hjá henni. "Uppáhaldsmaturinn minn er að sjálfsögðu humar. Ég matreiði hann þannig að ég sker hann endilangan, fletti út og set á hann mikið af hvítlauks og paprikusalti.

Menning
Fréttamynd

Bensínstöðvakjöt á grillið

Eins og oft vill verða á ferðalögum er verslað í næstu sjoppu þegar hungrið fer að segja til sín. Ef sólin skín er tilvalið að kaupa sér einnota grill og stökkva út í næsta móa. Úrvalið í þjóðvegaverslunum landsins er misjafnlega mikið en til að bæta upp óspennandi kjötmeti má notast við ágætis úrræði.

Menning
Fréttamynd

Tómatuppskriftir

Tómatar eru bragðmestir ef þeir fá að þroskast á plöntunni og ekki síst ef þeir eru ræktaðir úti undir berum himni í mikilli sól. Bragð tómatanna breytist töluvert við eldun og verður sætara og mildara.

Menning
Fréttamynd

Einyrki ársins 2004

"Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins"

Menning
Fréttamynd

Bestu kaupin í kassavínum

Í nýjasta hefti Gestgjafans fjallar Þorri Hreinsson vínrýnir um kassavín og er niðurstaðan af úttekt hans að hvítvínið Gruntrum Riesling séu bestu kaupin í kassavínum í Vínbúðum hérlendis. Þorri mælir með víninu einu og sér, með léttum fiskréttum og austurlenskum mat.

Menning
Fréttamynd

Hluti af þjóðarsálinni

Tapas er eitt af því sem einkennir spænska matargerð og hefur gert það í mörg hundruð ár. Orðið tapas þýðir í raun og veru að hylja en þetta eru smáréttir sem eru borðaðir á krám og veitingahúsum fyrir hádegismat og kvöldmat til að seðja sárasta hungrið.

Menning
Fréttamynd

Aðeins kristnir menn borða mýs

Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum.

Menning
Fréttamynd

Grísk tzatziki-ídýfa

Tzatziki-ídýfa er tilvalin með góðu brauði eða sem sósa með ýmsum grilluðum mat, til dæmis grilluðum fiski eða lambakjöti.

Menning
Fréttamynd

Sparnaður í mjólkurdrykkju

Doktor David MacCarron, bandarískur prófessor í læknis- og næringarfræði við háskólann í Kaliforníu heldur því fram að Íslendingar og Bandaríkjamenn gætu sparað mjög mikið í heilbrigðisgeiranum ef börn og fullorðnir drykkju meira af mjólk og borðuðu meira af mjólkurvörum á hverjum degi. MacCarron telur að Íslendingar gætu sparað um það bil þrjá til fjóra milljarða íslenskra króna í heilbrigðiskerfinu á þennan hátt.

Menning
Fréttamynd

Hollur matur er alls ekki dýrari

Nú þegar sumarið er komið eru margir sem huga að heilsunni og liggur beinast við að breyta mataræðinu. Það er ekki tilfellið að hollur matur sé dýrari en óhollur.

Menning
Fréttamynd

Borða til að verjast ónæði

Konur sem þurfa að vinna í mjög háværu umhverfi bregðast við ónæðinu með því að borða mjög mikið á milli mála. Ný rannsókn sýnir að þær grípa allt sem hendi er næst og úða í sig snakki, frönskum, súkkulaði og bara hverju sem er. Karlmenn hins vegar gera þetta ekki.

Menning
Fréttamynd

Rauðir, stinnir og safaríkir

"Ekki snerta tómatana mína," söng Josephine Baker daðurslega á millistríðsárunum, en íslenskir garðyrkjubændur syngja allt annan söng og bjóða neytendum upp á sannkallaða tómataveislu í sumar. Íslenskir tómatar eru nú fáanlegir árið um kring, en úrvalið eykst og verðið lækkar um leið og sumarið gengur í garð.

Menning