Ronaldinho áfram í Brasilíu Ekkert varð af endurkomu Brasilíumannsins Ronaldinho í evrópska boltann þar sem að hann hefur framlengt samning sinn við Atletico Mineiro í heimalandinu. Fótbolti 10. janúar 2014 11:30
Bayern niðurgreiðir "dýra" Arsenal-miða Evrópumeistarar Bayern München og Arsenal mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði og Þjóðverjarnir ætla að bregðast við háu miðaverði á Emirates-leikvanginum með því að greiða niður miðaverð fyrir stuðningsmenn sína. Fótbolti 9. janúar 2014 19:45
Messi: Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona Argentínumaðurinn Lionel Messi er byrjaður að spila á ný með Barcelona eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Getafe í gærkvöldi. Fótbolti 9. janúar 2014 17:34
Fullyrt að Ronaldinho sé búinn að semja við Besiktas Hollenska dagblaðið De Telegraaf fullyrðir á heimasíðu sinni í dag að Brasilíumaðuinn Ronaldinho hafi skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við tyrkneska liðið Besiktas. Fótbolti 7. janúar 2014 09:42
Lewandowski skrifaði undir fimm ára samning við Bayern Pólski landsliðsframherjinn Robert Lewandowski hefur gengið frá fimm ára samningi við þýsku meistarana í Bayern Munchen og mun því fara til liðsins í sumar. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld. Fótbolti 4. janúar 2014 18:37
Barcelona vinsælasta félag heims á fésbókinni Barcelona er komið með 50 milljónir fylgjenda á fésbókinni og telst nú vera vinsælasta félag heims á samskiptamiðlinum útbreidda. Þetta kemur fram á heimasíðu spænsku meistaranna. Fótbolti 3. janúar 2014 21:15
Real Madrid vann eyðimerkur-einvígið Stórliðin Real Madrid frá Spáni og Paris Saint-Germain frá Frakklandi mættust í dag í æfingaleik í Katar en bæði liðin voru í æfingabúðum við Persaflóann um áramótin. Real Madrid vann leikinn 1-0 og kom markið í fyrri hálfleik. Fótbolti 2. janúar 2014 16:41
Rándýrt á síðari leik Barcelona og Man. City Það mun kosta stuðningsmenn Barcelona skildinginn að sjá síðari leik liðsins gegn Man. City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 20. desember 2013 21:45
Barcelona, hvert fóru peningarnir fyrir Neymar? Spænskur dómstóll ætlar að þvinga forráðamenn Barcelona til gera grein fyrir því hvert peningarnir fóru sem félagið borgaði fyrir Brasilíumanninn Neymar í sumar. Fótbolti 18. desember 2013 18:29
Ekki fullur völlur hjá Olympiakos á móti Man. United Olympiakos má ekki selja í öll sætin á fyrri leik sínum á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram 25. febrúar á nýju ári. Fótbolti 17. desember 2013 21:30
Bayern München auðveldlega í úrslitaleikinn Bayern München vann öruggan 3-0 sigur á kínverska liðinu Guangzhou í undanúrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í kvöld. Bayern München mætir annaðhvort Raja Casablanca frá Marokkó eða Atlético Mineiro frá Brasilíu í úrslitaleiknum en hinn undanúrslitaleikurinn er spilaður á morgun. Fótbolti 17. desember 2013 21:21
Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum Didier Drogba mun snúa aftur á Stamford Bridge með liði sínu, Galatasaray, í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Man. City og Arsenal fengu gríðarlega erfið verkefni en Man. Utd datt í lukkupottinn á ný. Fótbolti 17. desember 2013 00:01
Draumur fyrir Moyes og Drogba snýr heim | Þessi lið mætast í Meistaradeildinni Arsenal mætir Evrópumeisturunum frá Bæjaralandi í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Manchester City reynir sig gegn Spánarmeisturum Barcelona. Fótbolti 16. desember 2013 09:36
Juventus missti af fimm milljörðum króna Leikmenn og forráðamenn Juventus eru sárir eftir að liðið féll úr leik í snjónum í Tyrklandi í gær. Skal svo sem engan undra þar sem tapið var sárt og dýrt líka. Fótbolti 12. desember 2013 13:30
Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir | Komu of seint á völlinn Það mætti halda að stuðningsmenn Arsenal væru á stríðssvæði miðað við öryggisgæsluna í kringum þá í gær. Allt fór úr skorðum og þeir mættu flestir allt of seint á völlinn. Fótbolti 12. desember 2013 10:45
Þessum liðum geta ensku liðin mætt í 16 liða úrslitunum Það verða fjögur lið í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta á mánudaginn. Arsenal fór áfram upp úr sínum riðli í kvöld en áður höfðu Chelsea, Manchester United og Manchester City tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. Fótbolti 11. desember 2013 22:07
Stuðningsmenn Ajax stungnir með hníf Óeirðir brutust út í Mílanó í kvöld fyrir viðureign AC Milan og Ajax í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 11. desember 2013 20:37
Ancelotti: Ronaldo er fullkominn sóknarmaður Cristiano Ronaldo bætti met í Meistaradeild Evrópu í gær og uppskar fyrir það mikið hrós þjálfara síns. Fótbolti 11. desember 2013 18:00
Higuain sér ekki eftir neinu Sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain var sterklega orðaður við Arsenal í sumar en sér ekki eftir því að hafa gengið til liðs við Napoli. Fótbolti 11. desember 2013 17:15
Stuðningsmenn Arsenal fá lögreglufylgd í kvöld Það varð allt vitlaust fyrir fyrri leik Napoli og Arsenal í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Napoli réðust þá á stuðningsmenn Arsenal. Fótbolti 11. desember 2013 16:30
Rúrik spilaði meiddur gegn Madrídingum Rúrik Gíslason lét meiðsli í kálfa ekki hindra sig og spilaði allan leikinn með FCK gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 11. desember 2013 15:45
Vængbrotið lið Dortmund verður að vinna Það er mikið undir hjá þýska félaginu Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Liðið verður að leggja Marseille af velli til þess að komast í sextán liða úrslit keppninnar. Ef Dortmund vinnur ekki í Frakklandi þá þarf liðið að treysta á að Arsenal klári Napoli á Ítalíu. Fótbolti 11. desember 2013 14:30
Benitez: Wenger er besti stjórinn í enska boltanum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun hitta fyrir kunnuglegt andlit á hliðarlínunni í kvöld er Arsenal spilar gegn Napoli í Meistaradeildinni. Fótbolti 11. desember 2013 14:00
Sneijder skaut Juventus út úr Meistaradeildinni Tyrkneska liðið Galatasaray tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með því að vinna 1-0 sigur á Juventus í dag í leik sem þurfti að fresta í gær vegna snjókomu í Istanbul. Fótbolti 11. desember 2013 12:30
Neymar með þrennu í stórsigri Barcelona - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Fótbolti 11. desember 2013 10:24
Tíu leikmenn AC Milan héldu út á móti Kolbeini og félögum AC Milan komst með naumindum áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust AC Milan og Ajax á San Siro í kvöld. Fótbolti 11. desember 2013 10:22
Benitez sigraði en Wenger komst áfram Napólí lagði Arsenal 1-0 að velli í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Arsenal fór þó áfram í 16-liða úrslitin. Fótbolti 11. desember 2013 10:21
Sigurmark Dortmund á elleftu stundu Borussia Dortmund tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri á Marseille í Frakklandi. Fótbolti 11. desember 2013 10:19
Sluppu við refsingu vegna Mandela-skilaboða Didier Drogba og Emmanuel Eboue sýndu Nelson Mandela heitnum virðingu sína með skilaboðum á bolum sínum um helgina. Fótbolti 10. desember 2013 23:30
Moyes: Stefnum á sigur í keppninni „Við vildum ná toppsætinu og það tókst. Sigurinn hjálpar okkur og bætir form okkar,“ sagði David Moyes eftir sigurinn á Shaktar Donetsk í kvöld. Fótbolti 10. desember 2013 22:43