Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Wenger: AC Milan stærsta prófraunin

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn muni fá sína erfiðustu prófraun gegn Evrópumeisturum AC Milan en liðin mætast í Lundúnum í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: Materazzi átti skilið að fá rautt

    Rafa Benitez létti af sér nokkra pressu í kvöld þegar lið hans Liverpool vann 2-0 sigur á Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benitez er þó með báða fætur á jörðinni og segir mikið eftir í einvíginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool í vænlegri stöðu

    Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmaður stunginn í Róm

    Ungur stuðningsmaður Real Madrid liggur nú á sjúkrahúsi í Róm eftir að hafa verið stunginn. Þetta kemur fram á ítölskum fréttamiðlum í kvöld. Maðurinn ungi var fluttur á sjúkrahús en engar frekari fregnir hafa borist af líðan hans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur til átaka í Róm í tengslum við knattspyrnuleiki í borginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Milan er sigurstranglegra

    Arsene Wenger viðurkennir að Evrópumeistarar AC Milan verði að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni við sína menn í Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram á Emirates í London á miðvikudagskvöldið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við getum unnið Milan

    Arsene Wenger er spenntur fyrir mótherjum Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir sjálfum Evrópumeisturunum, AC Milan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hugsanlega erfiðustu mótherjarnir

    Sir Alex Ferguson fullyrðir að mótherjar Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, franska liðið Lyon, sé einn erfiðasti mótherjinn sem lið hans hefði geta fengið í drættinum í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool: Þessi verður stór

    Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, segir sína menn gera sér fulla grein fyrir því að þeir eigi erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir mæta Inter Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester-bullurnar fá fangelsisdóma

    Útlit er fyrir að stuðningsmenn Manchester United sem handteknir voru í Róm vegna óláta fyrir leik Roma og United í Meistaradeildinni á dögunum þurfi að dúsa í fangelsi fram yfir jól í það minnsta. Þeir voru allir dæmdir í fangelsi í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal mætir AC Milan

    Nú er klárt hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem hefjast í febrúar. Sannkallaðir risaleikir eru á dagskrá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi

    Nú klukkan 11 kemur í ljós hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og verður drátturinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í drættiinum og fara fyrstu leikirnir í 16-liða úrslitum fram dagana 19. og 20. febrúar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Útsala í Kænugarði

    Forseti Dynamo Kiev hefur lofað að tekið verði rækilega til í herbúðum liðsins eftir arfaslakan árangur þess í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið hafnaði í neðsta sæti og fékk ekki eitt einasta stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ólætin vörpuðu skugga á leikinn

    Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld vonsvikinn yfir því að ólæti stuðningsmanna hefðu enn á ný sett mark sitt á leik Manchester United og Roma í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger hefur ekki áhyggjur

    Arsene Wenger segist ekki hafa stórar áhyggjur af því hvaða mótherja Arsenal fær í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að ljóst varð að liðið náði ekki að landa efsta sætinu í riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjö Englendingar á sjúkrahús

    Sjö stuðningsmenn Manchester United voru fluttir á sjúkrahús í tengslum við leik liðsins gegn Roma í Róm á Ítalíu í kvöld. Fimm þeirra hlutu stungusár eftir átök sem urðu fyrir utan leikvanginn fyrir leikinn, en tveir þeirra voru ofurölvi að sögn talsmanns sendiráðsins í Róm.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Martröð á Ibrox

    Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafnt á Nývangi í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Rangers er á leið út úr keppninni eins og staðan er í hálfleik því liðið er 1-0 undir á heimavelli gegn Lyon frá Frakklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður byrjar gegn Stuttgart

    Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Stuttgart í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þrír stuðningsmenn United stungnir í Róm

    Þrír af stuðningsmönnum Manchester United voru stungnir í átökum fyrir leikinn við Roma í Meistaradeildinni í Róm í kvöld. BBC greinir frá þessu nú rétt í þessu. Síðast þegar liðin mættust enduðu 11 stuðningsmenn á sjúkrahúsi eftir átök.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður Smári í hópnum

    Eiður Smári Guðjohnsen er að venju í leikmannahópi Barcelona en liðið mætir Stuttgart í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti