Eitt elsta bíó landsins brátt fyrir bí Sögu eins elsta kvikmyndahúss landsins lýkur þann 1. maí þegar Borgarbíó á Akureyri hættir starfsemi. Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæðið og fyrirhuguð er uppbygging á íbúðar- og verslunarrými á reitnum og nærliggjandi svæði. Meðal hugmynda er að rífa húsið og byggja nýtt. Menning 26. mars 2022 09:00
Trommari Foo Fighters látinn aðeins fimmtugur Taylor Hawkins, trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, er látinn fimmtugur að aldri. Hljómsveitin tilkynnti fráfall hans í gærkvöldi. Tónlist 26. mars 2022 08:48
Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar. Menning 26. mars 2022 07:01
Vill að umdeilt listaverk til heiðurs samstarfi Rússa og NATO verði fjarlægt Ritari Samtaka hernaðarandstæðinga vill að listaverk fyrir utan Hótel Sögu verði fjarlægt. Verkið er tuttugu ára gamalt og táknar vináttu og samstarf Rússlands við NATO-ríkin. Innlent 25. mars 2022 22:51
Páll Óskar tók lagið: „Ég er búinn að lifa alveg dásamlegu lífi“ Poppkóngurinn Páll Óskar fagnar fimmtugsafmæli sínu í kvöld með stórtónleikum í Háskólabíói í kvöld og á morgun. Hann kveðst ótrúlega þakklátur og segist vera búinn að lifa dásamlegu lífi. Lífið 25. mars 2022 20:34
Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. Lífið 25. mars 2022 16:30
Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“ Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika. Tónlist 25. mars 2022 13:30
Friðrik Dór og BÓ endurútsetja lagið Dagar og nætur Friðrik Dór gaf í dag út endurútgáfu af laginu Dagar og nætur. Lagið framleiddi Pálmi Ragnar og mun það birtast í þáttaröðinni Brúðkaupið okkar. Tónlist 25. mars 2022 13:04
Lay Low syngur Með Hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir Úkraínu Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, mun flytja lagið Með hækkandi sól í söfnunarmessu fyrir hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu í sunnudagsmessu í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. Lagið er framlag Íslands til Eurovision í ár. Lífið 25. mars 2022 12:14
Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. Menning 25. mars 2022 11:30
„Ég hef vaxið undanfarin ár og hef getað gefið mér tíma til þess“ Tónlistarmaðurinn Þórsteinn Einarsson býr í Vínarborg þar sem hann er með plötusamningi við Sony Music og er hann að gefa út nýja plötu í dag. Þórsteinn er einnig að fara á tónleikaferðalag um Austurríki eftir útgáfu plötunnar. Lífið 25. mars 2022 11:30
Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar. Tónlist 25. mars 2022 07:01
Taktu þátt: Búðu til þitt eigið lag og myndband með Overtune Vísir.is ætlar að leita að besta OVERTUNE lagi og myndbandi og eru peningaverðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin. Leikurinn stendur til 7. apríl. Lífið samstarf 25. mars 2022 07:01
Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. Innlent 24. mars 2022 22:01
„Ekki fallegar tilfinningar en þær eru mannlegar og við þekkjum þær öll“ Una Torfadóttir byrjaði að semja lög um ástarsorg löngu áður en hún upplifði hana sjálf. Sem barn skrifaði hún dramatíska texta á ensku og söng af mikilli innlifun en þegar unglingsárin hófust fór Una að skrifa um sínar eigin upplifanir og þá tók móðurmálið við. Albumm 24. mars 2022 15:50
Windfall: Engin leið að losna við Marshal Erikson Windfall, sem frumsýnd var á Netflix í síðustu viku, fjallar um innbrot sem breytist óvart í mannrán/gíslatöku. Jason Segel leikur innbrotsþjófinn, á meðan Jesse Plemons og Lily Collins leika fórnarlömbin. Gagnrýni 24. mars 2022 13:27
„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“ Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra. Tónlist 24. mars 2022 12:31
Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Lífið 24. mars 2022 11:05
Vildi feta aðrar og myrkari slóðir: „Þær voru svolítið skrítnar á svipinn“ Í ár hlýtur Ragnheiður Gestsdóttir Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun fyrir bókina Farangur. Hún er önnur glæpasaga Ragnheiðar sem hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Sagan segir frá Ylfu sem leggur á flótta frá ofbeldisfullum sambýlismanni. Lífið 23. mars 2022 23:55
Ákvað sex ára að taka þátt í Voice: „Ég fékk alveg sjokk þegar hann snéri sér við“ Hin tólf ára Sólveig Birta sló í gegn í þýska þættinum The Voice Kids á dögunum og kepptust dómarar keppninnar við að fá að vinna með Íslendingnum. Hún stefnir á að vinna sem söngkona eða handboltakappi í framtíðinni. Lífið 23. mars 2022 23:15
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. Lífið 23. mars 2022 20:39
Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Lífið 23. mars 2022 16:27
Okkar Astrid Lindgren kveður Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund. Innlent 23. mars 2022 15:45
Blæs nýju lífi í Roxette tveimur árum eftir dauða söngkonunnar Rúmum tveimur árum eftir andlát Marie Frederiksson hefur Per Gessle ákveðið að blása nýtt líf í sænsku sveitina Roxette. Sveitin mun halda áfram en fá nýtt nafn og nýjar söngkonur. Lífið 23. mars 2022 13:30
Deila með tíu í sannleikann, annars trúir þessu enginn „Viðtökurnar eru frábærar. Fólk þyrstir í vor og náttúru, gleði og vitleysu enda veitir ekki af núna,“ segir Örn Marínó, annar handritshöfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar Allra síðasta veiðiferðin sem frumsýnd var um helgina. Lífið samstarf 23. mars 2022 12:24
Guðrún Helgadóttir er látin Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri. Innlent 23. mars 2022 12:03
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. Tónlist 23. mars 2022 12:01
„Ég ætla að vera eins og Raggi Bjarna og syngja þangað til ég verð 85 ára“ „Ég held að ég sé í mínu allra besta formi raddlega séð í dag,“ segir söngkonan Sigga Beinteins sem heldur upp á þrefalt stórafmæli í ár. Hún fagnar fjörutíu ára söngafmæli, ásamt því að verða sjálf sextug í júlí. Þá eru einnig tuttugu ár síðan Sigga og Sigrún Eva kepptu í Eurovision með lagið Nei eða já. Lífið 23. mars 2022 11:30
23 ára en selur málverk fyrir mörg hundruð þúsund Erna Mist er 23 ára en þrátt fyrir ungan aldur er hún pistlahöfundur, myndlistakona, stuttmyndagerðakona og var tilnefnd til Gullna eggsins á RIFF. Lífið 23. mars 2022 10:30
Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. Albumm 22. mars 2022 16:21