Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Kanadíski leikarinn Elliot Page frumsýndi nýja kærustu sína, leikkonuna Juliu Shiplett, með því að birta mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman á regnbogagötunni Skólavörðustíg. Lífið 29. júní 2025 15:00
Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes. Lífið 29. júní 2025 14:27
Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 29. júní 2025 07:02
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28. júní 2025 12:26
Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Innlent 27. júní 2025 23:02
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Innlent 27. júní 2025 18:48
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27. júní 2025 14:20
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27. júní 2025 12:52
Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Um helgina eru síðustu forvöð að sjá ljósmyndasýninguna „Veiðidagur í Óseyrarnesi 1993“ í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka. Menning 27. júní 2025 11:03
F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Það mátti heyra öskrið í vélunum og sjá hvíta tjaldið stjörnuprýtt á forsýningu F1: The Movie í Sambíóunum Egilshöll á miðvikudag. Lífið samstarf 27. júní 2025 10:35
Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Skoðun 27. júní 2025 06:01
Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Lífið 26. júní 2025 23:34
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Innlent 26. júní 2025 16:22
Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024. Lífið 26. júní 2025 14:41
Pólitískt skemmdarverk unnið á höggmynd Skemmdarverk var unnið á listaverki Samstarfi, eða Partnership, sem stendur við Sæbraut skammt frá Höfða í Reykjavík. Skemmdarverkið lítur út fyrir að hafa verið pólitísks eðlis. Innlent 26. júní 2025 13:24
Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Kanadíski leikstjórinn Denis Villeneuve mun leikstýra næstu mynd um breska spæjarann James Bond fyrir Amazon MGM Studios sem keyptu réttinn að seríunni í febrúar. Bíó og sjónvarp 26. júní 2025 08:56
Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Lífið 26. júní 2025 07:04
Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. Lífið 25. júní 2025 21:09
„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Lífið 25. júní 2025 19:27
Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjö manns sóttu um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var á dögunum. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Lífið 25. júní 2025 16:14
Þorgerður brák grafin úr gleymsku Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir. Lífið 25. júní 2025 15:54
„Þú gerir heiminn að betri stað“ Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær. Lífið 25. júní 2025 15:46
Stálu senunni í París Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. Tíska og hönnun 25. júní 2025 13:32
Ástin kviknaði á Humarhátíð Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár. Lífið 25. júní 2025 12:01
Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. Gagnrýni 25. júní 2025 07:01
Zendaya sást í miðbænum Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. Lífið 24. júní 2025 18:54
Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Íslenska spennuþáttaröðin Reykjavík Fusion heldur áfram að vekja athygli á alþjóðavettvangi eftir glæsilega heimsfrumsýningu á Canneseries-hátíðinni í apríl. Þættirnir hafa fengið lof fyrir frumlega nálgun og sterka frammistöðu aðalleikara. Bíó og sjónvarp 24. júní 2025 17:01
Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Tónlistarparið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hafa sent frá sér ábreiðu af Ástardúett, ódauðlegu lagi Stuðmanna, í nýrri og poppaðri útgáfu. Tónlist 23. júní 2025 16:19
Barnahátíðin Kátt snýr aftur Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa. Lífið 23. júní 2025 11:21
Umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett. Lífið 22. júní 2025 22:59
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög