Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Kosning hafin um sjón­varps­efni ársins

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024.

Lífið
Fréttamynd

Fokk Lax­ness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa

„Helvítis fokking fokk!“ er frasi sem fangaði angist þjóðarinnar í kjölfar Hrunsins. Rúmum fimmtán árum eftir Búsáhaldabyltinguna standa Íslendingar á ný frammi fyrir hruni. Að þessu sinni eru hins vegar orðin, sem voru okkur fróun á tímum efnahagsþrenginga, birtingarmynd þess sem við glötum.

Lífið
Fréttamynd

Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á ís­lenskum stjörnum

Svikahrappar hlaða nú upp gervigreindarlögum í nafni vinsælla íslenskra hljómsveita í von um að geta grætt á þeim. Markaðsstjóri Öldu Music segir aðgangarugling ekki nýjan af nálinni á Spotify en nú sé greinilega um markviss svik að ræða. Spotify hafi nýverið fjarlægt tugi milljóna gervigreindarlaga af veitunni.

Tónlist
Fréttamynd

Málið er dautt (A Modest Proposal)

Í tveimur frægum skáldsögum er lífinu í einræðisríkjum framtíðarinnar lýst. George Orwell segir frá Oceaniu, þar sem Stóri bróðir vakir yfir hverri hreyfingu og hugsun borgaranna. Mannkynssagan er endurskrifuð reglulega af yfirvöldum og ritskoðun ströng. Hvers kyns óhlýðni er mætt af hörku og hugsun fólks stjórnað með ótta við refsingu.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“

„Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sveinn Andri og María Sig­rún mættu á frum­sýninguna

Leikritið Íbúð 10B var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda á stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðið fimmtudagskvöld. Verkið er eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og því leikstýrt af Baltasar Kormáki. Þeir sameina nú krafta sína á nýjan leik eftir velgengni Snertingar.

Lífið
Fréttamynd

Til­nefningar fyrir árið 2024 birtar

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjórn Warner Bros. segir fé­lagið til sölu

Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálf­sögð markaðs­setning?

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson furðar sig á nýjum Línu Langsokks-frostpinnum og spyr hvort það sé hlutverk Þjóðleikhússins að „markaðssetja sykurdrullu“. Þjóðleikhússtjóri segir ísinn hluta af almennu kynningarstarfi sem hafi viðgengist um árabil hjá íslenskum leikhúsum. Hann segir þó sjálfsagt að endurskoða slíkt fyrirkomulag.

Menning
Fréttamynd

Furðu­leg forréttinda­blinda

Ég var með talsverðar væntingar þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á föstudaginn á frumsýninguna á Íbúð 10B. Baltasar Kormákur snýr aftur í leikhúsið, Ólafur Jóhann með nýtt verk, stórleikarar Vesturports á sviðinu – hér er öllu tjaldað til. Niðurstaðan er hins vegar hálfgerð vonbrigði; leikrit sem er ófrumlegt og sýning sem veit ekki í hvaða átt hún ætlar að fara eða hvaða boðskap hún stendur fyrir.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook

Hugleiki Dagssyni hefur verið hent út af Meta-aðgöngum sínum fyrir að brjóta reglur miðlanna. Hann veit ekki um hvaða mynd sé að ræða en spýtukallanekt viðrist fara fyrir brjóstið á algóritma Meta.

Lífið
Fréttamynd

Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár

Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið.

Lífið
Fréttamynd

Fjórir á lista Páls hættir við

Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt.

Lífið
Fréttamynd

Mikil og góð stemning á upp­skeru­há­tíð Skaftárhrepps

Íbúar í Skaftárhreppi og gestir þeirra ætla að njóta helgarinnar með uppskeru og þakkarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í dag er til dæmis opið hús á nokkrum stöðum og barnaskemmtun í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri.

Lífið
Fréttamynd

Cillian mærir Kiljan

Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Odds og Þor­gerður ást­fangnar á frum­sýningu

Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“.

Tónlist
Fréttamynd

Páll Bald­vin fer fram gegn til­lögu kjörnefndar

Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina.

Menning