Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug

Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

Lífið
Fréttamynd

Halla for­seti blandar sér í götu­ljósaumræðuna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu.

Innlent
Fréttamynd

Telja Múmínlundinn klárt brot á höfunda­rétti

Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn

Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu.

Erlent
Fréttamynd

List­nám er lífs­björg – opið bréf til ráð­herra mennta, fé­lags og heil­brigðis­mála, til stuðnings Söng­skóla Sigurðar Demetz

Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. 

Skoðun
Fréttamynd

Euro­vision að­dá­endur flykkjast enn til Húsa­víkur

Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið.

Lífið
Fréttamynd

Vega­gerðin vill hjörtun burt

Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi.

Innlent
Fréttamynd

Súrrealísk upp­lifun í prinsessuleik í Ver­sölum

„Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum

Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison. 

Lífið
Fréttamynd

„Las þetta allt í drasl í gamla daga“

Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér.

Lífið
Fréttamynd

Þor­gerður brák grafin úr gleymsku

Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir.

Lífið
Fréttamynd

„Þú gerir heiminn að betri stað“

Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ástin kviknaði á Humarhátíð

Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Neista­laus trekantur leiðin­lega fólksins

Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk.

Gagnrýni
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið
Fréttamynd

Barna­há­tíðin Kátt snýr aftur

Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa.

Lífið
Fréttamynd

Um­breyta Þjóð­leik­hús­kjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat

Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett.

Lífið