Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Menning 8. júní 2021 10:57
Katrín Halldóra til liðs við Þjóðleikhúsið Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur samið við Þjóðleikhúsið og bætist nú í leikarahóp hússins. Menning 8. júní 2021 09:01
„Við getum öll verið til staðar fyrir hvert annað“ Guðbjörg Elísa, eða Gugga Lisa eins og hún kallar sig, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við nýja lagið sitt Lífið Er Núna. Tónlist 7. júní 2021 18:00
„Hefur alltaf átt sérstakan stað í mínu hjarta“ Bylgjan er 35 ára og í tilefni af því voru nokkrir af okkar bestu tónlistarmönnum fengnir til þess að taka upp sérsakt afmælislag, Seinna meir eftir Jóa Helga. Lífið 7. júní 2021 16:00
„Uppáhaldstölvupósturinn til mín í dag kom frá Disney+“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok. Innlent 7. júní 2021 15:40
Áhrifavaldar og alþjóðlegur stjörnufans í Bíó Paradís í gær Myndbandið við Dog Days með Tom Hannay og Youtube-stjörnunni Sorelle Amore var frumsýnt í Bíó Paradís í gær við góðar viðtökur. Lífið 7. júní 2021 14:01
Spariafmælistónleikar fyrstu plötu Moses Hightower Moses Hightower ætlar að halda afmælistónleikaröð í tilefni þess að 11 ár eru síðan fyrsta platan þeirra, Búum til börn, kom út. Lífið 7. júní 2021 13:00
Felldu styttu af hönnuði heimavistarskólanna Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum. Erlent 7. júní 2021 10:10
Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. Menning 7. júní 2021 08:16
Vagínuvald Jóhannesar Þórs og Guðrúnar Drafnar talar beint inn í MeToo Gjörningahópurinn Vagínuvald, eða Vagina Power, segir sýningu sína á Skólavörðustíg tala beint inn í #MeToo-byltinguna. Sýningunni er ætlað að vekja fólk af dvala og fá það til að taka þátt í umræðunni. Lífið 6. júní 2021 18:41
„Ég hafði einhverja tilfinningu allan tímann“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Lífið 6. júní 2021 09:01
Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. Innlent 6. júní 2021 07:00
Frumsýnir myndband með stærstu Youtube stjörnu á Íslandi í Bíó Paradís Enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay sendir um helgina frá sér Dog Days, fyrsta lagið af samnefndri plötu sem kemur út í sumar. Lífið 4. júní 2021 16:31
Fallegur flutningur Eydísar og GDRN Eydís Helena Evensen píanóleikari og tónskáld kemur fram í nýjasta myndbandi KEX Live at Home. Eydís flutti þar lögin af plötu sinni Bylur. Tónlist 4. júní 2021 14:31
A Quiet Place: Part II - Gaman í bíó Rúmu ári eftir að hana átti að frumsýna er A Quiet Place: Part II loks komin í kvikmyndahús. Mikið er nú gaman að sjá hana í bíó. Bíó og sjónvarp 4. júní 2021 14:31
Upptökur hafnar á níundu þáttaröð Klovn Það er staðfest að grínþættirnir Klovn eru hvergi nærri hættir. Áttunda þáttaröðin verður frumsýnd á sunnudag og kallast Okkar besta ár. Bíó og sjónvarp 4. júní 2021 13:31
Friederike Mayröcker er látin Austurríski rithöfundurinn og ljóðskáldið Friederike Mayröcker er látin, 96 ára að aldri. Menning 4. júní 2021 13:05
„Mér líður pínu eins og ég hafi verið að vakna úr dvala“ Í kjölfar stórkostlegar velgengni fyrstu útgáfu Global Music Match árið 2020 snýr samstarfsverkefnið aftur frá 7. júní en alls kemur 78 tónlistarfólk frá 17 löndum og fjórum heimsálfum til með að taka þátt. Lífið 4. júní 2021 13:01
Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Menning 4. júní 2021 10:31
Hössi úr Quarashi með nýtt band So Long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni. Frank er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Ske og Höskuldur var í Quarashi. Albumm 4. júní 2021 10:31
Fjórir nýir höfundar hlutu hálfa milljón í Nýræktarstyrk Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar fjórum Nýræktarstyrkjum í ár, hver þeirra er 500.000 krónur. Verkin sem hljóta viðurkenninguna nú eru tvær ljóðabækur og tvær skáldsögur. Menning 4. júní 2021 09:00
Týpur sem flestir ættu að kannast við Myndin Saumaklúbburinn er komin í bíó. Sindri Sindrason hitti aðalleikonur myndarinnar í drykk og ræddi um karakterana og gerð myndarinnar. Lífið 3. júní 2021 13:31
Ekkert lát á vinsældum Måneskin Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim. Tónlist 3. júní 2021 12:18
„Sækjum oft í það sem við vitum að er ekki okkur ætlað“ Tónlistarkonan Greta Salóme gefur í dag út lagið Svartur Hrafn. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi og hægt er að sjá á það í spilaranum hér fyrir neðan. Lagið Svartur hrafn kemur svo formlega út á Spotify á miðnætti. Tónlist 3. júní 2021 12:01
Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Bíó og sjónvarp 3. júní 2021 11:13
Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna. Menning 3. júní 2021 10:48
Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka. Tónlist 3. júní 2021 10:31
Nýtt lag og myndband frá Billie Eilish Söngkonan Billie Eilish gaf í gær út lagið Lost Cause. Í tónlistarmyndbandinu dansar hún í heimahúsi með nokkrum vinkonum. Lífið 3. júní 2021 08:30
Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum. Erlent 2. júní 2021 22:31
Stuðmenn halda stuðinu uppi á Bræðslunni Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. Tónlist 2. júní 2021 17:55