Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Auður tekur ekki þátt í upp­setningu Rómeó og Júlíu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu.

Menning
Fréttamynd

„Upp­á­halds­tölvu­pósturinn til mín í dag kom frá Dis­n­ey+“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fagnar því að Disney hafi brugðist við beiðni ráðuneytisins um að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Disney segir að 600 þættir og kvikmyndir séu á leiðinni og ættu langflestir að vera aðgengilegir fyrir júnílok.

Innlent
Fréttamynd

Felldu styttu af hönnuði heima­vistar­skólanna

Stytta af Egerton Ryerson, sem jafnan er talinn einn hönnuða heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada, var felld af mótmælendum í Toronto um helgina. Mótmælendur komu saman til þess að lýsa yfir óánægju vegna fjöldagrafar sem fannst við heimavistarskóla á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar

Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun.

Menning
Fréttamynd

Afsökunarbeiðni á leikskólaplani

Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Hössi úr Quarashi með nýtt band

So Long Holly er fyrsta smáskífa af væntanlegri fyrstu breiðskífu Kig & Husk sem er skipuð Frank Hall og Höskuldi Ólafssyni. Frank er þekktur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Ske og Höskuldur var í Quarashi.

Albumm
Fréttamynd

Ekkert lát á vinsældum Måneskin

Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.

Tónlist
Fréttamynd

Dýrið fer á Cannes

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar

Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Menning
Fréttamynd

Friðrik Dór les upp andstyggileg ummæli um sig

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson kynnti lagið Hvílíkur dagur í Brennslunni í dag. Lagið var frumflutt í þættinum og kemur á allar streymisveitur á morgun en það er Pálmi Ragnar sem gerði lagið með Frikka. 

Tónlist
Fréttamynd

Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum

Nýmóðins og óhefðbundið geimkapphlaup virðist vera hafið milli Rússlands og Bandaríkjanna. Á árum áður kepptu Rússar og Bandaríkjamenn um það að verða fyrstir til að senda gervihnött á braut um jörðu, menn á braut um jörðu og jafnvel menn til tunglsins. Að þessu sinni er hins vegar keppt um að taka upp kvikmynd í geimnum.

Erlent
Fréttamynd

Stuð­­menn halda stuðinu uppi á Bræðslunni

Stuðmenn, ásamt Ragnhildi Gísladóttur, munu stíga stokk á Bræðslunni í sumar. Bræðslan féll niður síðasta sumar vegna kórónuveirufaraldursins en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra.

Tónlist