Jabbar fær styttu af sér fyrir utan Staples Center Lakers-goðsögnin, Kareem Abdul-Jabbar, fær gamlan draum uppfylltan í vetur þegar það verður reist stytta af honum fyrir utan heimavöll Lakers, Staples Center. Körfubolti 28. ágúst 2012 22:30
Kobe nær sátt í sjö ára gömlu kærumáli Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, hefur loksins náð sátt í máli frá árinu 2005. Þá kærði áhorfandi í Memphis leikmanninn fyrir árás eftir atvik sem átti sér stað í leik Lakers og Grizzlies. Körfubolti 28. ágúst 2012 21:00
Enginn hefur grætt meira á NBA-ferlinum en Garnett - Jordan í 87. sæti Kevin Garnett ætti að vera þokkalega stæður eftir NBA-ferillinn ef marka má nýjan lista yfir þá leikmenn NBA-deildarinnar sem hafa fengið hæstu heildarlaunin á ferli sínum. Garnett slær þar við köppum Shaquille O'Neal og Kobe Bryant sem koma í næstu sætum. Körfubolti 28. ágúst 2012 15:00
Durant: Minn tími er núna Kevin Durant framherji Oklahoma City Thunder og stjarna kvikmyndarinnar Thunderstruck er orðinn leiður á því að heyra fólk segja að hans tími muni koma. Hann vill meina að hans tími sé núna. Körfubolti 26. ágúst 2012 22:45
Wade: James á langt með að ná Jordan Það er engin ný saga að menn beri saman körfuboltastjörnurnar Michael Jordan og LeBron James. Liðsfélagi James hjá Miami, Dwyane Wade, segir að James eigi nokkuð í land með að ná Jordan. Körfubolti 24. ágúst 2012 15:45
Ekki ódýrt að ganga í skóm LeBron James LeBron James er besti körfuboltamaður heims í dag. NBA-meistari, Ólympíumeistari, bestur í NBA-deildinni. Árið 2012 hefur verið magnað hjá kappanum og nýjust fréttirnar tengdar honum eru í kringum nýju skónna hans, LeBron X, sem eru á leiðinni á markað. Körfubolti 22. ágúst 2012 23:30
Paul fór í aðgerð á þumli Stjörnuleikstjórnandi LA Clippers, Chris Paul, gekkst undir aðgerð á þumli í gær og að sögn talsmanns Clippers gekk aðgerðin vel. Körfubolti 22. ágúst 2012 14:45
Búið að frumsýna nýja mynd með Durant Leikmenn NBA-deildarinnar nýttu tímann misvel þegar verkfall var í deildinni. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma Thunder, nýtti tímann til þess að leika í kvikmynd sem nú er búið að frumsýna. Körfubolti 20. ágúst 2012 23:15
LeBron vill spila á ÓL 2016 LeBron James er ekki búinn að fá nóg af Ólympíuleikunum og hefur þegar gefið það út að hann sé klár í að spila í Rio de Janeiro árið 2016. Körfubolti 20. ágúst 2012 14:15
Kobe Bryant með 68 stig á 15 mínútum Kobe Bryant, helsta stjarna Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum, efndi til sýningar á góðgerðaleik í Kína með Nike um helgina. Bryant lék í 15 mínútur og skoraði 68 stig fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda. Körfubolti 19. ágúst 2012 23:45
Don Nelson hættur Don Nelson tilkynnti um helgina að hann er hættur þjálfun. Enginn þjálfari hefur sigrað fleiri leiki á sínum ferli en þjálfarinn litríki sem lauk ferlinum hjá Golden State Warriors. Körfubolti 19. ágúst 2012 23:15
Ibaka framlengir við Oklahoma Samkvæmt heimildum ESPN er Oklahoma Thunder búið að ná samkomulagi við Serge Ibaka um nýjan fjögurra ára samning. Samningurinn er metinn á 48 milljónir dollara. Körfubolti 18. ágúst 2012 22:30
Lakers þarf að borga tugi milljarða í lúxusskatt vegna Howard og Nash Los Angeles Lakers hefur styrkt sig mikið fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta því félagið krækti í stjörnuleikmennina Dwight Howard og Steve Nash í sumar. Fyrir eru kappar eins og Kobe Bryant og Pau Gasol og því verður Lakers-liðið sannkallað stjörnulið næsta vetur. Körfubolti 15. ágúst 2012 23:45
Kobe um komu Dwight Howard: Superman búinn að finna sér heimili Kobe Bryant er komin aðeins nær því að vinna sjötta meistaratitilinn sinn á ferlinum eftir að miðherjinn Dwight Howard varð leikmaður Los Angeles Lakers í gær eftir risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 11. ágúst 2012 08:00
Dwight Howard í LA Lakers Los Angeles Lakers og Dwight Howard, leikmaður Orlando í NBA deildinni í körfubolta, hafa samþykkt samning um félagaskipti leikmannsins til L.A Lakers. Frá þessu greina ESPN og The Los Angeles Times. Körfubolti 10. ágúst 2012 12:00
Doc Rivers: Mér að kenna að Ray Allen fór í Miami Heat Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, hefur tekið að sér hlutverk blórabögguls í Ray Allen málinu en Allen ákvað að yfirgefa Boston-liðið og semja frekar við NBA-meistara Miami Heat. Körfubolti 3. ágúst 2012 08:00
Dennis Rodman búinn að skrifa barnabók Dennis Rodman, meðlimur í frægðarhöll körfuboltans og einn besti frákastari allra tíma í NBA-deildinni í körfubolta, er nú orðinn barnabókarhöfundur. Rodman er búinn að skrifa barnabókina "Dennis the Wild Bull" eða "Vilta nautið Dennis". Körfubolti 2. ágúst 2012 23:45
LeBron sammála Kobe: Við myndum vinna draumaliðið frá 1992 LeBron James er mættur til London ásamt bandaríska körfuboltalandsliðinu og á möguleika á að vinna sitt annað Ólympíugull. Hann er sammála Kobe Bryant með það að bandaríska liðið í dag sé betra en draumaliðið frá 1992. Körfubolti 27. júlí 2012 22:45
Ray Allen mætir Boston Celtics í fyrsta leik NBA-tímabilsins NBA-meistararnir í Miami Heat mun hefja titilvörn sína í NBA-deildinni á móti erkifjendum sínum í Boston Celtics en NBA -deildin er búin að gefa út leikjaniðurröðunina fyrir næsta tímabil sem hefst 30. október næstkomandi. Körfubolti 27. júlí 2012 13:30
Kirilenko við það að semja við Minnesota Timberwolves Rússneski körfuboltamaðurinn Andrei Kirilenko er á leiðinni á ný inn í NBA-deildina í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum því allt bendir til þess að þessi mikli íþróttamaður sé að ganga frá tveggja ára samningi við Minnesota Timberwolves. Körfubolti 26. júlí 2012 23:15
Grant Hill til LA Clippers Hinn þaulreyndi framherji Grant Hill mun að öllum líkindum semja við NBA liðið LA Clippers fyrir næstu leiktíð.Clippers hefur á að skipa kjarna yngri leikmanna sem eru líklegir til þess að gera atlögu að NBA titlinum á næstu misserum og hinn leikreyndi Hill hefur áhuga á að taka þátt í því verkefni. Hill, sem hefur lék síðast með Phoenix Suns, hafði verið orðaður við New York Knicks og LA Lakers. Körfubolti 18. júlí 2012 22:00
Kobe Bryant blæs á hugmyndir NBA um aldurstakmörk Kobe Bryant er ekki hrifin af hugmyndum NBA deildarinnar þess efnis að setja aldursmörk á þá leikmenn sem valdir verða í bandaríska ólympíulandsliðið í nánustu framtíð. Bryant undirbýr sig af krafti með liðsfélögum sínum fyrir titilvörnina á ÓL í London sem hefjast eftir rúmlega viku. Körfubolti 18. júlí 2012 14:00
Jeremy Lin endar líklega í Houston Leikstjórnandinn Jeremy Lin vakti gríðarlega athygli á síðustu leiktíð með liði New York Knicks í NBA deildinni í körfuknattleik. Algjört æði greip um sig í New York og víðar þegar nýliðinn sýndi snilldartakta með liði sínu eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Körfubolti 18. júlí 2012 10:30
Blindfullur Jason Kidd keyrði á símastaur Körfuknattleiksmaðurinn Jason Kidd lenti í umferðarslysi nærri heimili sínu á Long Island í New York-fylki aðfaranótt sunnudags. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Körfubolti 16. júlí 2012 23:30
Irving skorar Kobe á hólm Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá nýliða ársins í NBA-deildinni, Kyrie Irving, því hann er búinn að skora sjálfan Kobe Bryant á hólm í leik - einn á einn. Körfubolti 14. júlí 2012 23:15
Lin samdi við Houston | Knicks getur jafnað tilboðið Samkvæmt áreiðanlegum heimildum bandarískra fjölmiðla þá hefur leikstjórnandinn Jeremy Lin skrifað undir þriggja ára samningstilboð frá Houston Rockets. Samningurinn er talinn vera 25 milljón dollara virði. Körfubolti 14. júlí 2012 15:15
Nash skrifaði undir þriggja ára samning við Lakers LA Lakers staðfesti í dag að leikstjórnandinn Steve Nash væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Nash er 38 ára gamall. Körfubolti 11. júlí 2012 21:15
Rashard Lewis til Miami Meistarar Miami Heat halda áfram að raða skyttum í kringum stórstjörnur liðsins. Nú er Rashard Lewis búinn að semja við Heat. Körfubolti 11. júlí 2012 14:15
Griffin skrifaði undir nýjan samning við Clippers Stjörnuleikmaðurinn Blake Griffin er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við LA Clippers sem gæti fært honum 95 milljónir dollara á samningstímanum. Körfubolti 11. júlí 2012 12:45
Howard gæti farið til Nets eftir allt saman Skrípaleikurinn í kringum framtíðaráform Dwight Howard er enn í fullum gangi og körfuboltaáhugamenn flestir komnir með upp í kok af fréttum af Howard. Körfubolti 10. júlí 2012 12:30