NBA: Los Angeles liðin misstu bæði niður góða forystu Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og eftir hana eru bæði Los Angeles liðin aðeins einu tapi frá því að detta út. San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram og er komið í 3-0 á móti Los Angeles Clippers og Oklahoma City Thunder er 3-1 yfir á móti Los Angeles Lakers eftir endurkomusigur í æsispennandi leik í LA. Körfubolti 20. maí 2012 11:00
Miami-liðið að brenna yfir - hættu við æfingu og gáfu engin viðtöl Miami Heat er komið í slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir stórtap á móti Indiana Pacers í þriðja leik einvígis liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Indiana vann 94-75, er komið í 2-1 í einvíginu og á næsta leik á heimavelli á morgun. Körfubolti 19. maí 2012 14:45
NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1. Körfubolti 19. maí 2012 11:00
NBA: Góður afmælisdagur hjá Parker - 16. sigur San Antonio í röð Tony Parker hélt upp á þrítugsafmælið með því að skora 22 stig og hjálpa sínum mönnum í San Antonio Spurs að vinna Los Angeles Clippers með 17 stiga mun, 105-88, og ná 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 18. maí 2012 09:15
NBA: Útlitið svart hjá Miami eftir skell á móti Indiana Indiana Pacers er komið í 2-1 á móti Miami Heat eftir öruggan 94-75 sigur í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í Indianapolis í nótt. Indiana hefur þar með unnið tvo leiki í röð og útliðið er orðið svart hjá Miami-liðinu. Körfubolti 18. maí 2012 09:00
Larry Bird náði einstakri þrennu Larry Bird, forseti Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta, var í gær valinn besti framkvæmdastjóri deildarinnar, NBA's Executive of the Year, og náði því einstakri þrennu. Körfubolti 17. maí 2012 15:30
NBA í nótt: Oklahoma City komið í 2-0 á móti Lakers - Boston vann Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder er komið í 2-0 á móti Los Angeles Lakers í einvígi liðanna í Vesturdeildinnni eftir 77-75 heimasigur og Boston Celtics komst í 2-1 á móti Philadelphia 76ers eftir öruggan 107-91 útisigur. Körfubolti 17. maí 2012 10:00
Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat. Körfubolti 16. maí 2012 22:45
Derrick Rose gæti misst af öllu næsta tímabili Derrick Rose sleit krossband í fyrsta leik Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og í framhaldinu datt Bulls-liðið óvænt út úr fyrstu umferð. Körfubolti 16. maí 2012 15:30
NBA: Auðvelt hjá San Antonio í fyrsta leik á móti Clippers San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna auðveldan sextán stiga sigur á Los Angeles Clippers, 108-92, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 16. maí 2012 09:15
NBA: Indiana jafnaði á móti Miami Indiana Pacers jafnaði metin í 1-1 í nótt í undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Miami Heat en þetta var fyrsti heimaleikurinn sem Miami tapar í úrslitakeppninni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Indiana vann leikinn 78-75 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Indianapolis. Körfubolti 16. maí 2012 09:00
Phil Jackson bíður við símann eftir atvinnutilboði Phil Jackson, sigursælasti þjálfari í NBA deildinni í körfubolta, hefur áhuga á að taka að sér lið í deildinni en hann tók sér frí frá þjálfun eftir síðasta keppnistímabil. Hinn 66 ára gamli Jackson hefur nýtt tímann til þess að láta laga á sér mjöðm og hné og er hann tilbúinn í slaginn að sögn sambýliskonu hans Jeanie Buss sem er dóttir Jerry Buss sem er eigandi LA Lakers. Körfubolti 15. maí 2012 10:30
Oklahoma rúllaði yfir LA Lakers | Boston tapaði á heimavelli Oklahoma City Thunder sýndi styrk sinn gegn LA Lakers í nótt þegar liðin mættust í fyrsta sinn í undanúrslitum Vesturdeildar NBA deildarinnar. Hið unga lið Oklahoma sigraði með 29 stiga mun, 119-90 og mestur var munurinn 35 stig. Körfubolti 15. maí 2012 09:00
Heimsfriðurinn: Ætlar ekki að biðja Harden afsökunar fyrir einvígið Metta World Peace, eða Heimsfriðurinn, er búinn að taka út sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden vænt olnbogaskot og er tilbúinn í einvígi Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2012 23:30
Chris Bosh frá í ótilgreindan tíma Miami Heat tilkynnti í dag að Chris Bosh muni ekki spila með liðinu á næstunni vegna meiðsla. Óvitað er hvenær hann geti spilað á ný. Körfubolti 14. maí 2012 17:53
Kyrie Irving nýliði ársins í NBA-deildinni Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Kyrie Irving, leikmaður Cleveland Cavaliers, verði í vikunni útnefndur besti nýliði tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 14. maí 2012 09:00
Nelson útskrifast fimmtíu árum of seint úr háskóla Fyrir fimmtíu árum síðan yfirgaf Don Nelson háskólann í Iowa þó svo hann ætti mjög lítið eftir af skólanum. Nú hefur skólinn loksins ákveðið að útskrifa þennan sigursælasta þjálfara í sögu NBA-deildarinnar. Körfubolti 13. maí 2012 23:45
Miami vann fyrsta leikinn gegn Indiana Miami Heat er komið með forskot í rimmunni gegn Indiana Pacers í annarri umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 13. maí 2012 22:25
Clippers vann oddaleikinn gegn Memphis LA Clippers er komið áfram í 2. umferð í úrslitakeppni NBA eftir magnaðan sigur, 82-72, á Memphis Grizzlies í oddaleik liðanna í kvöld. Körfubolti 13. maí 2012 19:45
Lakers vann oddaleikinn | Þreföld tvenna hjá Rondo Los Angeles Lakers komst í aðra umferð í úrslitakeppni NBA í nótt er liðið lagði Denver í oddaleik. Boston vann svo fyrsta leikinn gegn Philadelphia í 2. umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 13. maí 2012 10:59
James valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar LeBron James var í dag valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem James hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Körfubolti 12. maí 2012 17:41
Memphis tryggði sér oddaleik gegn Clippers Liðin frá Los Angeles í NBA-deildinni eru ekki að gera sér auðvelt fyrir því þau eru bæði á leiðinni í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 12. maí 2012 11:31
LeBron James valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í þriðja sinn LeBron James, leikmaður Miami Heat, hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum samkvæmt heimildum ESPN. James fær verðlaunin væntanlega afhent á morgun. Körfubolti 11. maí 2012 23:22
Andersen grunaður um vafasamt athæfi Chris "Birdman" Andersen leikur ekkert með Denver Nuggets þessa dagana eftir að lögreglan leitaði á heimili hans. Deild lögreglunnar sem sérhæfir sig í glæpum gegn börnum sem eiga sér stað á internetinu stóð fyrir leitinni. Körfubolti 11. maí 2012 23:00
Ewing gæti farið í vinnu hjá Jordan Lélegasta lið allra tíma í NBA-deildinni, Charlotte Bobcats sem er í eigu Michael Jordan, er í leit að nýjum þjálfara og meðal þeirra sem koma til greina er fyrrum miðherji NY Knicks, Patrick Ewing. Körfubolti 11. maí 2012 21:30
Bulls hent í frí | Lakers á leið í oddaleik Chicago Bulls var með besta árangur allra liða í deildarkeppni NBA-deildarinnar en þrátt fyrir það er liðið úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 11. maí 2012 09:10
Miami sendi Knicks í frí | Memphis enn á lífi Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Miami sendi New York í frí á meðan Memphis hélt lífi í rimmu sinni gegn Clippers. Körfubolti 10. maí 2012 08:59
Ölvuð kona óð út á völlinn í leik Lakers og Nuggets Stórfyndið atvik átti sér stað í fjórða leik LA Lakers og Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 9. maí 2012 23:30
Orlando í sumarfrí | Chicago gefst ekki upp Indiana er komið áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Orlando er komið í frí. Atlanta, Chicago og Denver neituðu aftur á móti að fara í frí og héldu lífi í sínum rimmum í nótt. Körfubolti 9. maí 2012 09:09
Heimsfriðurinn mætti sem gestur hjá Conan O'Brien Metta World Peace eða heimsfriðurinn eins og best er að kalla hann upp á íslenska tungu er búinn að gefa sitt fyrsta alvöru viðtal síðan að hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden, leikmanni Oklahoma City Thunder, vænt olnbogaskot. Körfubolti 8. maí 2012 23:45