Heimsfriðurinn mætti sem gestur hjá Conan O'Brien Metta World Peace eða heimsfriðurinn eins og best er að kalla hann upp á íslenska tungu er búinn að gefa sitt fyrsta alvöru viðtal síðan að hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden, leikmanni Oklahoma City Thunder, vænt olnbogaskot. Körfubolti 8. maí 2012 23:45
Fjórtán sigrar í röð hjá Spurs | Clippers vann eftir framlengdan leik Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. San Antonio Spurs sópaði Utah í frí og Clippers komst í góða stöðu gegn Memphis. Körfubolti 8. maí 2012 08:45
Lakers í stuði en Chicago virðist vera á leið í sumarfrí Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. NY Knicks framlengdi þá líf sitt í deildinni örlítið á meðan Lakers, Sixers og Boston eru einum sigri frá því að komast áfram í næstu umferð. Körfubolti 7. maí 2012 09:01
NBA í nótt: Oklahoma City sópaði meisturunum úr leik Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Körfubolti 6. maí 2012 10:00
Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. Körfubolti 5. maí 2012 22:16
NBA í nótt: Chicago tapaði aftur Efsta lið Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, er í tómum vandræðum eftir að hafa tapað aftur fyrir Philadelphia 76ers í nótt. Philadelphia er þar með komið yfir, 2-1, í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 5. maí 2012 10:30
NBA í nótt: Miami og Oklahoma City komin í 3-0 New York Knicks tapaði í nótt sínum þrettánda leik í röð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er met. Körfubolti 4. maí 2012 09:00
Bosh flaug í einkaflugvél heim til konunnar - gæti misst af leik þrjú Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum Miami Heat, gæti misst af þriðja leik Miami Heat og New York Knicks í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í kvöld þar sem að kona hans á von á barni á hverri stundu. Körfubolti 3. maí 2012 17:00
Tyson Chandler varnarmaður ársins í NBA deildinni Miðherjinn Tyson Chandler var í gær útnefndur varnarmaður ársins í NBA deildinni í körfubolta en hann leikur með hinu sögufræga liði New York Knicks. Chandler er fyrsti leikmaðurinn í sögu New York sem fær þessa viðukenningu. Körfubolti 3. maí 2012 12:30
Indiana með góðan útisigur gegn Orlando Indiana er með 2-1 forskot gegn Orlando í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Indiana náði að landa góðum sigri á heimavelli Orlando í nótt, 97-74. Danny Granger skoraði 26 stig fyrir Indiana og Roy Hibbert skoraði 18 og tók 10 fráköst. Körfubolti 3. maí 2012 09:30
Memphis jafnaði metin gegn LA Clippers | San Antonio með yfirburði Memphis náði að jafna metin gegn LA Clippers í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í nótt með 105-98 sigri á heimavelli. San Antonio styrkti stöðu sína gegn Utah með 114-83 sigri á heimavelli og er San Antonio 2-0 yfir. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar. Körfubolti 3. maí 2012 09:00
Popovich er þjálfari ársins í NBA-deildinni Greg Popovich, hinn margreyndi þjálfari San Antonio Spurs, hefur verið valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2012 15:30
Stoudemire þurfti í aðgerð vegna bræðiskastsins Amare Stoudemire, leikmaður New York, spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Hann slasaði sig á hendi eftir að hafa slegið í glerkassa utan um slökkvitæki í bræðiskasti eftir tap sinna manna gegn Miami á dögunum. Körfubolti 2. maí 2012 13:30
NBA: Bryant og Bynum fóru á kostum í liði LA Lakers Kobe Bryant var allt í öllu í sóknarleik LA Lakers í 104-100 sigri liðsins gegn Denver í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Lakers er 2-0 yfir en fjóra sigurleiki þarf til að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar. Andrew Bynum var einnig gríðarlega sterkur og skoraði hann 27 stig og tók 9 fráköst fyrir Lakers. Körfubolti 2. maí 2012 09:00
NBA: Góðir sigrar hjá Boston og Philadelphia á útivelli Tveir leikir fóru fram í nótt í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA deildinni í körfuknattleik. Philadelphia 76‘ers jafnaði metin gegn Chicago Bulls með 109-92 sigri á útivelli. Boston gerði slíkt hið sama með 87-80 sigri gegn Atlanta á útivelli. Staðan er jöfn í báðum þessum viðureignum, 1-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit. Körfubolti 2. maí 2012 08:30
Pippen: Chicago ennþá sterkastir Gamla Chicago hetjan, Scottie Pippen, segir Chicago Bulls ennþá vera með sterkasta liðið í úrslitakeppninni í NBA deildinni í ár. Liðið missti á dögunum sinn mikilvægasta leikmann, Derrick Rose út tímabilið og hafa margir afskrifað liðið í baráttunni um titillinn. Körfubolti 1. maí 2012 22:00
Miami 2-0 yfir gegn New York | Stoudemire missti stjórn á skapi sínu Miami Heat er með góða stöðu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í körfubolta eftir 104-94 sigur gegn New York Knicks á heimavelli. Miami er 2-0 yfir en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Austurdeildar. Amar‘e Stoudemire, einn besti leikmaður New York, slasaðist á hendi eftir leikinn og er útlitið því ekki gott fyrir þriðja leikinn sem fram fer í New York. Körfubolti 1. maí 2012 09:45
NBA: Meistaralið Dallas í slæmri stöðu gegn Oklahoma Dirk Nowitzki og félagar hans í meistaraliði Dallas Mavericks virðast ætla að fara fljótlega í sumarfrí en liðið er 2-0 undir gegn Oklahoma í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Dallas tapaði 102-99 á útivelli í nótt þar sem að Russell Westbrook skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Kevin Durant skoraði 25. Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas sem fagnaði sínum fyrsta og eina titli í sögu félagsins fyrir ári síðan. Næstu tveir leikir fara fram í Dallas en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í undanúrslit Vesturdeildar. Körfubolti 1. maí 2012 09:10
NBA í nótt: Ótrúleg endurkoma Clippers | Rondo ýtti við dómara Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöldi og nótt. LA Clippers átti ótrúlega endurkomu í fyrsta leiknum gegn Memphis Grizzlies og vann, 99-98. Körfubolti 30. apríl 2012 09:00
Sannfærandi hjá San Antonio gegn Utah San Antonio Spurs vann öruggan 106-91 sigur á Utah Jazz í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-körfuboltans í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2012 20:30
Durant með sigurkörfuna gegn Dallas | Óvæntur sigur Orlando Kevin Durant reyndist hetja Oklahoma Thunderbirds í eins stigs sigri á Dallas Mavericks í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Durant skoraði sigurkörfuna 1,5 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 29. apríl 2012 09:43
Meiðsli Rose alvarleg | Missir af úrslitakeppninni Sigur Chicaco Bulls á Philadelphia 76ers í gær reyndist liðinu dýrkeyptur. Derrick Rose, skærasta stjarna liðsins, meiddist á hné undir lok leiksins og nú er ljóst að hann sleit krossband í hné og missir af úrslitakeppninni. Körfubolti 29. apríl 2012 09:25
LeBron sjóðandi heitur í stórsigri Miami á New York Lebron James fór á kostum með Miami Heat sem rúllaði yfir New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni sem fram fór í gær. Lokatölurnar urðu 100-67 Miami í vil. Körfubolti 29. apríl 2012 09:11
Sigur hjá Chicago en Rose meiddist Chicago Bulls lagði Philadelphia 76ers örugglega 103-91 í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar sem hófst í dag. Körfubolti 28. apríl 2012 19:57
NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali. Körfubolti 27. apríl 2012 11:15
NBA: Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni? Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland í lokaumferð NBA deildarinnar í nótt. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð. Körfubolti 27. apríl 2012 09:30
Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð. Körfubolti 27. apríl 2012 08:45
Kobe þarf að skora 38 stig í nótt til að verða stigakóngur Það er nokkuð undir hjá Kobe Bryant í kvöld en hann getur orðið stigakóngur NBA-deildarinnar nái hann að skora 38 stig gegn Sacramento í nótt. Körfubolti 26. apríl 2012 17:15
Treyja Rose vinsælust í NBA-deildinni Kobe Bryant og LeBron James eru ekki lengur vinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar. Í það minnsta ekki ef mið er tekið af treyjusölu í NBA-deildinni. Körfubolti 26. apríl 2012 15:45
Taphrina Charlotte heldur áfram | líklega lélegasta lið allra tíma Chicago verður með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Austurdeildinni og er liðið til alls líklegt. Í nótt lagði Chicago lið Indiana á útivelli 92-87 og er Chicago með sama vinningshlutfall og San Antonio Spurs sem er í efsta sæti Vesturdeildar. Derrick Rose hafði hægt um sig í liði Chicago en hann skoraði aðeins 10 stig en gaf 7 stoðsendingar. Sport 26. apríl 2012 09:29