Búið að blása af fyrstu tvær vikurnar í NBA-deildinni Það lítur ekki vel út með að spilað verði í NBA-deildinni í vetur og nú er David Stern, yfirmaður deildarinnar, búinn að fella niður fyrstu tvær vikur tímabilsins. Hann segir að það sé himinn og haf á milli deiluaðila sem lofar ekki góðu. Körfubolti 11. október 2011 10:45
Parker fær bara 240 þúsund krónur á mánuði fyrir að spila með frönsku liði Franski landsliðsmaðurinn og NBA-stjarnan Tony Parker ætlar að spila í frönsku deildinni á meðan verkfallið stendur yfir í NBA-deildinni. Parker setur þó ekki háar launakröfur eins og margar aðrar NBA-stjörnur enda situr hann báðum megin við borðið hjá franska félaginu. Körfubolti 6. október 2011 21:30
NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA. Körfubolti 5. október 2011 11:30
Kobe Bryant valdi það að gera 40 daga samning við Bologna Kobe Bryant hefur gert munnlegan samning við ítalska félagið Virtus Bologna um að spila með liðinu á meðan verkfallið í NBA-deildinni stendur yfir. Claudio Sabatini, forseti Virtus Bologna lét hafa það eftir sér að það séu 95 prósent líkur á því að Bryant spili með liðinu. Körfubolti 30. september 2011 14:15
Fangelsisdómur vofir yfir Ben Wallace Ben Wallace, leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni, er í vondum málum og gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Körfubolti 29. september 2011 22:45
Kobe Bryant: Miklar líkur á því að ég spili á Ítalíu Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, er greinilega mjög spenntur fyrir því að spila með ítalska félaginu Virtus Bologna á meðan verkfall NBA-deildarinnar stendur. Bryant hefur fengið mörg mismundandi tilboð frá ítalska liðinu og getur valið sér að spila einn leik, taka mánuð, tvo mánuði eða spila jafnvel allt tímabilið á norður Ítalíu. Körfubolti 28. september 2011 20:30
Smá von: NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í nótt Deiluaðilar í laundeilu NBA-deildarinnar færðust aðeins nær hvor öðrum á samningafundi sínum í gær þegar NBA-eigendurnir bökkuðu aðeins í kröfu sinni um fast launaþak sem leikmennirnir segja að þeir muni aldrei samþykkja. Körfubolti 28. september 2011 09:45
Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag. Körfubolti 27. september 2011 22:45
Kobe Bryant með 595 milljóna tilboð frá ítölsku liði Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu. Körfubolti 27. september 2011 17:30
Artest slær í gegn í dansþætti Einhver vinsælasti þáttur vestanhafs er Dancing with the stars. Þar fara frægir í dansskóna og einn af þeim sem taka þátt er enginn annar en vandræðagemsinn Ron Artest sem breytti nafninu sínu nýlega í Metta World Peace. Körfubolti 23. september 2011 22:30
LeBron gerir grín að sjálfum sér í auglýsingu Lebron James vann ekki NBA meistaratitilinn með Miami Heat í fyrra. Það er lítið að gera fyrir NBA-leikmenn þessa dagana og James notar tímann til þess að lappa upp á laskaða ímynd sína. Körfubolti 23. september 2011 21:00
Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi. Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna. Körfubolti 23. september 2011 16:30
Rodman talaði aldrei við Jordan og Pippen Dennis Rodman gaf það upp í nýlegu viðtali að hann hefði aldrei talað við hinar stórstjörnur Chicago Bulls, Michael Jordan og Scottie Pippen, öll þau þrjú tímabil sem Rodman var með Chicago. Hannsagði ekki orð við þá tvo. Körfubolti 23. september 2011 12:45
Camby handtekinn með kannabis í bílnum Gamla brýnið Marcus Camby er í vondum málum eftir að hann var tekinn með kannabisefni í fórum sínum í Houston. Körfubolti 23. september 2011 10:45
Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn. Körfubolti 20. september 2011 23:30
NBA-dómararnir búnir að semja NBA-deildin og dómarar deildarinnar komu sér saman um nýjan fimm ára samning í nótt en það á síðan enn eftir að koma í ljós hvort dómararnir fái að dæma einhverja leiki í vetur því verkfall í NBA er enn í fullum gangi. Körfubolti 16. september 2011 18:15
NBA-deilan er í algjörum hnút - ekkert kom út úr fundinum í nótt Það eru nánast engar líkur á því að NBA-tímabilið hefjist á réttum tíma eftir viðræður deiluaðila leystust upp í gær. Það kom ekkert út úr fundarhöldum í nótt og engar frekari viðræður hafa verið boðaðar. Körfubolti 14. september 2011 16:45
Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992. Körfubolti 11. september 2011 13:30
Stíf fundarhöld í NBA-deilunni Fulltrúar eigenda félaga í NBA-deildinni og leikmanna þeirra áttu í dag langan fund um deilu þeirra og munu funda aftur á morgun - og jafnvel á föstudaginn líka. Körfubolti 7. september 2011 23:00
Fyrrum leikmaður NBA ákærður fyrir morð Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Javaris Crittenton hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu í Bandaríkjunum, en konan er fjögurra barna móðir. Körfubolti 1. september 2011 23:15
Eigendur NBA-liðanna og fulltrúar leikmannasamtakanna hittast í kvöld Eigendur NBA-liðanna og stjórnarmenn í leikmannasamtökum NBA-deildarinnar ætla að hittast í kvöld í New York en þetta verður aðeins í annað skiptið sem deiluaðilar funda síðan að verkfallið í NBA-deildinni skall á 1. júlí síðastliðinn. Körfubolti 31. ágúst 2011 23:15
Ron Artest tekur þátt í Dancing With The Stars Körfuknattleiksmaðurinn Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur verið kynntur sem einn af þátttakendum sjónvarpsþáttarins Dancing With The Stars sem nýtur gríðarlegra vinsældar í Bandaríkjunum. Körfubolti 30. ágúst 2011 23:45
Fyrrum NBA-leikmaður ákærður fyrir morð Javaris Crittenton, fyrrum leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið ákærður fyrir morð. Honum er gefið að sök að hafa myrt 22 ára gamla konu í Atlanta. Körfubolti 28. ágúst 2011 10:00
LeBron James heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heimsins, heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins, besta fótboltaliðs heims, á laugardagskvöldið. James hefur verið á ferðinni um Asíu og Evrópu síðustu vikurnar til að kynna fatalínu sem er með samning við hann. Fótbolti 22. ágúst 2011 22:45
Nýjar reglur: NBA-leikmenn geta ekki stungið af í Kína NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur. Körfubolti 16. ágúst 2011 22:00
Rodman tekinn inn í frægðarhöll NBA Fyrrverandi NBA leikmaðurinn, Dennis Rodman, fékk í gærkvöldi æðstu viðurkenningu deildarinnar þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll NBA. Körfubolti 14. ágúst 2011 23:30
LeBron James bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-körfuboltanum, er enn bjartsýnn á að það verði NBA-tímabil í vetur þótt að margir séu búnir að afskrifa tímabilið. Eigendur og leikmannasamtök deildarinnar eru enn langt frá því að ná samkomulagi um að enda verkfallið. Körfubolti 12. ágúst 2011 22:15
Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur. Körfubolti 10. ágúst 2011 23:15
Stern og Fisher byrjaðir að tala saman Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð. Körfubolti 1. ágúst 2011 22:30
Dwyane Wade og Chris Bosh spenntir fyrir því að spila í Evrópu Margir NBA-leikmenn eru að skoða möguleikana á því að spila í evrópska körfuboltanum næsta vetur ef verkfallið í NBA-deildinni leystist ekki í bráð. Meðal þeirra eru Miami-leikmennirnir Dwyane Wade og Chris Bosh. Körfubolti 31. júlí 2011 23:30