Danny Ainge fékk hjartaáfall Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics og fyrrum leikmaður félagsins, er nú á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall í dag. Það var sjónvarpsstöðin WCVB í Boston sem greindi frá þessu í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2009 22:36
Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Körfubolti 16. apríl 2009 17:45
Garnett gæti misst af úrslitakeppninni Framherjinn Kevin Garnett hjá meisturum Boston Celtics verður ekki klár í slaginn með liði sínu þegar það hefur leik gegn Chicago Bulls í úrslitakeppninni á laugardagskvöldið. Körfubolti 16. apríl 2009 16:43
NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Körfubolti 16. apríl 2009 09:26
NBA í nótt: Lakers vann Utah Það er ljóst að LA Lakers mætir Utah í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að þessi lið mættust í nótt á næstsíðasta keppnisdegi deildakeppninnar. Körfubolti 15. apríl 2009 09:09
Thomas í þjálfarastólinn á ný Isiah Thomas, fyrrum forseti og þjálfari New York Knicks í NBA deildinni, hefur samþykkt að taka við þjálfarastarfinu hjá Florida International háskólanum næstu fimm árin. Körfubolti 14. apríl 2009 17:45
Saunders tekur við Wizards Flip Saunders hefur náð samkomulagi við forráðamenn Washington Wizards NBA deildinni um að gerast þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í nokkrum fjölmiðlum vestra í dag. Körfubolti 14. apríl 2009 16:45
Garnett spilar ekki fyrr en í úrslitakeppninni Framherjinn og atmennið Kevin Garnett hjá Boston Celtics í NBA deildinni mun ekki koma við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildarkeppninni. Körfubolti 14. apríl 2009 13:23
NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Körfubolti 14. apríl 2009 10:14
NBA í nótt: Cleveland rústaði Boston - Wade með 55 stig Cleveland undirstrikaði yfirburði sína í austrinu í NBA-deildinni með sigri á meisturum Boston í nótt, 107-76. Þá skoraði Dwyane Wade 55 stig fyrir Miami sem tryggði sér fimmta sætið í austrinu í gærkvöldi. Körfubolti 13. apríl 2009 11:29
Vill bara tala við Shaq á Twitter Shaquille O´Neal og Mark Cuban, eigandi Dallas, hafa skipst á skoðunum í fjölmiðlum í Bandaríkjunum undanfarið. O´Neal, sem nú leikur með Phoenix Suns, gaf í skyn að hann myndi ganga í raðir Dallas í sumar. Körfubolti 12. apríl 2009 20:29
Úrslit næturinnar úr NBA Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix, Golden State og Portland unnu góða útisigra en efstu lið deildanna voru ekki í eldínunni. Körfubolti 12. apríl 2009 15:25
LeBron James talinn líklegastur Nú eru blaðamenn vestanhafs að leggja lokahönd á að skila inn atkvæðaseðlum sínum í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar í vetur. Körfubolti 12. apríl 2009 08:45
Garnett hvíldur fram í síðasta deildarleik Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics í NBA deildinni, hefur gefið það út að Kevin Garnett verði aðeins látinn spila síðasta deildarleik liðsins í vetur. Körfubolti 11. apríl 2009 22:30
Cleveland tryggði sér toppsætið í Austurdeild Þrettán leikir voru í NBA deildinni í nótt þar sem línur eru nú farnar að skýrast í deildarkeppninni. Cleveland tryggði sér efsta sæti Austurdeildar með sigri á Philadelphia á útivelli 102-92. Körfubolti 11. apríl 2009 11:57
Los Angeles Lakers búið að vinna 63 leiki eins og Cleveland Það stefnir í spennandi keppni milli Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers um besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Lakers-liðið vann sinn fimmta leik í röð í nótt og er því búið að vinna jafnmarga leiki og Cleveland. Körfubolti 10. apríl 2009 10:45
NBA í nótt: Dallas í úrslitakeppnina - Phoenix úr leik Nú er ljóst að Shaquille O'Neal og félagar í Phoenix Suns komast ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár eftir að Dallas varð síðasta liði í Austurdeildinni til að tryggja sér sæti í keppninni. Körfubolti 9. apríl 2009 11:15
Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois. Körfubolti 8. apríl 2009 14:00
New Orleans í úrslitakeppnina Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum útisigri á Miami í framlengdum leik 93-87. Körfubolti 8. apríl 2009 09:20
Larry Bird: Garnett er farinn að slitna Goðsögnin Larry Bird sem áður lék með Boston Celtics segir að framherjinn Kevin Garnett sé farinn að láta á sjá eftir langan feril í NBA deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall. Körfubolti 7. apríl 2009 16:30
Randolph handtekinn fyrir ölvunarakstur Framherjinn Zach Randolph hjá LA Clippers í NBA deildinni var handekinn vegna ölvunarakstur nokkrum klukkutímum eftir tap liðsins gegn LA Lakers í fyrrinótt. Körfubolti 7. apríl 2009 00:12
Ginobili úr leik hjá San Antonio NBA-lið San Antonio Spurs hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt fyrir úrslitakeppni. Ökklameiðsli Argentínumannsins Manu Ginobili hafa tekið sig upp að nýju og hefur þegar verið úrskurðaður úr leik í deild og úrslitakeppni. Körfubolti 7. apríl 2009 00:03
Jordan, Robinson og Stockton í heiðurshöllina Í dag var tilkynnt hvaða menn fengju sæti í heiðurshöll körfuboltans í Bandaríkjunum árið 2009. Nokkur þekkt nöfn fengu sæti í höllinni að þessu sinni. Körfubolti 6. apríl 2009 16:45
NBA: Cleveland skellti Spurs Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt. Cleveland Cavaliers vann enn einn heimasigurinn þegar San Antonio kom í heimsókn. LA Lakers vann nauman sigur í borgarslagnum í Los Angeles. Körfubolti 6. apríl 2009 09:00
Kidd náði sögulegum áfanga Leikstjórnandinn Jason Kidd átti stórleik í kvöld þegar lið hans Dallas rótburstaði Phoenix 140-116 í NBA deildinni. Körfubolti 5. apríl 2009 22:10
James með 38 stig í sigri Cleveland Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. LeBron James skoraði 38 stig fyrir Cleveland sem vann öruggan 101-81 sigur á San Antonio á heimavelli sínum. Körfubolti 5. apríl 2009 20:30
Iverson-tilraunin mistókst Útlit er fyrir að dagar Allen Iverson hjá Detroit Pistons séu taldir og þjálfari liðsins hefur nú viðurkennt að líklega hafi það verið mistök að fá hann til liðsins á sínum tíma. Körfubolti 5. apríl 2009 16:35
Níunda tröllatvennan hjá Dwight Howard á tímabilinu Dwight Howard átti enn einn stórleikinn með Orlando Magic í nótt þegar Orlando Magic vann 88-82 sigur á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. apríl 2009 11:00
Philadelphia 76ers tryggði sig inn í úrslitakeppnina Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með 95-90 sigri á Detroit Pistons í kvöld. Detroit tapaði þriðja leiknum í röð og er ekki enn öruggt inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 23:15
Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 11:00