Green semur við Dallas Gerald Green hefur gert eins árs samning við Dallas Mavericks. Green er bakvörður en hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom í NBA-deildina fyrir þremur árum. Körfubolti 9. júlí 2008 10:48
Chris Duhon semur við Knicks Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks. Körfubolti 5. júlí 2008 21:15
Chris Paul framlengir við Hornets Leikstjórnandinn Chris Paul hefur skrifað undir nýjan samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn tekur gildi eftir næsta tímabil, er til þriggja ára með möguleika á fjórða árinu og greiðir honum ríflega fimm milljarða króna í tekjur. Körfubolti 4. júlí 2008 11:02
Kaman spilar fyrir þýska landsliðið Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði. Körfubolti 3. júlí 2008 14:44
Sonics formlega flutt til Oklahoma Eftir 41 ár í NBA á Seattle-borg ekki lengur lið í deildinni. Í gærkvöld náðist samkomulag um að flytja liðið frá borginni til Oklahoma eftir langar og erfiðar deilur. Körfubolti 3. júlí 2008 14:29
Skipta Brand og Davis um heimilisfang? Framherjinn Elton Brand hjá LA Clippers í NBA deildinni er nú að íhuga ríkulegt samningstilboð sem Golden State Warriors hefur boðið honum. Körfubolti 3. júlí 2008 13:27
Ógnarsterkt bandarískt lið á Ólympíuleikana Í gær var opinberaður tólf manna hópur bandaríska landsliðsins sem fer á Ólympíuleikana í Peking í ágúst. NBA-meistararnir í Boston eiga engan fulltrúa en hópurinn er þó gríðarlega sterkur. Körfubolti 24. júní 2008 10:29
Boston Celtics NBA-meistari Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Körfubolti 18. júní 2008 09:12
Lakers hélt lífi í úrslitunum LA Lakers náði í nótt að minnka muninn í 3-2 í úrslitarimmu liðsins gegn Boston Celtics í NBA-deildinni. Körfubolti 16. júní 2008 10:07
Boston getur tryggt sér titilinn Boston getur tryggt sér NBA-meistaratitilinn í kvöld takist liðinu að sigra LA Lakers í fimmtu úrslitaviðureign liðanna. Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Boston. Enski boltinn 15. júní 2008 14:45
Del Negro þjálfar Bulls Forráðamenn Chicago Bulls gengu í vikunni frá samningi við Vinnie del Negro um að taka við þjálfun liðsins. Del Negro hefur aldrei þjálfað áður en starfaði sem aðstoðar framkvæmdastjóri Phoenix Suns. Körfubolti 13. júní 2008 22:15
Boston einum sigri frá titlinum Boston gerði sér lítið fyrir í nótt og vann fjórða leikinn í úrslitarimmu liðsins gegn Los Angeles Lakers í nótt. Boston er því komið með 3-1 forystu og þarf því aðeins einn sigur til að tryggja sér meistaratitilinn. Körfubolti 13. júní 2008 09:57
Kvöld með eiginkonunni fyrir Celtics-miða Fárið í kring um úrslitaeinvígið í NBA deildinni virðist nú komið á suðumark. Stuðningsmaður Boston liðsins hefur þannig boðið hverjum þeim sem útvegar honum aðgöngumiða á Boston-leik að eiga kvöld með eiginkonu sinni. Körfubolti 12. júní 2008 20:04
Tekst Lakers að jafna metin í nótt? Fjórði leikur LA Lakers og Boston Celtics í lokaúrslitum NBA fer fram í Los Angeles klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið getur jafnað metin í 2-2 í einvíginu með sigri í nótt. Körfubolti 12. júní 2008 18:00
Vujacic var lykillinn LA Lakers náði í nótt að minnka muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi sínu við Boston í NBA deildinni með 87-81 sigri á heimavelli sínum. Rétt eins og í öðrum leiknum var það ólíkleg hetja sem steig á svið og réði úrslitum. Körfubolti 11. júní 2008 17:08
Curry tekur við Detroit Michael Curry er tekinn við sem aðalþjálfari Detroit Pistons í NBA-deildinni. Hann tekur við af Flip Saunders sem rekinn var eftir að Detroit beið lægri hlut fyrir Boston í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. júní 2008 18:35
Boston komið í 2-0 Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni. Körfubolti 9. júní 2008 09:46
Pierce verður með Boston í nótt Annar leikur Boston Celtics og LA Lakers um NBA meistaratitilinn fer fram í Boston klukkan eitt í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 8. júní 2008 20:24
Porter tekur við Phoenix Suns Terry Porter verður næsti þjálfari Phoenix Suns í NBA deildinni. ESPN greindi frá þessu í kvöld. Porter var aðalþjálfari Milwaukee Bucks á árunum 2003-05 en hefur verið aðstoðarþjálfari Detroit síðan. Körfubolti 7. júní 2008 19:05
Collins hættur í viðræðum við Chicago Bulls Doug Collins hefur tilkynnt að hann muni ekki taka að sér að þjálfa Chicago Bulls í NBA deildinni eins og til stóð. Samingaviðræður milli hans og stjórnar félagsins hafa ekki gengið sem skildi og því hefur Collins bakkað út úr viðræðunum. Körfubolti 6. júní 2008 22:45
Pierce neitar að fara í myndatöku Paul Pierce var hetja Boston í gærkvöldi þegar lið hans vann fyrsta leikinn gegn LA Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Pierce meiddist á hné í þriðja leikhlutanum og þurfti að fara til búingsherbergja, en sneri aftur og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Körfubolti 6. júní 2008 20:09
Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Körfubolti 6. júní 2008 05:02
Úrslitaeinvígið í NBA hefst í nótt Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Körfubolti 5. júní 2008 00:01
Lakers gengur betur þegar Bryant tekur færri skot Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Körfubolti 3. júní 2008 19:28
Saunders rekinn frá Pistons Forráðamenn Detroit Pistons tilkynntu í dag að þjálfaranum Flip Saunders hefði verið sagt upp störfum eftir þriggja ára setu í þjálfarastól liðsins. Saunders tók við Pistons af Larry Brown árið 2005 eftir að Brown hafði tvisvar komið liðinu í lokaúrslitin. Körfubolti 3. júní 2008 17:29
Allen að glíma við meiðsli Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn verður aðfaranótt föstudags en Boston Celtics og LA Lakers eigast við. Óvíst er með þátttöku bakvarðarins Tony Allen hjá Boston í úrslitarimmunni. Körfubolti 3. júní 2008 09:28
Boston og Lakers leika til úrslita Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Körfubolti 31. maí 2008 04:50
Tekst Boston að komast í úrslitin? Boston Celtics getur í kvöld tryggt sér sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar með sigri í Detroit í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint klukkan 00:30 á Stöð 2 Sport. Körfubolti 30. maí 2008 22:16
25,000 dollara ummæli Rasheed Wallace Rasheed Wallace, leikmaður Detroit Pistons, er nú aðeins einni tæknivillu frá því að verða dæmdur í eins leiks bann með liði sínu í úrslitakeppni. Hann fékk sína sjöttu tæknivillu í úrslitakeppninni í fyrrakvöld fyrir að rausa í dómurum. Körfubolti 30. maí 2008 08:45
Hamilton tæpur fyrir leikinn í nótt Richard Hamilton, stigahæsti leikmaður Detroit Pistons í úrslitakeppninni, er tæpur fyrir mikilvægan sjötta leik liðsins gegn Boston í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Körfubolti 30. maí 2008 06:13