NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Miami hársbreidd frá úrslitunum

Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Vann San Antonio fjórða leikinn?

Aganefnd NBA deildarinnar ákvað í dag að draga til baka tæknivillu sem Michael Finley leikmaður San Antonio Spurs fékk í fjórða leiknum gegn Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á dögunum, en úrslit leiksins réðust í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Bell á ekki von á að spila fjórða leikinn

Bakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns á ekki von á því að verða orðinn klár í slaginn í leik fjögur hjá Phoenix og Dallas í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA annað kvöld. Bell er meiddur á kálfa og segist setja stefnuna á leik fimm á fimmtudagskvöldið, en sá leikur verður einmitt sýndur beint á Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er í beinni á Sýn í kvöld klukkan 0:30.

Sport
Fréttamynd

Detroit með bakið upp að vegg

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni í kvöld

Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 0:30 í nótt, en þetta er algjör lykilleikur í einvíginu þar sem Miami leiðir 2-1. Fimmti leikurinn í þessu einvígi verður svo einnig sýndur beint á miðvikudagskvöldið en hann fer fram í Detroit. Þá verður fimmti leikur Dallas og Phoenix í beinni á fimmtudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Dallas komið yfir

Dallas Mavericks vann aftur heimavallarréttinn í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli 95-88. Frábær varnarleikur skóp sigur Dallas í nótt í leik sem sýndur var beint á Sýn, en það er sannarlega ekki á hverjum degi sem liði Phoenix er haldið undir 90 stigum á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix - Dallas í beinni á Sýn

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá úrslitakeppni NBA á ný klukkan 0:30 í nótt þegar þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks verður á dagskrá í úrslitum Vesturdeildarinnar. Liðin skiptu með sér leikjunum tveimur í Dallas, en heimamenn verða án Raja Bell í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Detroit réði ekkert við Shaq og Wade

Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Drykkfeldar mæður stjörnuleikmanna til vandræða

Mæður stjörnuleikmannanna LeBron James hjá Cleveland og Amare Stoudemire hjá Phoenix eru sonum sínum ekki góðar fyrirmyndir, en þær hlutu báðar dóma fyrir óspektir og ölvunarakstur fyrir helgina. Móðir James slapp með sekt og félagsþjónustu, en móðir Stoudemire þarf að dúsa í fangelsi í þrjú ár eftir ítrekaðan ölvunarakstur.

Sport
Fréttamynd

Dallas jafnaði gegn Phoenix

Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Stoudemire fetar í fótspor Bryant

Framherjinn öflugi Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns þarf að sætta sig við að sitja á bekknum spariklæddur þegar félagar hans spila í úrslitum Vesturdeildarinnar þessa dagana, en þessi efnilegi leikmaður hefur verið meiddur á hné í allan vetur.

Sport
Fréttamynd

Detroit jafnaði gegn Miami

Detroit Pistons jafnaði metin í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar í nótt með 92-88 sigri á Miami Heat á heimavelli sínum í Auburn Hills. Staðan í einvíginu er því orðin 1-1 og fara næstu tveir leikir fram í Miami. Heimamenn mættu mun grimmari til leiks í öðrum leiknum og var sigur liðsins öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.

Sport
Fréttamynd

Samningur Brown framlengdur hjá Cleveland

Forráðamenn Cleveland Cavaliers hafa ákveðið að Mike Brown verði áfram aðalþjálfari liðsins eftir að hann leiddi það til 50 sigra í deildarkeppninni og alla leið í oddaleik gegn Detroit Pistons í undanúrslitum Austurdeildarinnar á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Bell missir af næsta leik með Phoenix

Skotbakvörðurinn Raja Bell hjá Phoenix Suns verður ekki með liðinu í öðrum leik úrslitaeinvígisins við Dallas Mavericks eftir að hafa tognað illa í leik liðanna í nótt. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í byrjun leiksins og kom ekki meira við sögu eftir það, en um helmingslíkur eru taldar á að hann verði með í næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Diaw tryggði Phoenix sigurinn í Dallas

Franski framherjinn Boris Diaw átti sinn besta ferlinum í nótt þegar Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og lagði Dallas Mavericks 121-118 á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Diaw skoraði 34 stig fyrir Phoenix og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin.

Sport
Fréttamynd

Skýr skilaboð hjá eiganda Cleveland

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðs Cleveland Cavaliers, hefur sent stuðningsmönnum liðsins skýr skilaboð fyrir framtíðina. Í gær keypti hann auglýsingar fyrir um 25.000 dollara í stærstu blöðunum í Ohio-fylki, þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir árið og lét í það skína að nýr samningur við ofurstjörnuna LeBron James væri efst á forgangslista félagsins.

Sport
Fréttamynd

Toronto datt í lukkupottinn

Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur.

Sport
Fréttamynd

Miami vann í Detroit

Miami gerði sér lítið fyrir og lagði Detroit á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt 91-86. Miami hafði ekki spilað í viku fyrir leik gærkvöldsins, en það var lið Detroit sem var ryðgað í gær og hitti skelfilega. Heimamenn náðu ekki að nýta sér villuvandræði þeirra Shaquille O´Neal og Dwayne Wade og eru greinilega enn í bullandi vandræðum á báðum endum vallarins.

Sport
Fréttamynd

Phoenix í úrslit Vesturdeildar

Leikmenn Phoenix Suns virðast hafa haft gott af hvíldinni sem þeir fengu fyrir oddaleikinn gegn LA Clippers í nótt, því heimamenn náðu forystunni eftir rúma hálfa mínútu í leiknum og létu hana aldrei af hendi í auðveldum 127-107 sigri.

Sport
Fréttamynd

Sögulegur sigur hjá Dallas

Dallas Mavericks vann líklega stærsta sigur í sögu félagsins í nótt þegar liðið lagði meistara San Antonio 118-111 á útivelli í frábærum oddaleik sem fór alla leið í framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Stórleikir í beinni á Sýn og NBA TV

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA í kvöld og gefst íslenskum körfuboltaáhugamönnum tækifæri til að sjá þá báða í beinni útsendingu. Sjötti leikur Detroit og Cleveland verður í beinni á NBATV um miðnættið og sjötti leikur San Antonio og Dallas á Sýn klukkan 1:30.

Sport
Fréttamynd

Oddaleikur hjá Phoenx og LA Clippers

Los Angeles Clippers knúði í nótt fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni með 118-106 sigri á heimavelli sínum í sjötta leiknum í nótt. Bæði lið hafa því unnið þrjá leiki í einvíginu og hreinn úrslitaleikur verður í Phoenix á mánudagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Jason Terry í eins leiks bann

Leikstjórnandinn Jason Terry hjá Dallas Mavericks missir af sjötta leik liðsins í einvíginu við meistara San Antonio á föstudagskvöld, eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að kýla fyrrum félaga sinn Michael Finley hjá San Antonio undir lok fimmta leiksins í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir gefast ekki upp

Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum.

Sport
Fréttamynd

Cleveland að takast hið ómögulega?

Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir.

Sport
Fréttamynd

James fékk flest atkvæði í lið ársins

Undrabarnið LeBron James hjá Cleveland Cavaliers fékk flest atkvæði allra í valinu á úrvalsliði ársins í deildarkeppni NBA í vetur, en niðurstöðurnar voru birtar nú í kvöld. Kobe Bryant hjá LA Lakers fékk næst flest atkvæði og þriðji kom svo verðmætasti leikmaður ársins, Steve Nash hjá Phoenix.

Sport
Fréttamynd

Syngur Hasselhoff í sturtu

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur vakið mikla athygli fyrir að sýna stáltaugar á vítalínunni undir lok síðustu leikja Dallas gegn San Antonio í úrslitakeppninni. Hann segir að leyndarmálið sé að ná að slaka vel á og það segist hann gera með því að syngja gamla slagara með strandverðinum David Hasselhoff í sturtunni.

Sport
Fréttamynd

Phoenix lagði Clippers í tvíframlengdum leik

Fimmti leikur Phoenix Suns og LA Clippers í nótt var í meira lagi sögulegur, en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og svo fór að heimamenn í Phoenix höfðu betur 125-118. Phoenix leiðir því 3-2 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Los Angeles.

Sport
Fréttamynd

Miami kláraði dæmið

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir í vondum málum

Meistarar San Antonio eru komnir í mjög vond mál í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að Dallas vann sigur í fjórða leik liðanna í Dallas í nótt 123-118 eftir framlengingu. Dallas leiðir nú 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í San Antonio í næsta leik eftir þrjá sigra í röð.

Sport