San Antonio 3 - Seattle 2 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Sport 18. maí 2005 00:01
Detroit 3 - Indiana 2 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Sport 18. maí 2005 00:01
Detroit 2 - Indiana 2 Meistarar Detroit Pistons voru komnir í erfiða stöðu í einvíginu við Indiana í gær og þurftu því ekki frekari hvatningu til að leggja heimamenn að velli 89-76. Meistararnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og hafa unnið heimavallarréttinn til baka í rimmunni, en þeir fengu þó nokkra hjálp frá liði Indiana í gær. Sport 16. maí 2005 00:01
San Antonio 2 - Seattle 2 Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Sport 16. maí 2005 00:01
Phoenix 2 - Dallas 2 Dagsskipun leikmanna Dallas var einföld fyrir fjórða leikinn gegn Phoenix í nótt. Stöðvið Amare Stoudemire. Það tókst þeim, og þrátt fyrir sögulegan stórleik frá fyrrum leikmanni þeirra, Steve Nash, nægði það ekki og Dalla sigraði 119-109 og hefur jafnað metin í einvíginu. Sport 16. maí 2005 00:01
Indiana-Detroit á Sýn í kvöld Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Sport 15. maí 2005 00:01
Miami 4 - Washington 0 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Sport 15. maí 2005 00:01
Detroit 1 - Indiana 2 Þeir segja að lengi lifi í gömlum glæðum og það á svo sannarlega við um Reggie Miller hjá Indiana. Þessi fertugi skotmaður gerði út um þriðja leikinn við Detroit í nótt með góðum leik á lokasekúndunum og tryggði Indiana sigur, 79-74. Sport 14. maí 2005 00:01
Phoenix 2 - Dallas 1 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný Sport 14. maí 2005 00:01
San Antonio 2 - Seattle 1 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. Sport 13. maí 2005 00:01
Dallas-Phoenix beint á Sýn í nótt Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar í nótt, þegar Dallas Mavericks og Phoenix Suns mætast í þriðja leik sínum í úrslitakeppni vesturdeildarinnar. Útsendingin hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti og vökunótt framundan hjá öllum aðdáendum skemmtilegs körfubolta. Sport 13. maí 2005 00:01
Miami 3 - Washington 0 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. Sport 13. maí 2005 00:01
Molar dagsins Joe Johnson, leikmaður Phoenix Suns, getur að öllum líkindum ekki leikið með liði sínu í þriðja leiknum við Dallas Mavericks í úrslitakeppninni vegna meiðsla og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz mun halda áfram að þjálfa liðið næsta vetur eftir vangaveltur um að setjast í helgan stein Sport 12. maí 2005 00:01
Detroit 1 - Indiana 1 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Sport 12. maí 2005 00:01
Phoenix 1 - Dallas 1 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Sport 12. maí 2005 00:01
Miami 2 - Washington 0 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Sport 11. maí 2005 00:01
D´Antoni þjálfari ársins í NBA Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Sport 11. maí 2005 00:01
San Antonio 2 - Seattle 0 Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Sport 11. maí 2005 00:01
Miami - Washington á Sýn í kvöld Annar leikur Miami Heat og Washington Wizards í undanúrslitum austurdeildarinnar í NBA verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 23:15. Þar ber að líta nokkra af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar í dag og maðurinn sem allra augu berast að í dag, Dwayne Wade, verður í eldlínunni. Sport 10. maí 2005 00:01
Phoenix 1 - Dallas 0 Átta daga hvíld eftir sigurinn á Memphis í fyrstu umferðinni, reyndist liði Phoenix Suns greinilega vel og ekki var að sjá ryð í leik þeirra þegar þeir völtuðu yfir Dallas Mavericks, 127-102 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar í nótt. Sport 10. maí 2005 00:01
Detroit 1 - Indiana 0 Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. Sport 10. maí 2005 00:01
Miami 1 - Washington 0 Washington Wizards fengu í gær að vita hverju þeir eiga von á gegn Miami Heat í undanúrslitum austurdeildarinnar. Shaquille O´Neal var í villuvandræðum allan tímann og Dwayne Wade náði sér ekki á strik í leiknum, en Miami vann engu að síður auðveldan 105-86 sigur og hefur tekið forystu, 1-0. Sport 9. maí 2005 00:01
San Antonio 1 - Seattle 0 San Antonio var ekki á þeim buxunum að tapa opnunarleik í einvígi á heimavelli sínum aftur og þegar þeir ná sér á strik eins og gegn Seattle, sem missti tvo af aðalskorurum sínum í meiðsli snemma leiks, þarf ekki að spyrja að leikslokum eins og 103-81 sigur þeirra í nótt ber með sér. Sport 9. maí 2005 00:01
Boston 3 - Indiana 4 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Sport 8. maí 2005 00:01
Dallas 4 - Houston 3 Eftir að hafa lent undir 2-0 á heimavelli sínum í einvíginu við Houston Rockets, náðu liðsmenn Dallas Mavericks að snúa seríunni sér í hag. Markmið þeirra í sjöunda leiknum í nótt var að reyna að laga varnarleikinn og vona það besta. Niðurstaðan varð stærsti sigur í sjöunda leik í sögu úrslitakeppninnar, 116-76 og Dallas mætir því Phoenix í næstu umferð. Sport 8. maí 2005 00:01
Chicago 2 - Washington 4 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Sport 7. maí 2005 00:01
Nash valinn MVP Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá ESPN í Bandaríkjunum, verður Steve Nash kosinn verðmætasti leikmaður ársins 2005 í NBA deildinni, eða Most Valuable Player, nú á sunnudaginn. Sport 6. maí 2005 00:01
Boston 3 - Indiana 3 Einvígi Boston og Indiana hefur verið sannkölluð rússíbanareið og á því varð engin breyting í nótt, þegar Boston knúði fram oddaleik á heimavelli sínum, með 92-89 sigri í framlengingu í Indiana. Sport 6. maí 2005 00:01
NBA á Sýn um helgina Tveir leikir úr úrslitakeppni NBA verða í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina, þar sem allt verður í járnum í lokaleikjum fyrstu umferðarinnar og áhorfendur gætu orðið vitni að síðasta leik Reggie Miller hjá Indiana. Sport 6. maí 2005 00:01
Dallas 3 - Houston 3 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Sport 6. maí 2005 00:01