Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Þegar vörnin smellur saman hjá okkur verður þetta miklu einfaldara“

    „Ég er mjög glöð að hafa náð að klára þetta sérstaklega í framlengingunni. Mér fannst við koma sterkari inn í framlenginguna og ætluðum við að klára þetta. Ég er mjög sátt að vera allavega komin með einn sigur.“ Sagði sátt og glöð Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir frábæran sigur Stjörnunnar á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Telur kvenna­boltann horn­reka miðað við karla­boltann: „Við gefum bara skít í þetta“

    Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax

    „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu.

    Sport
    Fréttamynd

    Hrannar hættir hjá Stjörnunni

    Hrannar Guðmundsson, sem gert hefur góða hluti sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta í vetur, mun hætta með liðið í sumar þrátt fyrir að samningur hans hafi átt að gilda til ársins 2024.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“

    „Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum.

    Handbolti