Anna Úrsúla ber barn undir belti Landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir leikur ekki með Val á þessu tímabili, þar sem hún á von á barni. Handbolti 7. febrúar 2013 14:24
Gróttustelpurnar í Höllina - myndir Grótta tryggði sér sæti í undanúrslitum Símabikars kvenna í handbolta í kvöld með því að vinna tveggja marka sigur á HK í hörkuleik á Seltjarnarnesi. Handbolti 6. febrúar 2013 21:41
Valskonur í undanúrslit bikarsins fjórða árið í röð Valskonur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Símarbikars kvenna í handbolta í kvöld með níu marka útisigri á Selfossi, 32-23, í átta liða úrslitum keppninnar. Fram og ÍBV höfðu áður komist í undanúrslitin fyrr í kvöld. Handbolti 5. febrúar 2013 21:15
Eyjakonur í undanúrslitin annað árið í röð ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum Símabikar kvenna í handbolta í kvöld með fjögurra marka sigri á FH, 24-20, í Kaplakrika. Eyjakonur fóru alla leið í úrslitaleik bikarsins í fyrra en eru þegar komnar í Höllina því undanúrslitaleikirnir í ár verða spilaðir í Laugardalshöllinni. Handbolti 5. febrúar 2013 20:13
Framkonur örugglega í undanúrslitin Fram er komið í undanúrslit Símabikars kvenna í handbolta eftir 27 marka sigur á b-liði ÍBV, 42-15, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framkonur voru 22-6 yfir í hálfleik og sigurinn því aldrei í hættu. Bæði liðin sátu hjá í fyrstu umferð og voru því að spila sinn fyrsta bikarleik í vetur. Handbolti 5. febrúar 2013 19:22
Stjarnan tapaði fyrir Gróttu | Úrslit dagsins Stjarnan, sem vann Val í síðustu umferð N1-deildar kvenna, tapaði afar óvænt fyrir Gróttu í dag. Þá unnu FH-ingar nauman sigur á Haukum í Hafnarfjarðarslag. Handbolti 2. febrúar 2013 18:55
Fjórir kunnir kappar skipa nýtt Markmannsþjálfarateymi HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur sett af stað nýtt Markmannsátak HSÍ og hefur að því tilefni sett saman nýtt markmannsþjálfarateymi sem á að vinna markvisst með öllum markmönnum allra landsliða Íslands. Handbolti 1. febrúar 2013 18:55
Toppsætið undir í Safamýri Fram og Valur mætast klukkan 19.30 í kvöld í Framhúsinu í toppslag N1-deildar kvenna í handbolta. Í huga margra er leikur kvöldsins í Safamýrinni óopinber úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Handbolti 31. janúar 2013 06:00
Framkonur upp að hlið Vals á toppnum - öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag og þar nýttu Framkonur sér óvænt tap Vals á heimavelli á móti Stjörnunni og komust upp að hlið Hlíðarendastúlkna á toppi deildarinnar. Handbolti 26. janúar 2013 19:12
Stjörnukonur fyrstar til að vinna Val í deildinni í vetur Stjörnukonur unnu mjög óvæntan þriggja marka sigur á toppliði Vals, 27-24, í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vodafonehöllini á Hlíðarenda. Handbolti 26. janúar 2013 16:02
Mæðgurnar skoruðu báðar í stórsigri FH FH-konur halda áfram sigurgöngu sinni með mæðgurnar Gunni Sveinsdóttur og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur innanborðs og unnu stórsigur á Selfoss í N1 deild kvenna í dag. ÍBV og Grótta unnu einnig stóra sigra í sínum leikjum í dag. Handbolti 26. janúar 2013 15:42
Áhugaverður bikardráttur | Neðrideildarlið á leið í undanúrslit Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit í Símarbikarkeppni karla og kvenna. Drátturinn í karlaflokki var mjög áhugaverður enda munu tvö neðrideildarlið komast í undanúrslit keppninnar. Handbolti 24. janúar 2013 11:46
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Handbolti 22. janúar 2013 16:35
Sextán liða úrslit Símabikars kvenna af stað í kvöld Sextán liða úrslit Símabikars kvenna í handbolta hefjast í kvöld með tveimur spennuleikjum í Mýrinni í Garðabæ og í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Hinir þrír leikirnir fara síðan fram seinna í vikunni. Handbolti 22. janúar 2013 15:30
Jenný valin best í fyrri umferðinni Handknattleiksambandið verðlaunaði í dag þá leikmenn N1 deildar kvenna í handbolta sem sköruðu fram úr í fyrri hlutanum eða í umferðum eitt til ellefu. Handbolti 22. janúar 2013 14:03
Valskonur enn ósigraðar | Úrslit dagsins Topplið Vals og Fram í N1-deild kvenna lentu aldrei þessu vant í smá vandræðum í leikjum sínum í deildinni í dag en höfðu þó sigur að lokum. Handbolti 19. janúar 2013 17:04
Stjarnan hafði betur í Eyjum Stjarnan vann góðan útisigur á ÍBV í N1-deild kvenna í dag, 25-22. Eyjamenn eru sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig. Handbolti 12. janúar 2013 15:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 33-28 | Jenný með stórleik Valur lagði Fram að velli 33-28 í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna í dag. Guðný Jenný Ásmundsdóttir var besti maður heimakvenna sem tóku völdin í síðari hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Handbolti 12. janúar 2013 13:39
HK skellti Stjörnunni | Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna Fimm leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Mesta athygli vakti sterkur útisgur HK á Stjörnunni. Handbolti 8. janúar 2013 22:01
Stella Sigurðardóttir kjörin Íþróttamaður Fram árið 2012 Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir var um nýliðna helgi valin Íþróttamaður Fram árið 2012. Handbolti 2. janúar 2013 20:45
Framkonur stöðvuðu sigurgöngu Vals - myndir Framkonur eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta 2012 eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld, 28-24. Handbolti 28. desember 2012 21:39
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-28 | Framkonur deildarbikarmeistarar Framarar eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 28-24, í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld. Handbolti 28. desember 2012 15:28
Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna? Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV. Handbolti 28. desember 2012 13:09
Leik lokið: Fram - ÍBV 40-18 | Fram mætir Val í úrslitaleiknum Framkonur áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna ÍBV í kvöld og tryggja sér sæti í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en Fram mætir Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun. Handbolti 27. desember 2012 19:30
Leik lokið: Valur - Stjarnan 32-31 | Valur vann í vítakeppni Valskonur eru komnar í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum í Strandgötu í kvöld. Valur mættir annaðhvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn hefst bráðum í Strandgötunni. Handbolti 27. desember 2012 14:31
Vinna Valskonur alla titlana á árinu? | Undanúrslitin hefjast í kvöld Undanúrslitaleikirnir í deildarbikar kvenna í handbolta fara í kvöld. Þá mætast Valur og Stjarnan annars vegar og Fram mætir ÍBV hins vegar. Handbolti 27. desember 2012 11:02
Aron og Jenný handboltafólk ársins Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands. Handbolti 20. desember 2012 19:30
Betra líkamlegt ásigkomulag skortir Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi. Handbolti 18. desember 2012 07:00
Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn. Handbolti 11. desember 2012 18:30
Þorgerður Anna dregur sig úr landsliðshópnum Það er búið að fækka um fjóra í íslenska kvennalandsliðshópnum sem er á leiðinni á EM í Serbíu í desember. Athygli vekur að skyttan unga, Þorgerður Anna Atladóttur, dregur sig úr hópnum vegna persónulegra ástæðna. Handbolti 23. nóvember 2012 11:28