

Olís-deild kvenna
Leikirnir

Stella Sigurðardóttir kjörin Íþróttamaður Fram árið 2012
Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir var um nýliðna helgi valin Íþróttamaður Fram árið 2012.

Framkonur stöðvuðu sigurgöngu Vals - myndir
Framkonur eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta 2012 eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld, 28-24.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 24-28 | Framkonur deildarbikarmeistarar
Framarar eru deildarbikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals, 28-24, í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld.

Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna?
Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV.

Leik lokið: Fram - ÍBV 40-18 | Fram mætir Val í úrslitaleiknum
Framkonur áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna ÍBV í kvöld og tryggja sér sæti í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en Fram mætir Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun.

Leik lokið: Valur - Stjarnan 32-31 | Valur vann í vítakeppni
Valskonur eru komnar í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fyrri undanúrslitaleiknum í Strandgötu í kvöld. Valur mættir annaðhvort Fram eða ÍBV í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn hefst bráðum í Strandgötunni.

Vinna Valskonur alla titlana á árinu? | Undanúrslitin hefjast í kvöld
Undanúrslitaleikirnir í deildarbikar kvenna í handbolta fara í kvöld. Þá mætast Valur og Stjarnan annars vegar og Fram mætir ÍBV hins vegar.

Aron og Jenný handboltafólk ársins
Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, leikmaður Hauka, hafa verið kjörin handboltafólk ársins af stjórn Handknattleikssambandi Íslands.

Betra líkamlegt ásigkomulag skortir
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn segir að bæta þurfi frammistöðuna frá því á EM í Serbíu til að eiga möguleika og að stelpurnar þurfi að vera í betra standi.

Leikdagar ákveðnir fyrir deildarbikar HSÍ | Karlarnir leika í janúar
Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn.

Þorgerður Anna dregur sig úr landsliðshópnum
Það er búið að fækka um fjóra í íslenska kvennalandsliðshópnum sem er á leiðinni á EM í Serbíu í desember. Athygli vekur að skyttan unga, Þorgerður Anna Atladóttur, dregur sig úr hópnum vegna persónulegra ástæðna.

HK og FH mætast í Símabikarnum
Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum.

Níu sigrar í röð hjá Framkonum
Framkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í N1 deild kvenna í kvöld með 19 marka heimasigri á nýliðum Selfoss, 33-14, í Framhúsinu í Safamýri.

HK upp að hlið FH
HK-konur komust upp að hlið FH í 4. til 5. sæti N1 deildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Gróttu, 23-19, á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-konur náðu þarna að rífa sig upp eftir stórt tap á móti Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn.

Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar.

Áttundi stórsigur Valskvenna í röð - myndir
Valskonur eru aftur komnar á topp N1 deildar kvenna í handbolta eftir 23 marka sigur á HK, 44-21, í Digranesi í kvöld en leikurinn var færður til vegna þátttöku Valsliðsins í Evrópukeppninni um síðustu helgi.

Eins og draugar á fyrstu æfingunni
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í kvennaliði Vals voru grátlega nálægt því að komast áfram í Evrópukeppninni um síðustu helgi þegar þær féllu út á móti rúmenska liðinu H.C. Zalau á færri mörkum skoruðum á útivelli.

Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur
Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin.

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna
ÍBV komst upp í annað sæti í N1-deild kvenna eftir öruggan sigur á Fylki. Þrír leikir fóru fram í deildinni í dag.

Florentina ætlar að sækja um ríkisborgararétt
Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, ætlar að sækja um íslenska ríkisborgararétt. Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í gær.

Þær eru ógeðslega stórar
Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins.

Sigur hjá ÍBV í Eyjum
ÍBV festi stöðu sína í þriðja sæti N1-deildar kvenna í kvöld er liðið vann fjögurra marka sigur, 28-24, gegn Haukum í Vestmannaeyjum.

Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna
Fjórir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Sem fyrr unnu Valur og Fram örugga sigra á andstæðingum sínum.

Eyjakonur fyrstar til að vinna í Digranesinu í vetur
Eyjakonur unnu sinn fjórða sigur í röð í N1 deild kvenna í dag þegar þær sóttu tvö stig í Digranes. ÍBV vann 35-30 sigur á heimastúlkum í HK sem höfðu fyrir leikinn unnið alla heimaleiki vetrarins.

Fram og Valur safna áfram stórsigrum
Fram og Valur eru áfram með fullt hús á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir stórsigra í dag. Fram hefur unnið alla sjö leiki sína en Valskonur hafa unnið alla sex leiki sína. Það er ekki búist við að liðin tapi stigum fyrr en þau mætast innbyrðis í fyrsta sinn en það verður ekki fyrr en eftir áramót.

ÍBV í þriðja sætið - Öll úrslit kvöldsins
Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í kvöld. ÍBV er komið upp á þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á FH en Fram er eitt á toppi deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-26
Fram er enn taplaust á toppi N1 deildar kvenna eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni á útivelli 26-23. Jafnt var í hálfleik 13-13 en Fram náði mest fimm marka forystu eftir hlé og vann nokkuð öruggan sigur.

Úrslit dagsins í N1-deild kvenna
Topplið Vals og Fram unnu bæði örugga sigra í N1-deildinni í dag. Þau eru sem fyrr efst og jöfn með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Mömmurnar elda ofan í stelpurnar fyrir leik
Fram-stelpur eru brattar fyrir leikina gegn Tertnes í Evrópukeppni félagsliða um helgina en þeir fara fram í dag og á morgun klukkan 16.00. Báðir leikir fara fram í Safamýrinni.

Valur vann í Valencia
Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir í kvöld og skelltu spænska liðinu Valencia, 27-22, í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik.