Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. Handbolti 15. apríl 2012 14:47
Stjarnan flaug áfram í undanúrslitin | Unnu einvígið gegn HK 2-0 Stjarnan fór nokkuð þægilega í undanúrslit N1-deildar kvenna í handknattleik en liðið bar sigur úr býtum gegn HK, 34-29, í Digranesinu í dag vann því einvígið 2-0. Handbolti 14. apríl 2012 17:57
Grótta sigraði ÍBV og tókst að knýja fram oddaleik Stelpurnar í Gróttu neita að fara í sumarfrí en þeim tókst að knýja fram oddaleik þegar liðið bar sigur úr býtum gegn ÍBV, 20-19, á Seltjarnarnesinu í dag en leikið er um sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik. Handbolti 14. apríl 2012 16:34
Úrslitakeppni N1-deildar kvenna | ÍBV og Stjarnan unnu fyrstu leikina Úrslitakeppni N1-deildar kvenna í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. ÍBV lagði þá Gróttu á meðan Stjarnan skellti HK. Handbolti 12. apríl 2012 21:30
Sólveig Lára valin best Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í umferðum 9-16. Þá var úrvalslið umferðanna einnig valið í dag. Handbolti 11. apríl 2012 14:15
Valskonur deildarmeistarar | Grótta komst í úrslitakeppnina Lokaumferðin í N1-deild kvenna fór fram í dag. Valskonur tryggðu sér þá deildarmeistaratitilinn og Grótta tók lokasætið í úrslitakeppninni. Handbolti 31. mars 2012 18:08
Valskonur þurfa stig fyrir norðan Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Handbolti 31. mars 2012 06:00
Valskonur búnar að vinna sjö leiki í röð á móti Fram á Hlíðarenda - myndir Valskonur eru komnar með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna eftir 19-17 sigur í toppslagnum á móti Fram í kvöld. Valur og Fram eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina á tímabilinu en Fram situr hjá í henni. Valskonum dugir því jafntefli gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Handbolti 28. mars 2012 22:18
Eyjakonur tryggðu sér þriðja sætið / Úrslit og markaskorarar kvöldsins ÍBV tryggði sér 3. sætið í N1 deild kvenna eftir sex marka sigur á Stjörnunni í Eyjum í kvöld. HK náði Stjörnunni að stigum með því að vinna nauman sigur á Haukum og Grótta hélt KA/Þór fyrir neðan sig þegar liðin gerðu jafntefli á nesinu. Handbolti 28. mars 2012 21:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 19-17 | Valur með titilinn í höndunum Valur er nánast öruggt með deildarmeistaratitilinn í N1-deild kvenna eftir sigur á Fram í uppgjöri toppliðanna í kvöld. Liðinu dugir stig gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Handbolti 28. mars 2012 15:11
Titill í boði á Hlíðarenda í kvöld Valur og Fram mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna en leikurinn fer fram í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Handbolti 28. mars 2012 07:00
Ágúst: Vil sjá fullt hús á leiknum Stelpurnar okkar mæta Sviss öðru sinni á nokkrum dögum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni EM og þarf íslenska liðið sárlega á sigri að halda. Stelpurnar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en komust á sigurbraut fyrir helgi er þær lögðu svissneska liðið ytra. Handbolti 24. mars 2012 07:00
Framkonur náðu aftur tveggja stiga forystu á toppnum | Fjórtán sigrar í röð Fram náði tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir sjö marka sigur á Gróttu, 25-18, í Safamýrinni í dag. Gróttuliðið hefur vaxið mikið eftir áramót en náði aðeins að halda í við Framliðið í fyrri hálfleik. Handbolti 18. mars 2012 18:00
Valsskonur skoruðu 22 mörk í fyrri hálfleik og unnu með 14 | Úrslitin í dag Valskonur komust upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir öruggan fjórtán marka sigur á FH í Kaplakrika, 36-22. Valur og Fram er bæði með 26 stig á toppnum en Fram er með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna. Handbolti 17. mars 2012 19:42
Naumur sigur Eyjakvenna á Akureyri ÍBV vann tveggja marka sigur á KA/Þór, 24-22, í N1 deild kvenna í dag en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. ÍBV styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór átti með sigri möguleika á því að komast upp í sjötta sætið sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Handbolti 17. mars 2012 15:56
Framkonur unnu tveggja marka sigur í Eyjum Fram náði aftur tveggja stiga forskoti á Val á toppi N1 deildar kvenna eftir tveggja marka sigur á ÍBV, 19-17, í Vestmannaeyjum í kvöld. Framliðið hefur þar með unnið 13 af 14 deildarleikjum sínum á tímabilinu en Eyjakonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. Handbolti 12. mars 2012 19:48
Öruggt hjá Stjörnunni gegn KA/Þór Stjarnan komst í dag upp að hlið HK í fjórða sæti N1-deildar kvenna er það vann öruggan sex marka sigur á KA/Þór sem er í sjöunda sæti. Handbolti 10. mars 2012 17:21
Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk. Handbolti 10. mars 2012 16:22
Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur. Handbolti 9. mars 2012 21:21
Ágúst velur landsliðið fyrir leiki gegn Sviss Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfar A-landsliðs kvenna í handbolta, tilkynnti í dag 19 manna landsliðshóp fyrir tvo leiki við Sviss í undankeppni EM 2012. Handbolti 5. mars 2012 11:16
Tíu marka sigur Fram á Stjörnunni Fram er með tveggja stiga forystu á toppi N1-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 27-17, í Safamýrinni í dag. Handbolti 4. mars 2012 17:06
Óvæntur sigur Gróttu á HK | KA/Þór vann Hauka Gróttukonur gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan útisigur á HK í N1-deild kvenna í dag. Lokatölur 25-23 fyrir Seltirninga. Handbolti 3. mars 2012 16:26
Valskonur höfðu betur gegn Eyjakonum | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik þegar þær lögðu Eyjakonur að velli 18-27. Sigur Valskvenna var öruggur og langþráður en liðið hafði ekki unnið bikarinn í tólf ár. Handbolti 25. febrúar 2012 16:11
Hrafnhildur Ósk: Ætluðum ekki að grenja hérna þriðja árið í röð "Þetta var eiginlega alltof auðvelt. Við vorum að búast við hörkuleik en hernaðaráætlun okkar tókst fullkomlega. Við ætluðum að koma þeim á óvart með framliggjandi vörn og þær voru ekkert að komast framhjá okkur,” sagði Hrafnhildur. Handbolti 25. febrúar 2012 15:36
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 18-27 | Valur bikarmeistari Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV. Eftir að Eyjakonur skoruðu tvö fyrstu mörkin tók Valur leikinn í sínar hendur og landaði öruggum sigri 18-27. Handbolti 25. febrúar 2012 12:45
Valskonur sigurstranglegri Hið spræka lið ÍBV fær það verðuga verkefni að takast á við hið ógnarsterka lið Vals í úrslitum Eimskipsbikars kvenna en leikurinn hefst klukkan 13.30. Handbolti 25. febrúar 2012 07:30
N1-deild kvenna: Auðvelt hjá Fram á Akureyri Fram og Valur eru jöfn að stigum í N1-deild kvenna eftir öruggan átta marka sigur Fram á KA/Þór fyrir norðan. Handbolti 18. febrúar 2012 18:23
N1-deild kvenna: ÍBV í þriðja sætið | Auðvelt hjá Val Tveimur leikjum af þremur í N1-deild kvenna í dag er lokið. Valur og ÍBV unnu bæði góða sigra en sigur Valskvenna var talsvert auðveldari. Handbolti 18. febrúar 2012 15:46
Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar. Handbolti 17. febrúar 2012 22:16
Fram og Valur með örugga sigra Heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í dag. Toppliðin Fram og Valur unnu örugga sigra en HK, sem er í þriðja sæti, vann góðan sigur á Stjörnunni á heimavelli. Handbolti 11. febrúar 2012 18:15