Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Hvar er stuðningurinn?

Íbúalistinn fór vítt og breitt um dreifbýli Ölfuss laugardaginn 7. apríl, hitti fólk og heimsótti bæði fyrirtæki og stofnanir. Það var aðdáunarvert að verða vitni að þeim krafti og eldmóði sem einkenndi allt fólkið sem við hittum. Það stakk þó mjög í augu ástandið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum sem tilheyrir vissulega Sveitarfélaginu Ölfusi.

Skoðun
Fréttamynd

Alvöru pólitík eða bara allt í plati!!

Einu sinni fyrir mörgum áratugum var frambjóðandi á ferð fyrir komandi kosningar. Það var á brattann að sækja fyrir flokk frambjóðandans og hann greip til þess ráðs á ferðum sínum um kjördæmið að lofa öllu því kjósendur báðu um. Hann ferðaðist með aðstoðarmann,sem hét Siggi.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja af­ruglar VG og bendir á Bjarna Ben

Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna.

Skoðun
Fréttamynd

Æpandi skortur á pólitískri forystu

„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“„Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“

Skoðun
Fréttamynd

Hvert verk lofar sig sjálft

Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Út­úr­snúningar pírata af­þakkaðir

Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­sköpun – Sleppum te­skeiðinni og mundum skófluna

Ísland er eitt mesta velsældarríki heims. Þrátt fyrir góða stöðu landsins þá eigum við alltaf að bæta okkur til aukinnar velsældar. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að margt er hægt að bæta, til dæmis í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum (sérstaklega í höfuðborginni) til að mæta væntingum almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Vá hvað ég er pirruð og svekkt

Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri sam­vinnu, meiri hag­ræðingu, meiri Við­reisn

Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu eiga að vinna miklu meira saman. Það eru gríðarlega mikil tækifæri til hagræðingar á nánast öllum sviðum. Það er mikil sóun falin í því að hvert einasta sveitarfélag sé að vinna frá grunni stefnu í einstaka málaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningur á erfiðum stundum

Í síðustu viku voru samþykkt í ríkisstjórn tvö frumvörp sem hófust í félagsmálaráðuneytinu í tíð Ásmundar Einars Daðasonar en frestuðust því miður vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur nú lagt þau fram og koma þau til umræðu á Alþingi á næstu dögum.

Skoðun
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk með vímu­efna­vanda statt í Squ­id Game

Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans.

Skoðun
Fréttamynd

Meira bíó!

Nýlega fjallaði RÚV um gott gengi kvikmyndaiðnaðarins hér á landi en áætlað er að hann hafi skilað samfélaginu 9 milljörðum króna á síðasta ári. Þá er gert er ráð fyrir áframhaldandi velgengni íslenskrar kvikmyndagerðar á næstkomandi árum.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverja var hringt?

Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðu­öryggi er þjóðar­öryggis­mál

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda, hefur farið mikinn í umræðunni um fæðuöryggi. Þar hefur hann talað niður ógnina sem steðjar að fæðuöryggi þjóðarinnar og leggur til aðgerðir sem grafa undan fæðuörygginu og eru þess eðlis að þær draga úr innlendri matvælaframleiðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­leik­vangar og brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga.

Skoðun
Fréttamynd

Stríð gegn al­þjóð­legu sam­starfi

Á þemaþingi Norðurlandaráðs sem haldið var nú í vikunni fór eðlilega mest fyrir umræðu um innrás Rússa í Úkraínu . Sendiherra Úkraínu var sérstakur gestur þingsins auk fulltrúa frá þingum Eystrasaltsríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Að halda rétt á spöðunum

Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins.

Skoðun
Fréttamynd

Elsusjóður – menntasjóður endókvenna

Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna.

Skoðun
Fréttamynd

Að búa við öryggi

Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíð okkar í Evrópu

Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu.

Skoðun