Sagan af Jóa heimska Jón Ingi Hákonarson skrifar 14. febrúar 2024 09:01 Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hagvöxtur er þrenns konar, sá fyrsti byggir á aukinni innlendri neyslu, annar byggir á útflutningi vöru og þjónustu og sá þriðji byggir á fjárfestingu. Hagkerfi heimsins eru ólík og hagvöxtur þeirra byggir á mismunandi þáttum en þessir þrír þættir þurfa að vera í einhverju jafnvægi. Íslenska hagkerfið er svo sannarlega að glíma við miklar áskoranir þrátt fyrir mikinn vöxt undanfarin ár. Vöxtinn má að mestu rekja til ákaflega hraðrar uppbyggingar ferðaþjónustunnar sem er útflutningsgrein þó svo að við séum að flytja inn ferðamenn. Þenslan hefur leitt til þess að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur hlutfallslega dregist saman í of langan tíma og hefur þrýst á íbúðamarkaðinn með tilheyrandi skorti og verðhækkunum og verðbólgu. Þessi vandi ásamt innfluttri verðbólgu sem varð vegna aðflutnings og framleiðsluvanda í Covid ásamt vanhugsaðri almennri peningaprentun íslenskra stjórnvalda í stað sértækari og markvissari efnahagsaðgerðum í Covid, gerir það að verkum að við glímum nú við flókinn efnahagslegan vanda. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka hafa miðað að því að hægja á innlendri neyslu og fjárfestingu. Áskorunin er aftur á móti að skapa jafnvægi vegna fyrrgreinds útflutnings. Þessi viðbrögð minnir mig á söguna af Jóa heimska sem týndi hundraðkalli kvöld eitt við bilaðan ljósastaur. Þar sem ekkert gekk að finna hundraðkallin ákvað að Jói að leita að honum við næsta ljósastaur því þar voru aðstæður miklu betri til leitar. Áskorun næstu ára er að byggja upp mikinn fjölda íbúða án þess að setja allt á hliðina. Bleiki fíllinn er vaxtastigið. Á meðan vextir og verðlag verða hér í hæstu hæðum verður lítið byggt sem mun auka á vandann. Holan verður bara dýpri. Spurningin sem við verðum að ræða er sú hvort sjálfstæð peningastefna hafi nú endanlega gengið sér til þurrðar og upptaka nýs gjaldmiðils sé ekki lengur bara áhugaverð pæling, heldur nauðsynleg forsenda þess að ná hér aftur jafnvægi. Í hagfræðinni er til fyrirbæri sem kallast á ensku „the impossible trinity“ sem þýtt hefur verið þrílemman sem segir að ekki sé hægt að brúka á sama tíma sjálfstæða peningastefnu, hafa frjálst flæði fjármagns og stöðugt gengi. Kenningin segir að einungis sé hægt að velja sér tvo af þessum þremur þáttum. Við höfum yfirleitt valið að hindra frjálst flæði fjármagns með fjármagnshöftum með tilheyrandi ógagnsæi, samkeppnisbresti og sóun. Einnig höfum við reynt að festa gengið með misjöfnum árangri. Það eina sem eftir er að reyna er að kasta krónunni og taka upp stöðuga alþjóðlega mynt, gefa í raun sjálfstæða peningastefnu upp á bátinn. Hagvöxtur okkar og hagsæld byggist á því að búa við opið og frjálst hagkerfi. Við höfum þurft að flytja inn vinnandi hendur í vaxandi mæli síðan eftir Hrun. Hagvöxtur okkar er mannaflsfrekur og krefst mikilla fjárfestinga í innviðum. Eitt af því sem gerist þegar lítið hagkerfi með sjálfstæða mynt ákveður að taka upp stærri mynt er að vaxtamunurinn við útlönd minnkar. Hér á landi er enn stærsti kostnaðarliður einstaklinga, fyrirtækja sem gera upp í krónum og hins opinbera þegar kemur að fjárfestingu, fjármagnskostnaður. En fjármagnskostnaður er sá liður sem hefur mest áhrif á byggingarkostnað og í raun alla nauðsynlega innviðauppbyggingu. Einfaldasta leiðin út úr þessum erfiða efnahagsvanda er að taka upp stóra alþjóðlega mynt. Þannig getum við best nýtt okkur þá miklu krafta sem frjáls alþjóðaviðskipti geta fært okkur, aukin hagsæld, meiri samkeppni, aukinn stöðugleika og bætt lífskjör handa öllum. Hin leiðin er að taka upp haftabúskap eins reglulega hefur ráðið hér ríkjum með allri sinni spillingu, sóun og ósanngirni sem slíku fyrirkomulagi fylgir. Hvað sem öllu líður þá erum við komin að þeim krossgötum þar sem við neyðumst til að velja á milli nýs gjaldmiðils eða hafta. Ég vel nýjan gjaldmiðil, en þú? Ég vil læra af Jóa heimska, ég vil ekki vera hann. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar