Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga Valdimar Víðisson skrifar 22. febrúar 2024 13:47 Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun