Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Biður þing­menn að gæta orða sinna

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, bað þingmenn um að gæta orða sinna á nýhöfnu þingi. Orðum fylgi ábyrgð og tónn skipti máli. Þetta sagði hún í stefnuræðu sinni í kvöld en niðurlag ræðunnar snerist um að þingmenn ættu að virða hvorn annan og reyna að skilja hvaðan fólk sé að koma.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­lega mikil­væg innviðafjárfesting að efla ís­lenska tungu

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga

Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ.

Innlent
Fréttamynd

Hvað varð um þinn minnsta bróður?

Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk

Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sann­leikann

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða módel ertu?

Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar.

Skoðun
Fréttamynd

Tuttugu prósent meira fjár­magn í utan­ríkis­mál á næsta ári

Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir.

Innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Skipar nefnd um jafn­rétti karla

Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið.

Innlent
Fréttamynd

Hvatti þing­menn til að halda ekki á­fram að setja met í málþófi

Forseti Íslands hvatti þingheim til þess að láta af málþófi í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Það hvorki mætti né ætti að vera keppikefli Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. Þingmenn ættu að íhuga að breyta þingsköpum eða jafnvel stjórnarskrá vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Breytir toll­flokkun pitsaosts eftir allt saman

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Guðs­þjónusta og setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

„Við munum reyna að bæta öll mál“

Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir stóra málið á komandi þingi að ná niður verðbólgu og lækka vexti. Flokkurinn ætli að beita sér í mikilvægum málum er varða heimilin og til að mynda reyna að tryggja að fólk geti áfram ráðstafað séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin hækkar gjöld á háskóla­nema

Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík.

Skoðun
Fréttamynd

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið

Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný.

Innlent