Ingvar Gíslason er látinn Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Innlent 19. ágúst 2022 07:28
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. Innlent 18. ágúst 2022 21:47
Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Innlent 18. ágúst 2022 14:51
Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 18. ágúst 2022 14:01
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. Innlent 18. ágúst 2022 13:17
Lilja skákar Katrínu og Bjarna Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Innlent 18. ágúst 2022 13:11
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Innlent 18. ágúst 2022 12:30
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. Innlent 18. ágúst 2022 12:24
Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Innlent 18. ágúst 2022 11:58
Þjóðbanka bjargað úr brasksnöru Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Skoðun 18. ágúst 2022 11:30
Myndaveisla: Foreldrar og börn bíða aðgerða í leikskólamálum Fjöldi fólks hefur safnast saman í ráðhúsinu í Reykjavík þar sem borgarráðsfundur fer nú fram. Leikskólamálin eru í brennidepli á fundinum og reiknar meirihlutinn með að kynna tillögur sínar að bráðaaðgerðum í leikskólamálum að loknum fundi. Innlent 18. ágúst 2022 09:58
Dagur tekur ekki formannsslaginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki gefa kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Hann segir hlutverk sitt frekar vera að styðja við bakið á þeim sem munu leiða flokkinn. Innlent 18. ágúst 2022 06:40
Lýsandi hegðun: Leikskólalaust barn olli verulegum örðugleikum í fréttasetti Leikskólamálin í Reykjavíkurborg hafa verið í brennidepli frá því að foreldrar hófu að mótmæla úrræðaleysinu í sjálfu Ráðhúsinu í síðustu viku. Á morgun er boðuð stofnun hústökuleikskóla í Ráðhúsinu meðan á borgarráðsfundi stendur. Innlent 17. ágúst 2022 23:30
Tugir sækjast eftir fjórum skrifstofustjóraembættum Alls bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu 97 umsóknir um fjögur embætti skrifstofustjóra í nýju skipulagi ráðuneytisins. Innlent 17. ágúst 2022 16:57
Kvartað yfir klofinni ríkisstjórn Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið. Skoðun 17. ágúst 2022 13:31
Hrifinn af tillögum Sjálfstæðismanna Oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík líst vel á bráðatillögur Sjálfstæðismanna í leikskólamálum. Ekkert sé því til dæmis til fyrirstöðu að koma á fót bakvarðarsveit til að tryggja mönnun leikskólanna. Meirihlutinn kynnir eigin tillögur á morgun - sem að sumu leyti muni svipa til tillagna Sjálfstæðismanna. Innlent 17. ágúst 2022 11:34
Haustboðinn ljúfi Einhver sagði að það væru bara tveir hlutir sem ekki klikka í lífinu, dauðinn og skattarnir. Við sem búum í Reykjavík myndum mögulega bæta biðlistum reykvískra barna við þennan lista. Skoðun 17. ágúst 2022 08:30
Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Skoðun 17. ágúst 2022 08:01
Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. Innlent 17. ágúst 2022 07:53
Svar við tísti Bjarna Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé. Tilefnið var andmæli mín við vangaveltum Bjarna að um draga þyrfti úr styrkjum til smærri stjórnmálahreyfinga og takmarka enn frekar möguleika þeirra til að fá kjörna þingmenn. Í sjálfu sér hef ég litlu við það að bæta sem ég skrifaði í Vísi í gær en mig langar samt að leggja inn í þessa umræðuna hvernig Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn fer með fé annara, láta eins og það klárist aldrei. Skoðun 17. ágúst 2022 07:30
Vilja stofna bakvarðasveit fyrir leikskólana Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu á morgun leggja fram fimm tillögur vegna stöðu leikskólamála í Reykjavík. Innlent 17. ágúst 2022 07:15
Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Skoðun 17. ágúst 2022 07:00
Dauðadæmt loforð um leikskólapláss Loforð um leikskólapláss fyrir öll tólf mánaða börn í Reykjavík var dauðadæmt frá byrjun, að mati leikskólastjóra sem ekki hefur getað boðið neinu barni fæddu 2021 pláss. Það sé enn fremur ekki endilega börnunum fyrir bestu að byrja á leikskóla 12 mánaða. Innlent 16. ágúst 2022 21:01
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Innlent 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. Skoðun 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. Innlent 16. ágúst 2022 12:00
Ójöfnuður í boði jafnaðarmanna Samfylkingin hefur lofað lausn leikskólavandans í minnst 16 ár, án árangurs, þrátt fyrir að hafa allan þennan tíma verið í lófa lagið að taka á vandanum, en flokkurinn hefur verið í brúnni í borginni meira og minna öll þessi ár. Tæplega 800 börn eru á biðlistum og stendur þessu fjöldi í stað, þrátt fyrir gefin loforð. Framsókn, sem fyrir kosningar lofaði breytingum en endurreisti þess í stað margfallinn meirihluta, leiðir í dag skólamálin í borginni, en virðist ekki hafa gert handtak í sumar til að bregðast við hinum mjög svo fyrirséða vanda. Skoðun 16. ágúst 2022 10:31
Áslaug Arna ferðast um landið í haust Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun staðsetja skrifstofu sína víða um land í haust. Fólkinu í landinu verður boðið í opna viðtalstíma þar sem málefni ráðuneytisins verða rædd. Innlent 16. ágúst 2022 10:13
Stýrihópur um leikskólamál skilar minnisblaði fyrir fimmtudag Stýrihópur sem heldur utan um uppbyggingu leikskóla í Reykjavík mun skila minnisblaði um stöðu mála fyrir fund borgarráðs á fimmtudag. Innlent 16. ágúst 2022 09:19
Óvissuflugið þarf að enda Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Skoðun 16. ágúst 2022 07:31