Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl

Landsleikjasvekkelsi, rómantík á Kjarvalsstofu og afmælishátíð Stuðmanna settu svip sinn á vikuna hjá þekktu Íslendingum. Margir virðast jafnframt farnir að stíga fyrstu skrefin inn í jólaskapið.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: Uniqlo á Suður­landi

Stjörnur landsins létu til sín taka um helgina. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fyllti miðbæinn af tónlist og góðri stemningu, Bríet gaf út nýja EP-plötu og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir var tilnefnd til Grammy-verðlauna annað árið í röð. Þá var feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og nýttu margir tækifærið til að senda feðrum sínum hlýjar og fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina

Fallegt haustveður, tónleikar, brúðkaup og ljúfar samsverustundir einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Auk þess lögðu margir land undir fót og sleiktu sólina á erlendum slóðum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Skemmti­legasta kvöld lífs míns“

Liðin vika var umvafin fallegum brúðkaupum, stórafmælum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Íslendingar eru alltaf á faraldsfæti og nú þegar haustið er farið að láta á sér kræla hafa fjölmargir flogið suður á bóginn í leit að hlýrra loftslagi til að lengja sumarið örlítið.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Mara­þon, brúð­kaup og gellugallinn

Liðin helgi var viðburðarík og lífleg hjá stjörnum landsins. Hlauparar reimuðu á sig skóna fyrir Reykjavíkurmaraþonið og mannlífið iðaði þegar Menningarnótt var haldin hátíðleg með fjölbreyttri dagskrá. Að auki loguðu samfélagsmiðlar af ást og rómantík í brúðkaupum helginnar. Þá klæddust fjölmargir bleikum fötum um helgina og heiðruðu minningu Bryndísar Klöru.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón

Ástin var allsráðandi í liðinni viku þar brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái. Þar á meðal má nefna brúðkaup athafnamannsins Skúla Mogensen og Grímu Bjargar Thorarensen innanhússhönnuðar sem giftu sig við glæsilega athöfn í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar

Liðin vika var litrík og gleðileg þegar Hinsegin dagar fóru fram með pompi og prakt. Regnbogafánar blöktu, tónlist ómaði um götur Reykjavíkur og myndir úr Gleðigöngunni fylltu samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“

Ást og gosmengun einkenndu andrúmsloftið í síðastliðinni viku og stjörnur landsins nutu lífsins eins og þeim einum er lagið hvort sem það var í brúðkaupum, afmælum, útlandaferðum eða öðru elegant fjöri. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“

Júlímánuður er genginn í garð og sumarfríin tekin við. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning og njóta lífsins til hins ýtrasta, bæði innanlands og utan. Sólríkar utanlandsferðir, brúðkaup og notalegar samverustundir setja tóninn fyrir þessa dásamlegu sumardaga.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Sjóð­heit og löng helgi

Íslendingar erlendis, barnalán, brúðkaup og íslensk sumarstemning einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Helgin var löng og sólrík og nýttu margir tækifærið og skelltu sér í fyrstu útilegu sumarsins.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar

Liðin vika var umvafin sól og sælu. Íslendingar nutu veðurblíðunnar um helgina og birtu myndir af sér ýmist á hlaupum, í miðborginni eða í sólbaði með svalandi drykk á sundfötunum. Eurovision setti sinn svip á vikuna þar sem Væb-bræður kepptu fyrir Íslands hönd og stóðu sig með prýði.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn

Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Drottningar á Bessa­stöðum

Maímánuður er genginn í garð með tilheyrandi gleði og hækkandi sól. Stjörnur landsins skinu skært í vikunni, hvort sem það var í boði á Bessastöðum, á auglýsingaskiltum erlendis eða á hlaupum í utanvegahlaupinu Puffin Run í Vestmannaeyjum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ást­fangin á Spáni

Sumarið gekk formlega í garð síðastliðinn fimmtudag og heiðraði landsmenn með sólríkum degi. Stjörnur landsins skinu skært um helgina hvort sem það var í miðborg Reykjavíkur eða á ferðalögum erlendis. Þá er skemmtanalífið farið að færast í aukana með hækkandi sól og hitastigi.

Lífið