Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar

Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gellufrí, Eurovision og Björk fékk sér ís

Liðin vika einkenndist af Eurovision, suðrænni skemmtun, skvísulátum og almennri gleði. Þar má nefna árshátíð Þjóðleikhússins sem fór fram í Barcelona og virtist hin glæsilegasta, vinkonuhópar skemmtu sér á tónleikum poppstjörnunnar Beyoncé í Stokkhólmi og þemaafmæli Egils Einarssonar, Gillz, í anda norsku þáttaraðanna Exit á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Svo fékk Björk Guðmundsdóttir sér ís.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gæsun, GusGus og gleði

Reykjavíkurborg iðaði af menningu og lífi um helgina í tilefni af HönnunarMars og áhrifavaldar landsins nutu sín í botn á hinum ýmsu viðburðum. Mikið var um árshátíðir og veisluhöld og hljómsveitin GusGus hélt ferna tónleika á Nasa, þar sem stiginn var trylltur dans. Margir fylgdust svo grant með krýningu Karls III Bretakonungs og klæddu sig upp í tilefni af því. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnu­lífið: Verð­laun, skíði og lúxus

Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Í síðustu viku nýttu því margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður endanlega. Þá er verðlaunavertíðin ennþá í fullum gangi og voru Íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, síðustu þrír mánuðir hafa verið eins og veðurfarið á Íslandi. Nóvember var heitasti mánuðurinn síðan 1950, desember sá kaldasti síðan mælingar hófust og núna er bara allskonar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir

Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. 

Lífið