Skallagrímur að missa þjálfarann Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, segir að mestar líkur séu á því að erlendir leikmenn félagsins verði sendir heim. Körfubolti 7. október 2008 16:53
Toppliðin í körfunni uggandi „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Körfubolti 7. október 2008 16:23
FSu í góðri stöðu Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu, segir að liðið standi mjög vel hvað varðar það umrót sem hefur átt sér stað í körfuboltahreyfingunni undanfarna daga. Körfubolti 7. október 2008 15:44
Hlynur og Sigurður taka við þjálfun Snæfells Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Körfubolti 7. október 2008 15:02
Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Körfubolti 7. október 2008 12:04
Blikar segja upp erlendum leikmönnum Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur ákveðið, rétt eins og ÍR og Snæfell, að segja upp samningum þeirra erlendu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu. Körfubolti 7. október 2008 10:36
Snæfell segir upp samningum við erlenda leikmenn og þjálfara Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur ákveðið að segja upp samningum við erlanda leikmenn og þjálfara liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þetta er gert í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Körfubolti 6. október 2008 23:32
Setur tóninn fyrir tímabilið Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir æsilegan úrslitaleik hans manna við Grindavík í Powerade bikarnum í dag hafa sýnt hvað koma skal í deildinni í vetur. Körfubolti 5. október 2008 20:11
Feginn að sjá skotið fara niður Bandaríkjamaðurinn Jason Dourisseau var að vonum ánægður eftir að flautukarfa hans tryggði KR-ingum sigur á Grindavík í úrslitaleik Powerade bikarsins í dag. Körfubolti 5. október 2008 20:01
KR bikarmeistari á flautukörfu KR tryggði sér í dag Powerade bikarinn í körfubolta eftir æsilegan úrslitaleik við Grindavík í Laugardalshöllinni. Jason Dorisseau tryggði KR 98-95 sigur í lokin með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 5. október 2008 18:30
Úrslitaleikirnir í Powerade bikarnum í dag Í dag fara fram úrslitaleikirnir í Powerade bikarnum í körfubolta í Laugardalshöll. KR og Keflavík mætast í kvennaflokki klukkan 14 og klukkan 16:30 eigast við KR og Grindavík í karlaflokki. Körfubolti 5. október 2008 12:33
Kreppufundur á mánudag Körfuknattleikssamband Íslands hefur kallað saman fund með forráðamönnum liða í efstu deild karla og kvenna á mánudag. Körfubolti 4. október 2008 12:46
Magnaður tvíhöfði í Höllinni í kvöld Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Leikið verður í Laugardalshöllinni. Keflavík og KR mætast klukkan 19 og klukkan 21 eigast við Grindavík og Snæfell. Körfubolti 3. október 2008 16:42
ÍR segir upp samningi við Sani og Carr Körfuknattleiksdeild ÍR hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi sagt upp samningi við þá Tahirou Sani og Chaz Carr vegna ástandsins í íslenska efnahagslífinu. Körfubolti 3. október 2008 13:47
Keflavík fær kana Keflavík hefur samið við Bandaríska leikmanninn Jesse Pelot-Rosa sem leikur sem framherji. Körfubolti 1. október 2008 20:12
Mikil vinna framundan Jón Arnar Ingvarsson segir að ÍR-lið hans örvænti ekki þrátt fyrir tvo skelli í röð gegn KR í haustmótunum. Hann segir þó að allt verði að ganga upp hjá liðinu í vetur ef það eigi að fylgja eftir prýðilegum árangri sínum síðasta vor. Körfubolti 1. október 2008 14:05
Stórleikur í Röstinni í kvöld Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta í kvöld og þá ræðst hvernig raðast inn í undanúrslit keppninnar. Körfubolti 1. október 2008 12:48
Öruggur sigur KR á ÍR KR vann ÍR örugglega á útivelli í kvöld 90-68. Leikurinn var í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins. Körfubolti 30. september 2008 21:13
Sigrar hjá Njarðvík og Þór Leikið var í Powerade-bikarkeppninni í körfubolta í kvöld. Tveir leikir voru í karlaflokki og tveir í kvennaflokki. Körfubolti 29. september 2008 23:08
Logi leikur með Njarðvík í kvöld Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson verður í leikmannahópi Njarðvíkur í kvöld þegar liðið mætir Breiðablik í Powerade-bikarnum. Körfubolti 29. september 2008 13:07
KR og Tindastóll í 8-liða úrslit KR og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöld sæti í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR burstaði FSu 97-57 og Stólarnir unnu öruggan sigur á Skallagrími 86-61. Körfubolti 29. september 2008 13:02
Jakob: Ég var bara mikið opinn "Það er gaman að koma heim og spila með gömlu félögunum fyrir framan fjölskyldu og vini," sagði Jakob Sigurðarson hjá KR eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Körfubolti 25. september 2008 21:49
Jakob skaut ÍR í kaf KR-ingar urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í körfubolta þriðja árið í röð þegar þeir rótburstuðu ÍR 97-56 í úrslitaleik í DHL-Höllinni í vesturbænum. Körfubolti 25. september 2008 21:13
Jón Arnór ekki með KR í kvöld KR og ÍR mætast í kvöld í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í körfubolta í DHL Höllinni klukkan 19:15. KR-ingar verða án Jóns Arnórs Stefánssonar í leiknum en hann er á Ítalíu að ganga frá sínum málum hjá Roma. Körfubolti 25. september 2008 16:58
Mikill liðsstyrkur í Herði "Þetta er skemmtilegt fyrir okkur og leiðinlegt fyrir hann, en hann er að lenda í betra liði hérna hjá okkur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur um Hörð Axel Vilhjálmsson sem spila mun með Keflavík í vetur. Körfubolti 24. september 2008 16:07
KR með Bandaríkjamann til reynslu Körfuknattleiksdeild KR hefur fengið Bandaríkjamanninn Jason Dourisseau til reynslu, en hann er framherji sem spilað hefur í Þýskalandi. Hann er 24 ára gamall og tæpir tveir metrar á hæð. Körfubolti 4. september 2008 13:35
Hraðmót Vals í körfubolta verður um helgina Um helgina fer fram árlegt hraðmót Vals í körfubolta þar sem átta lið eru skráð til leiks að þessu sinni. Liðunum verður skipt í tvo fjögurra liða riðla og þar af eru fjögur lið úr úrvalsdeild og fjögur úr 1. deild. Körfubolti 3. september 2008 10:55
Nate Brown aftur í Snæfell Nate Brown er genginn í raðir Snæfells á ný og mun leika í stöðu leikstjórnanda í stað Justin Shouse. Körfubolti 2. september 2008 22:58
ÍR fær Bandaríkjamann Körfuboltalið landsins eru nú í óða önn að styrkja sig fyrir komandi átök. ÍR-ingar sömdu í dag við 26 ára bandarískan leikstjórnanda, Chaz Carr. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is. Körfubolti 22. ágúst 2008 18:11
Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Körfubolti 20. ágúst 2008 07:00