Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly

Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook

Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári.

Tónlist
Fréttamynd

Eivør gefur út nýtt lag og myndband

Söngkonan Eivør hefur sent frá sér nýtt lag og myndband. Það nefnist Let it come og á hún sjálf bæði lag og texta. Lagið er önnur smáskífan af væntanlegri plötu hennar sem kemur út 18. september.

Tónlist
Fréttamynd

Emmsjé Gauti fraus þegar hann hitti átrúnaðargoðið

Rappararnir Emmsjé Gauti og Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur byrjuðu í vikunni með hlaðvarpið Podkastalinn. Nafnið vísar í síðdegisútvarpsþáttinn Kastalann sem strákarnir stýrðu fyrir sex árum á útvarpsstöðinni KissFM. Í hlaðvarpinu fara þeir um víðan völl, segja sögur af sjálfum sér og ræða það sem þeir kalla litlu málin.

Lífið
Fréttamynd

Svala yngir upp

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim.

Lífið