Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 23:14 Réttarhöld yfir R. Kelly héldu áfram í gær. getty/Antonio Perez Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN. Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Réttarhöld yfir R. Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum síðasta fimmtudag. Hann er meðal annars sakaður um að hafa brotið kynferðislega á fjölda kvenna og stúlkna undir lögaldri. Demetrius Smith, fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans, var yfirheyrður sem vitni í réttarsal í dag. Þar var samband Kellys og söngkonunnar Aaliyah til umfjöllunar. Aaliyah skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var orðin stórstjarna þegar hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul árið 2001. Smith greindi frá því hvernig Kelly kynntist Aaliyah þegar hún var fimmtán ára og hvernig hann hjálpaði henni með tónlistina. Fljótlega hafi hann þó farið að hafa áhyggjur af því að þau væru orðin aðeins of náin en þarna var Kelly 27 ára gamall. Kelly hafi svo einn dag sagt honum að stúlkan væri í vandræðum því hún teldi að hún væri orðin ólétt. Hann var þá hræddur um að lenda í fangelsi fyrir að hafa barnað stúlku undir lögaldri. Smith sagðist þá farið með Aaliyah til að sækja um skilríki fyrir hana og mútað opinberum starfsmanni svo hún væri skráð sem átján ára kona á pappírunum. Hann segir það hafa kostað sig 500 dollara, eða um 65 þúsund krónur á genginu í dag. Þau Kelly hafi síðan farið og gift sig en hjónabandið hafi verið gert ógilt ári síðar eftir að fjölskylda stúlkunnar komst á snoðir um það. Smith gerði dómaranum það oft ljóst að hann kærði sig ekkert um að bera vitnisburð í málinu. Hann sagði þó söguna og svaraði spurningum sækjanda málsins. Dómari hafði áður samþykkt að Smith yrði ekki dæmdur eða látinn bera ábyrgð á þeim brotum sem hann viðurkenndi sjálfur í vitnisburði sínum í málinu samkvæmt frétt CNN.
Mál R. Kelly Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tónlist Tengdar fréttir Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55